Morgunblaðið - 03.11.2004, Síða 7

Morgunblaðið - 03.11.2004, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 7 FRÉTTIR Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Veislu- bakkar Fyrir 10-2000 manns ÁNÆGJA með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra er mest af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt Þjóð- arpúlsi Gallup, en rúmlega 51% þjóð- arinnar er ánægt með störf hennar. Ánægja með störf tíu ráðherra hefur minnkað frá síðustu könnun sem gerð var í apríl, þ.á m. hjá mennta- málaráðherra, en ánægja með störf Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra hefur aukist; um tæp sex pró- sentustig og er tæpt 51% ánægt með störf hans. Sem fyrr er minnst ánægja með störf Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra og hefur þeim sem ánægðir eru með störf hans fækkað úr 22% í 20,2% frá síð- ustu könnun. Tæp 46% eru ánægð með störf Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- og iðnaðarráðherra, 44% eru ánægð með störf Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra, 38,5% eru ánægð með störf Árna Magnússonar félags- málaráðherra en lestina rekur af ráðherrum Framsóknar, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 32% eru ánægð með störf hans nú borið saman við 44% í síðustu könnun. 44,5% ánægð með störf Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, 42,5% eru ánægð með störf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kemur ný inn á listann og sögðust 32,5% ánægð með hennar störf en til samanburðar voru 45% ánægð með störf fráfarandi umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, í apríl sl. Ánægja með störf Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra mælist 26% og 21,2% eru ánægð með störf Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. Menntamálaráðherra vinsælasti ráðherrann STUÐNINGUR við ríkisstjórnina hefur minnkað um þrjú prósentustig samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem gerður var í október miðað við sam- svarandi könnun í september. 49% kváðust styðja ríkisstjórnina borið saman við 52% mánuðinn á undan. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 32% nú og hækkar um 2 prósentu- stig frá því í september, fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mælist lítið eitt hærra frá síðustu könnun, eða 18% en fylgi Frjálslynda flokksins mælist sama og í síðustu könnun, 4%. 34% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið væri til kosninga nú og 12% Fram- sóknarflokkinn. Rúm 18% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 6% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að leggja niður emb- ætti forseta Íslands. 78% eru því andvíg en 18% hlynnt. Um 4% kváð- ust hvorki hlynnt né andvíg. Fleiri karlar en konur eru hlynntir því að leggja niður embætti forseta, 20% á móti 15% kvenna sem þátt tóku í könnuninni. Þriðjungur stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins er hlynntur því að leggja niður embætti forseta en aðeins 11–12% stuðnings- manna annarra flokka. Þjóðarpúls Gallup Minni stuðningur við ríkisstjórnina „ÞAÐ sem er svo mikilvægt að menn átti sig á er að það eru til svo margar ólíkar tegundir til af rannsóknum. Að slá allri rannsóknarstarfsemi eða vísindastarfsemi í einn pott er eig- inlega ekki hægt, því sum rannsókn- arstarfsemi er miklu dýrari en önn- ur,“ segir Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, eftir pallborðsumræð- ur á málþingi í HÍ á mánudag, en þar var rædd opinber háskólastefna á Ís- landi. Páll segir það hafa komið fram á málþinginu að menn virðist ekki hafa sama skilning á málefnum háskól- anna. „Margir hér virðast ekki hafa áttað sig á því hvað við erum að tala um fjölbreytta og ólíka starfsemi sem verið er að stunda í háskólum. Það er eins og menn tali alltaf eins og allir háskólar séu af sama tagi. Það bara má ekki,“ segir Páll. Hann segir megináherslur á mál- þinginu hafa verið fjórar. Komast yrði til botns hvað varði fjármögnun háskólanna, fara verði yfir háskóla- lögin, skoða verði stjórnarfyrir- komulag skólanna og skoða verði þau fræðasvið sem Ísland ætli sér að skara fram úr á alþjóðasviði. Á málþinginu veltu háskólakenn- arar, deildarforsetar og fleiri upp ýmsum spurningum m.a. um hlut- verk rannsóknarsjóða og hvernig skipta bæri fjármagninu úr þeim á sem réttlátastan máta. Deilt var á reikniaðferðir á bak við fjárveitingar til stofnana. Steingrímur Sigurgeirs- son, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, sem sat fyrir svörum, varði þær og sagði að þar lægi að baki flókinn útreikningur þar sem tekið væri tillit til margvíslegra þátta. Ólafur Þ. Harðarson, deildarfor- seti félagsvísindadeildar HÍ, sagðist vilja skýrari leikreglur um rann- sóknasjóði og framlög til stofnana, sem hann vildi árangurstengja. Flestir rektoranna voru sammála að auka mætti samstarf skólanna, s.s. varðandi rekstur bókasafna. Erfitt að bera saman starfsemi háskólanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.