Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 6

Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óvinir allt um kring Vítahringur fjallar um þræla, kappa, bardaga, galdra og strák sem reynir að lifa eðlilegu lífi - en það reynist ekki auðvelt. Ný frábær saga frá verðlaunahöfundinum Kristínu Steinsdóttur Ljósmynd/Kristján Þór Kristjánsson ÖSKUNNI rigndi úr gosmekkinum næst Grímsvötnum þegar þessi mynd var tekin laust eftir hádegið í gær. Í gær fór að gæta öskufalls í byggð norðan Vatnajökuls. Voru skepnur teknar á hús í Möðrudal á Fjöllum og eins varð vart öskufalls á Grímsstöðum á Fjöllum um kvöldmatarleytið. Gosið í Grímsvötnum er mikið sjónarspil GOSIÐ í Grímsvötnum hefur mikil áhrif á flugumferð, bæði innan- lands- og alþjóðaflug. Flugmála- stjórn ákvað í gær að loka 311 þús- und ferkílómetra svæði norðaustur af Grímsvötnum fyrir alþjóðaflugið. Að sögn Heimis Más Pétursson- ar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar, varð að beina tíu vélum í alþjóðaflugi suður fyrir landið í gær. Að öðru leyti gekk flugumferðin vel og bárust skilaboð frá einstaka flug- stjórum sem sáu gosmökkinn yfir Íslandi. Ein ferð til Egilsstaða Í innanlandsflugi lagði Flugfélag Íslands niður flug til Egilsstaða í gærmorgun. Farin var ein ferð með Gosið hefur mikil áhrif á flugumferð        ! "# $ $% $ &'' %( farþega á austurleið til Akureyrar og þeim ekið þaðan í rútu til Egils- staða. Um líkt leyti var ákveðið að heimila flug austur, með því að fara lengri leið suður fyrir Vatnajökul til að forðast hættu á að lenda í ösku- falli frá Grímsvötnum. Urðu far- þegar í þeirri ferð á undan þeim sem komu akandi frá Akureyri. Síð- degis í gær var flugleiðinni til Eg- ilsstaða lokað á ný og farþegum boðið að fljúga til Akureyrar og landleiðina þaðan austur. Af fimm áætluðum flugferðum Flugfélags Íslands til Egilsstaða í gær náðist því aðeins að fara í eina. Vegna gossins lá flug niðri í allan gærdag frá Akureyri til Þórshafnar og Vopnafjarðar. SIGMUNDUR Sæmundsson fór við þriðja mann á jeppa upp að gosstöðvunum í Grímsvötnum og varð vitni að því þegar gossprungan færði sig til vesturs um miðjan dag í gær. Urðu þeir að forða sér í skyndi er sprungurnar opnuðust og heyrðu þeir hnullunga falla niður allt í kringum sig. „Þetta virkaði eins og skrímsli sem át sig upp brekkuna. Hreint ótrúleg upplifun,“ sagði Sigmundur við Morgunblaðið í gær- kvöldi, er hann var á hægfara heimleið niður sprung- inn og blautan Tungnaárjökul. Hann sagði eldgíginn vera á sömu slóðum og fé- lagar hans slógu upp tjaldbúðum á fyrir réttum fjór- um mánuðum. Af þeim sökum hefði aðkoman verið mun ógnvænlegri. Í gær voru þremenningarnir komnir að gosstöðvunum um tvöleytið. Sigmundur sagði lítið hafa verið að sjá fyrsta klukkutímann ann- að en hvítan strók með gufusprengingum. Síðan hefðu sést brúnir og svartir strókar og kögglar þeyst út um allt með tilheyrandi eldingum og spreng- ingum. „Þetta jókst stig af stigi en síðan kom önnur pása í hálftíma eða svo. Síðan breyttist gosið til muna, færðist til vesturs frá vestara horni Grímsvatna og klifraði í raun upp brekkuna frá vötnunum og í átt að okkur. Félagi minn var úti að pissa og það var bara „inn með vininn“ og við spóluðum í burtu,“ sagði Sig- mundur og viðurkenndi að hafa verið orðinn skelk- aður á þessum tímapunkti. Mest hefði hann verið hræddur um að fá hnullung ofan á bílinn. Eftir á að hyggja hefðu þeir sýnt gáleysi með því að fara þetta nærri gígnum. Aðstæður hefðu í fyrstu verið svo sak- leysislegar að þeir hefðu ekki talið sig vera í hættu. Jeppamenn horfðu á sprungurnar opnast í Grímsvötnum „Eins og skrímsli sem át sig upp brekkuna“ Forðuðu sér í skyndi á meðan hnullungar komu niður allt í kring YFIRDÝRALÆKNIR hvetur búfjáreigendur til að fylgjast með fréttum af gosinu í Grímsvötnum og veðurspám. Hann segir að þeir verði að vera viðbúnir því að hýsa dýr- in, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Ráðleggingunum er sérstak- lega beint til bænda á Norð- austurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi enda er nú tal- ið líklegast að aska falli til jarðar þar, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis. Bændur annars staðar á land- inu verði þó að hafa varann á sér enda geti askan farið miklu víðar. Í þessu sambandi sé fín aska enn varasamari en hin grófari þar sem hún ber jafn- an með sér meiri flúor. Bænd- ur alls staðar á landinu verði því að vera því viðbúnir að þurfa að hýsa dýrin. Halldór hvetur bændur til að setja út hvítar skálar til að þeir geti fylgst með því hvort aska falli til jarðar á þeirra jörðum. Algengt er að bændur eigi ekki hús fyrir öll hross sem þeir hafa á beit. Halldór segir mikilvægt að þar sem aska falli haldi bændur hrossunum í hólfum þar sem þau fá bæði hreint vatn og ómengað fóður en geti hvorki verið á beit né drukkið vatn úr pollum. Nánari upplýsingar um áhrif eldgosa á búfé er að finna á vefsíðu yfirdýralæknis. Bændur fylgist vel með öskufalli MIKIÐ öskufall var við Möðrudal á Fjöllum í gærkvöld en ábúend- um tókst að bjarga fé sínu á hús áður en snjór varð svartur af ösku. Um 220 fjár eru á bænum og 15–20 hestar og tókst að koma skepnunum inn um miðjan dag. Að sögn Önnu Birnu Snæþórs- dóttur á Möðrudal varði heim- ilisfólkið deginum í að bjarga skepnunum en geiturnar voru enn úti þegar komið var myrkur og sagði Anna að ekki þýddi annað en að fara út að leita að þeim í gærkvöldi. Sonur hennar sem ók um Háreksstaðaleið sagði þá ösku hafa fokið yfir veginn. Á Grímsstöðum á Fjöllum byrj- aði öskufall um sjöleytið í gær- kvöldi og var fé sett á hús. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í gærkvöldi virðist sem askan hafi tekið stefnuna ör- lítið vestar þar sem fregnir bárust af öskufalli á Vopnafirði og Þórs- höfn. Ekki höfðu borist spurnir af ösku í Mývatni, á Laugum og í Eyjafirði. Veðurstofan bað fólk ekki að hika að tilkynna öskufall. Svartur snjór af ösku  )*(  ! $ # +*      , $ -*% -.  ! /        0#"%.  1 '%* 2 "*%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.