Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR H rin gb ro t Þá geta nú mótmælendur fjölmiðlalaga haldið áfram að gleðjast. Norðurlöndin eruþað svæði í heim-inum þar sem lífsgæði eru einna mest. Löndin, sem lengi hafa haft með sér náið sam- starf, eru um margt lík en því fer fjarri að þau séu eins. Um það má fræðast í norrænu tölfræðihand- bókinni sem nýlega kom út. Samkvæmt Kyoto-bók- uninni ber Vesturlöndum að draga úr losun gróður- húsalofttegunda, þannig að losunin verði 5% minni á árunum 2008–2012 en hún var árið 1990. Á tíma- bilinu 1990–1998 juku Norður- löndin hins vegar losun gróður- húsalofttegunda um 8%. Frá 1998 hafa Danir, Svíar og Finnar dreg- ið úr losun. Losunin á mann er samkvæmt tölum frá árinu 2000 mest í Finnlandi, en þar á eftir koma Danmörk, Noregur, Ísland og Svíþjóð. Á Norðurlöndunum búa um 24,6 milljónir manna og hefur mannfjöldinn u.þ.b. tvöfaldast á síðustu 100 árum. Frá 1990 hefur mannfjölgun verið mest á Íslandi 13%, en næstmest í Noregi 7,5%. Í Færeyjum fækkaði fólki mikið um miðjan síðasta áratug, en nú búa þar örlítið fleiri en árið 1990. Íslenskir karlar geta vænst þess að verða allra karla elstir á Norðurlöndum eða 79 ára. Konur á Álandseyjum eru hins vegar á toppnum, en þær verða að með- altali 84 ára gamlar. Íslenskar konur verða að meðaltali 82 ára. Meðalaldur er lægstur á Græn- landi (69 ára fyrir konur og 64 ára fyrir karla) en þar á eftir koma Danir (75 ára fyrir karla og tæp- lega 80 ára fyrir konur). Fóstureyðingar mjög algengar á Grænlandi Grænland er algjörlega sér á báti þegar kemur að fóstureyð- ingum. Þar eru 873 fóstureyðing- ar af hverjum 1.000 fæddum börnum. Til samanburðar eru þær 68 í Færeyjum. Næsta á eftir Færeyingum koma Finnar og Ís- lendingar eru með 229 fóstureyð- ingar af 1.000 fæddum börnum. Frá 1990 hefur fóstureyðingum fjölgað á Íslandi, en fækkað í Danmörku og Svíþjóð. Á Íslandi, Noregi og Svíþjóð eru fóstureyð- ingar tiltölulega algengar meðal ungra kvenna. Hvergi á Norðurlöndunum eru einstæðir foreldrar hlutfallslega eins margir og á Íslandi, en af fjölskyldum með barn á framfæri eru 26% einstæðar. Í Danmörku er þetta hlutfall 19%. Hlutfall skilnaða er hins vegar hvergi jafnhátt og í Danmörku. Á Íslandi er þetta hlutfall hins vegar lægst ef miðað er við tölur frá árinu 2003. Af norrænu ríkjunum eru sjálfsvíg fæst í Noregi og á Ís- landi. Algengust eru sjálfsvíg í Finnlandi þar sem þau eru helm- ingi algengari en í Noregi. Ísland sker sig hins vegar úr að því leyti að hvergi á Norðurlöndunum eru sjálfsvíg meðal karla 19 ára og yngri eins algeng. Hlutfallið er 13,6% á Íslandi meðal þessa ald- urshóps meðan það er 4,4% í Dan- mörku. Hlutfallið er einnig hæst á Íslandi þegar karlmenn á aldrin- um 20–24 ára eru skoðaðir. Krabbamein er algengast í Danmörku, en Danir reykja einn- ig mest Norðurlandanna. Hvergi á Norðurlöndunum eru jafnmarg- ir læknar og tannlæknar og á Ís- landi. Á Íslandi eru 357 læknar á hverja 100 þúsund íbúa, en í Dan- mörku er þetta hlutfall 292 og 342 í Noregi. 4,1% vinnandi Svía er veikt dag hvern Íslendingar virðast hins vegar vera almennt nokkuð heilsu- hraustir borið saman við ná- granna sína því að veikindadagar frá vinnu eru fæstir hér á landi. Að meðaltali eru 1,2% vinnuafls- ins frá vinnu vegna veikinda á Ís- landi, en þetta hlutfall er 4% í Noregi og 4,1% í Svíþjóð. Veik- indadögum hefur verið að fækka hér á landi síðustu ár. Árið 1995 var 1,7% vinnuaflsins á Íslandi frá vinnu vegna veikinda en 1,2 árið 2002. Í Svíþjóð voru 2,7% vinnu- aflsins veik árið 1995 en 4,1% árið 2002. Í öllum löndunum eru veik- indadagar kvenna fleiri en meðal karla. Grænlendingar drekka mest og Danir reykja mest Grænlendingar drekka mest allra Norðurlandanna. Þar er sal- an 12,3 alkahóllítrar á mann. Næst á eftir koma Danir með 11,3 lítra. Minnst er drykkjan í Noregi 5,9 lítra, Álandseyjum 6,4 lítrar og Íslandi 6,5 lítrar. Áfengis- drykkja á Íslandi hefur aukist ár frá ári frá árinu 1993 þegar hún nam 4,5 áfengislítrum á mann. Drykkjan er að aukast í öllum löndunum, nema á Grænlandi. Það hefur hins vegar dregið úr reykingum á Norðurlöndunum. Árið 2002 reyktu um 21% íslensku þjóðarinnar, en hlutfallið var 32% árið 1995. Danir reykja mest, en þar reykja 31% karla og 27% kvenna. Fæstir reykja í Svíþjóð, en þar reykja 16% karla og 19% kvenna. Fréttaskýring | Norrænar hagtölur sýna að Norðurlöndin eru ekki eins Svíar verða oft veikir Færeyingar eru álíka margir í dag og árið 1990, en Íslendingum fjölgar mest Danir reykja mest allra Norðurlandabúa. Sjálfsvíg meðal ungra karl- manna algengust á Íslandi  Þó að sjálfsvíg séu ekki mjög tíð á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin skera Íslending- ingar sig úr hvað varðar sjálfsvíg meðal ungra karlmanna. Hlut- fallið er hæst á Íslandi meðal karlmanna sem eru yngri en 25 ára. Þetta má meðal annars lesa út úr nýrri tölfræðihandbók fyrir Norðurlöndin. Þar kemur líka fram að Grænland sker sig alger- leg úr þegar kemur að fjölda fóstureyðinga. egol@mbl.is ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins býðst nú að sjá blað dagsins í tölvunni sinni, án viðbótargjalds. Til að virkja aðgang að efni blaðsins verður áskrif- andi að skrá sig á mbl.is og fá lykilorð sent í tölvupósti. Þjónustan gildir fyr- ir fólk þá daga sem það er áskrif- endur. Þannig fá helgaráskrifendur aðgang að Morgunblaðinu á Netinu um helgar, en þeir sem taka fulla áskrift fá óheftan aðgang, o.s.frv. Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, og Ingvar Hjálm- arsson, netstjóri mbl.is, segja þessa nýjung vera lið í aukinni þjónustu við áskrifendur blaðsins. „Við höfum hingað til getað boðið lesendum að sjá hluta af blaðinu í pdf- formi og fólk sem hefur verið búsett erlendis hefur jafnvel verið áskrif- endur að blaðinu á stafrænu formi. Nú ákváðum við að steypa þessu saman þannig að ef þú ert með blaðið í áskrift þá hefurðu líka þennan að- gang í tölvunni,“ segir Örn. Að sögn Ingvars er hægt að velja um að skoða blað dagsins í síðuformi en einnig verður áfram hægt að skoða það í svonefndri textaútgáfu sem boð- ið hefur verið upp á í nokkurn tíma. Hægt er að skoða blöð á pdf-sniði viku aftur í tímann en eldri blöð eru aðgengileg á Gagnasafni Morgun- blaðsins. Örn segir að aðgangur að Morg- unblaðinu á Netinu geti skipt sköpum fyrir einstaka landshluta, einkum þar sem samgöngur eru erfiðar. „Fólk fær blaðið fyrr á morgnana með því að fara á Netið. Í sumum tilfellum úti á landsbyggðinni, þar sem við þurfum að nota póstsamgöngur, gefst fólki nú tækifæri á að sjá blaðið um leið og það kemur út,“ segir Örn. Þegar áskrifandinn hefur skráð sig á mbl.is og fengið lykilorð sent og virkjað þjónustuna birtast honum einstök blöð og aukablöð Morg- unblaðsins aðskilin hvert frá öðru, sem auðveldar lestur og leit að til- teknu efni. Á sama tíma og þessi nýja þjónusta er tekin í gagnið fyrir áskrif- endur verður efni úr Morgunblaðinu sem birtist á mbl.is auðkennt með textatengli þannig að aðeins áskrif- endur hafa aðgang að því efni. Að sögn Ingvars verður allt annað efni á mbl.is sem fyrr öllum opið og hér sé því ekki um grundvallarbreytingu að ræða á þjónustu vefjarins við les- endur sína. Morgunblaðið á Netinu án viðbótargjalds HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt mann á fimmtugsaldri til að greiða 55 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og til sex mánaða skil- orðsbundinnar fangelsisvistar, fyr- ir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna hans á árunum 2002 og 2003, samtals að upphæð rúmlega 27 milljónir. Annars vegar er um að ræða brot framin í eigin rekstri hins ákærða, upp á rúmlega 12,9 milljónir 2002, og hins vegar í rekstri tveggja fyr- irtækja hans, upp á tæplega 14,5 milljónir 2003. Maðurinn játaði brot sín og var samvinnufús við rann- sókn málsins. Málið dæmdi Ásgeir Magnússon hrl. Sekt fyrir að skila ekki sköttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.