Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i 14 ára. Sýnd kl. 10.40. B.i 16 ára.Sýnd kl. 6 .  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið Tom Hanks Catherine Zeta JonesTOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL DENZEL WASHINGTON Frábær ný mynd frá þeim sömu og framleiddu nóa albínóa í aðalhlutverkum eru Gary Lewis, Martin Compston og Guðrún Bjarnadóttir  H.I. Mbl.  Ó.Ó.H. DV Ó.H.T. Rás 2  SG Mbl  Before sunset AKUREYRI Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Ég heiti Alice og ég man allt KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. s t ri t J s Sýnd kl. 8 . B.i 16 ára. Fór beint á toppinn í USA Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. Vinafélag Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands heldur op-inn málfund í Iðnó í kvöld kl. 20 þar sem ætlunin er að ræða hlutverk hljómsveitarinnar í sam- tímanum. Leitað verður svara við spurningum sem vaknað hafa í umræðu um listræna stefnu hljómsveitarinnar á undanförnum vikum hér í Morgunblaðinu. Hvers konar tónlist á Sinfóníuhljóm- sveitin að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? Hvert á að vera vægi íslenskrar tón- listar? Á hljómsveitin að laga sig að óskum áheyrenda eða fylgja sinni eigin menningar- pólitík? Hvernig getur sinfónían best verið hljómsveit allra lands- manna? Og er henni gert kleift að sinna sínu lögboðna hlutverki? Að sögn Halldórs Haukssonar, stjórnarmanns í vinafélagi hljóm- sveitarinnar, er það tilgangur fundarins að halda áfram með þá umræðu sem farið hefur fram á síðum blaðsins. Hún hófst með greinum Bergþóru Jónsdóttur blaðamanns og Jónasar Sen tón- listargagnrýnanda 10. og 11. sept- ember þar sem verkefnaval hljóm- sveitarinnar var harðlega gagnrýnt. Í greinunum báðum var átalið að engin ný íslensk verk yrðu flutt í vetur af eigin hvöt hljómsveitarinnar, eins og það var orðað. Meginefni greinar Jónasar var hins vegar að sýna fram á að Sinfóníuhljómsveit Íslands legði fullmikla áherslu á léttmeti í dag- skrá sinni á kostnað hámenning- arlegri og einkum nýrri verka: „Þetta höfuðtónlistarvígi hámenn- ingar á Íslandi leggur æ meira upp úr því að hafa sígild, vinsæl verk sem flestir þekkja á efnis- skránni en að sama skapi verða íslenskar tónsmíðar, sérstaklega þær nýjustu, stöðugt fyrirferð- arminni.“    Jónas segir í grein sinni aðmörk há- og lágmenningar væru óðum að hverfa, stundum með afar frjóum og áhugaverðum afleiðingum en stundum með mið- ur góðum afleiðingum eins og í tilfelli Sinfóníunnar: „Hér virðast mörkin á milli lágmenningar og hámenningar ekki vera að eyðast; hámenningin er einfaldlega að hverfa í skuggann á lágmenning- unni,“ segir Jónas um verkefnaval hljómsveitarinnar. Leitað var viðbragða við þess- um skrifum. Þar tóku viðmæl- endur undir þau sjónarmið sem fram höfðu komið í greinunum. Athygli vakti að Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem á sæti í verk- efnavalsnefnd hljómsveitarinnar, sagðist telja að Sinfónían væri ef til vill að teygja sig of langt, „ekki bara frá lögboðnum markmiðum heldur einnig frá því sem ég tel að sé faglega eftirsóknarvert“. Sagði Steinunn Birna að hljóm- sveitin yrði að halda faglegri reisn. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands, benti á að minni flutningur hljómsveit- arinnar á íslenskum verkum hefði orðið til þess að færri og færri ís- lensk hljómsveitarverk yrðu til. Og Sigfríður Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar tón- verkamiðstöðvar, taldi að verk- efnaval Sínfóníunnar lýsti lítilli djörfung.    Í Lesbók 25. september birtistsíðan svargrein Þorkels Helga- sonar, formanns stjórnar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, en hann telur að gagnrýnin sé ekki studd sterkum rökum og byggð á full- yrðingum sem hver hefur eftir öðrum. Að mati Þorkels er það ekki stefnubreyting að fá íslensk verk séu á verkefnaskrá hljóm- sveitarinnar í vetur heldur til- viljun en hann bendir á að sjö til sextán íslensk verk hafi verið frumflutt árlega seinustu sex ár. Þorkell segir að sígild verk beri að flytja æ ofan í æ, þó ekki væri nema vegna þess að nýjar kyn- slóðir vaxa úr grasi. „Þannig er það á ábyrgð þessarar einu at- vinnuhljómsveitar landsins að ekkert ungmenni fari frá bernsku til fulls þroska án þess að eiga þess kost að heyra í lifandi flutn- ingi öndvegistónverk vestrænnar menningar eins og t.d. hetju- sinfóníu Beethovens.“ Forvitnilegt verður að sjá hvernig þessi umræða æxlast en augljóst er að ekki eru allir sam- mála um það hvað Sinfón- iuhljómsveitin er að gera, hvert hlutverk hennar sé eða hvert hún skuli stefna. Hvað á Sin- fónían að spila? ’Hvers konar tónlist áSinfóníuhljómsveitin að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? ‘ AF LISTUM Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is EKKI verður annað sagt en að árið hafi verið gott fyrir tónlistar- áhugamenn, ekki bara Pixies, Kraft- werk, Marc-André Hamelin og Lou Reed, heldur hélt Van Morrison frá- bæra tónleika í Laugardalshöll laug- ardagskvöld. Undanfarin ár hefur Morrison velt fyrir sér fortíðinni, leit- að í þá tónlist sem hann ólst upp við og draga fjórar síðustu plötur hans dám af því, Back on Top sprottin úr blús og hrynblús, The Skiffle Sess- ions hylling skiffle-tónlistarinnar, eins og nafnið bendir til, en skiffle er taktfastur blús, Down the Road hryn- blús, djass og kántrý og svo loks What’s Wrong With This Picture?, djassblúsplata af bestu gerð. What’s Wrong With This Picture? kom út á síðasta ári og tónleikar sem Morrison hefur haldið eftir það hafa eðlilega verið litaðir af þeirri gerð tónlistar. Það mátti og heyra á upp- hafslagi tónleikanna á laugardags- kvöld, sannkölluð stuðsveifla í lagi Leadbetters „Good Morning Blues“. Morrison blés í saxófón og söng vel studdur af framúrskarandi skemmti- legri hljómsveit. Það var reyndar gaman að heyra í Morrison spila á saxófóninn, því hann veldur honum vel, átti góða spretti og góða sóló- kafla, og líka var gaman að heyra hann spila á gítar, einfaldar línur með skemmtilega blúsuðum hljóm. Lögin sem hann tók á tónleikunum voru flest frá síðustu árum, sextán lög alls, spiluð á hundrað mínútum og ekkert stopp á milli laga; um leið og síðustu hljómar hljóðnuðu á einu lagi byrjaði annað. Á eiginlegri tónleika- dagskrá var elst lagið „Jackie Wilson Said (I’m in Heaven When You Smile)“ frá 1972, en svo voru þrjú lög af hvorri plötu, Down the Road og What’s Wrong With This Picture?, tvö af Into The Music, Days Like This, og How Long Has This Been Going On? Framan af var fjörið mikið, vel keyrt á frábærum blásurum, píanói / orgeli og skemmtilegu slagverki, en svo hægði hann aðeins á ferðinni með framúrskarandi flutningi á „Philos- ophers’ Stone“ af Back On Top, þar sem hann hverfur innávið, syngur um uppruna sinn og köllun. Síðan var snúið aftur í meiri djass- bræðing sem náði hápunkti í sveiflu- kenndri útsetningu, nánast galsa- kenndri, á „Have I Told You Lately“, mærðarlegur texti en fínt lag engu að síður. Þannig voru tónleikarnir kafla- Yfirvegað og temprað stuð TÓNLIST Laugardalshöll Van Morrison með hljómsveit. Tónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur. Haldið í Laug- ardalshöll sl. laugardag. Van Morrison  MINNINGARTÓNLEIKAR um tónlistarmanninn Fróða Finns- sonfóru fram í Iðnó á fimmtu- daginn. Vinir og kunningjar Fróða, sem margir eru starf- andi tónlistarmenn í dag, heiðr- uðu minningu hans með því að leika á tónleikunum. Fróði lést árið 1994, þá að- eins nítján ára að aldri, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann var einkar umsvifamikill í íslensku tónlistarlífi á meðan hann lifði og hafði mikil áhrif á samferðamenn sína.  Einar Örn, Gísli Galdur, Bibbi Curver og sonur Ein- ars, Hrafnkell. Morgunblaðið/Golli  Hljómsveitin Drep steig á svið í Iðnó ásamt fjöl- mörgum öðrum listamönnum. Minningartónleikar um Fróða Finnsson  Fjölmargir lögðu leið sína í Iðnó á fimmtudagskvöldið til þess að hlýða á tónleikana og minnast Fróða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.