Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 35
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
www.regnboginn.is
Nýr og betri
Kr. 450
www.laugarasbio.is
Kvikmyndir.comi ir.
Á einfaldari tímum þurfti einfaldari
mann til að færa okkur fréttirnar
GEGGJUÐ GRÍNMYND
Kr. 450
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. ísl tal
Kr. 500
NOTEBOOK
Sýnd kl. 4. ísl tal
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
Þú missir
þig af
hlátri...
H.L. MBL
punginn á þér!
Frums. 8. okt.
VINCE VAUGHN BEN STILLER Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
VINCE VAUGHN BEN STILLER VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur
ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
D Ö N S K
KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1-10. OKT.
Terkel i knibe / Terkel in
Trouble sýnd kl. 6
De grönne slagtere / The
Green Butchers sýnd kl. 8
Arven / Inheritance
sýnd kl. 10
Lad de sma börn../
Aftermath sýnd kl. 10.30
Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
DodgeBall
TOM CRUSE JAMIE FOXX
Hörkuspennumynd frá
Michel Mann leiksjóra Heat
COLLATERAL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 35
AUGNABLIK sannleikans
skipta sköpum í lífinu, ekki síst á
þeim byltingartímum í líkams-
starfseminni sem við köllum
gelgjuskeið. Hin einfalda og
ánægjulega þroskasaga Bjarg-
vættur, útskriftarverkefni Erlu
B. Skúladóttir, segir frá slíkum
tímamótum í lífi stúlkunnar
Kaju (Freydís Skúladóttir). Hún
er að breytast úr barni í stúlku,
hafi hún ekki áttað sig á því fær
Kaja fullvissuna þegar sund-
kennari kyssir hana fyrsta koss-
inn.
Kaja er Reykvíkingur, ein-
birni nýkomin á táningsárin.
Foreldrarnir eru afar uppteknir
af sjálfum sér og varpa um sinn
nýtilkominni ábyrgðinni sem
fylgir kynþroskaaldri dótt-
urinnar á sumarbúðir þjóðkirkj-
unnar. Kaja hefur ekki atkvæð-
isrétt í málinu og verður að
sætta sig við félagsskap sér
yngri telpna, víðs fjarri borg-
arlífinu. Þá kemur sundkenn-
arinn til sögunnar, stór og stæði-
legur strákur sem hún heldur
sig pínulítið skotin í – uns hann
leitar á hana. Þá myndast brest-
ir í hami bernskunnar, fram á
sviðið brýst ný og þroskaðri
Kaja sem tekur stjórnina.
Ákveður að hvorki réttur gaur
né réttur tími sé kominn fyrir
ástina.
Í framhaldinu heldur Kaja til
fjalla til að hugleiða stöðuna og
rétt eins og austurlenskur spek-
ingur kemur hún vísari til baka.
Kaja hefur uppgötvað sjálfa sig
og náð fyrstu sundtökunum í
lífsins ólgusjó. Erla kemur boð-
skapnum rakleitt til skila án
óþarfa málalenginga og af fag-
mannlegu öryggi. Velur leikhóp-
inn og tökustaðina af smekkvísi
(það kitlaði óneitanlega að þeir
eru mínar eigin bernskuslóðir
undir Jökli). Freydís fer óaðfinn-
anlega með stórt aðalhlutverkið
og það kemur sannarlega ekki á
óvart að Bjargvætturinn er í sig-
urför um heiminn. Hún er að-
standendum sínum til sóma.
Kaja nær
tökunum
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Íslensk stuttmynd. Leikstjóri: Erla
B. Skúladóttir. Handrit: Erla B.
Skúladóttir og Bradley Boyer. Kvik-
myndataka: Brian Rigney Hubbard.
Tónlist: Freyr Ólafsson, Alllen Won.
Aðalleikendur: Freydís Kristófers-
dóttir, Kristbjörg Kjeld, Kristjana Júl-
ía Þorsteinsdóttir, Ívar Örn Sverr-
isson, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug
María Bjarnardóttir o.fl. 28 mínútur.
Morning Moon Films. Ísland. 2004.
Bjargvættur (Savior) Sæbjörn Valdimarsson
ÍSLENSK reggítónlist á sér
ekki langa og glæsta sögu og
þeir eru sárafáir sem lagt
hafa fyrir sig þessa guð-
dómlegu tónlistarstefnu sem
upprunnin er í Karíbahafinu.
Engir sem maður rekur
minni til hefur heldur sér-
hæft sig í reggíinu, heldur
hafa menn fremur verið að
daðra við það, gripið til þess í tæki-
færisskyni. Jóhann G. Jóhannsson
kemur upp í hugann, Pálmi Gunnars
er annar en Utangarðsmenn og
Bubbi eiga
kannski eft-
irminnilegustu ís-
lensku reggílög
sem samin hafa
verið og voru
kannski einir um
að skapa eitthvað
sem greina mætti sem íslenskt reggí.
Með tilliti til þessarar rýru reggí-
hefðar hér á landi hlýtur fyrsta plata
hljómsveitarinnar Hjálma að teljast
mikill tónlistarviðburður því þar fer
íslenskt reggí, út í gegn. Engir út-
úrdúrar, ekkert grín, ekkert verið að
endurvinna annarra manna reggí,
eins og sveitir á borð við Reggea on
Ice stunduðu og áunnu sér skamm-
vinna frægð fyrir.
Segja mætti að Hjálmar eigi sér
rætur í Fálkum, þar sem þeir fóru
mikinn Guðm. Kristinn Jónsson og
Sigurður Guðmundsson, liðsmenn
Hjálma og upptökustjórar. Þeir tveir
hafa komið víða við hjá Geimsteini,
útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar,
og eiga þátt í að síðustu plötur
gamla Hljómabassans eru líklega
hans bestu.
Greina mátti á gæðagripnum Það
þarf fólk eins og þig þennan reggí-
áhuga tvíeykisins, m.a. í laginu frá-
bæra „Gott er að gefa“ og vonaði
maður satt að segja að þeir myndu
gera meira af slíku. Það sem meira
er þá njóta þeir fulltingis Þorsteins
nokkurs Einarssonar sem semur all-
nokkur laga plötunnar og gerir mjög
vel.
Lögin ellefu á þessari fínu frum-
raun eru öll hin ágætustu. Stemn-
ingin einlæg og hreinræktuð, svífandi
og vel reykmettuð, alveg eins og hún
á að vera. Hljómurinn alveg frábær
og grúvið líka að gera sig. Sparlegur
gítarleikurinn afar smekkvís, org-
elleikur Guðm. Kristins hreint af-
bragð og rödd Þorsteins alveg hreint
silkimjúk og fín, uppfull af sál og til-
finningu. Gott ef hann minnir ekki
einmitt á okkar besta sálarsöngvara,
Jóhann G. Jóhannsson, sem eins og
áður sagði daðraði við reggítilfinn-
inguna hér á 8. áratug síðustu aldar.
Textasmíðar langsóttar og svífandi
skýjum ofar – sem sagt vel við hæfi
hins reykneska reggís. Ánægjulegt
er að sjá þá félaga spreyta sig á
reggískum lagasmíðum. „Borgin“,
„Bréfið“, hið Bubba-lega „Mött er in
meyrasta“ og sér í lagi hið fallega
titillag eftir Þorstein virka best eins
og stendur, en önnur lög eiga svo
vafalaust eftir að koma sterk inn við
enn frekari hlustun. Þá er vel farið
með standarda Marleys og Trojan-
listamannsins Plutos Shervingtons.
Hjálmar hafa gefið út alvöru ís-
lenska reggíplötu, kannski þá fyrstu
sinnar tegundar. Ekki bara vegna
þess að takturinn er kenndur við
reggí heldur vegna þess að tilfinn-
ingin er einnig alveg ekta. Með
Hjálmum skal íslenskt reggí byggja.
Með Hjálmum skal ís-
lenskt reggí byggja
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Hjálma. Sveitina skipa Þorsteinn
Einarsson, Guðm. Kristinn Jóns-
son, Kristinn Snær Agnarsson,
Petter Winnberg, Sigurður Hall-
dór Guðmundsson. Lög: Þor-
steinn Einarsson, Guðm. Kristinn
Jónsson, Hjálmar, Yabbi You, Bob
Marley, Pluto Shervington, Sig-
urður Guðmundsson. Textar:
Hjálmar, Þorsteinn Einarsson,
Einar Georg Einarsson, Sigurður
Guðmundsson. Upptökur gerðar í
Geimsteini 2004. Upptökumenn
Sigurður Halldór Guðmundsson,
Guðm. Kristinn Jónsson. Útgef-
andi Geimsteinn.
Hjálmar – Hljóðlega af stað
Þorsteinn Einarsson og félagar í Hjálmum
hafa búið til alvöru reggíplötu.
Skarphéðinn Guðmundsson
AP
AP