Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 11

Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR GUÐMUNDUR Kristjánsson, forstjóri Brims, segir það afar jákvætt fyrir sjávar- útveginn í heild sinni að samningar hafi loks tekist á milli sjómanna og útvegs- manna. Brim og þar með útgerð Sólbaks EA, sem gerði sérstakan samnning við skipverja sem kunnugt er orðið, muni skoða sína stöðu í ljósi þessara aðstæðna og fara vel yfir samninginn. Segist Guð- mundur ekki sjá betur en að í samningi sjómanna sé kominn vísir að fyrirtækja- samningi. „Þarna er tekið á öllum þeim málum sem við vorum að tala um,“ segir Guð- mundur og nefnir t.d. hafnarfrí, mönn- unarmál og sveigjanleika á að breyta skiptaprósentu eftir útgerð og aðstæðum hverju sinni. Það sé í raun stærsta fram- farasporið í samningnum. Um nútímalegri samning sé að ræða og slakað sé á þeirri miðstýringu sem verið hafi. „Menn eru greinilega orðnir jákvæðari og opnari fyrir því að þú getur ekki steypt allt í sama form. Mér finnst það vera mesta breytingin í þessum samningi,“ seg- ir Guðmundur og rifjar upp að sökum þess hve seint og illa hafi gengið í viðræðum sjómanna og útvegsmanna hafi Brim ákveðið að gera samninginn við Sólbak. Vantað hafi upp á að tekið væri á grund- vallaratriðum, sem nú sé gert í samningi sjómanna. Telur Guðmundur að kennarar geti jafnvel litið til þessa samnings sem fyrirmyndar. „Eitthvað stórkostlegt er nú að kerfinu þar. Fólk í þjóðfélaginu hlýtur að spyrja sig hvort þar sé verið að beita réttu aðferðunum,“ segir Guðmundur. Samningur Útgerðarfélagsins Sólbaks, sem Brim stofnaði sérstaklega, við skip- verja Sólbaks EA er nú til meðferðar hjá Félagsdómi eftir að Vélstjórafélagið og Sjómannasambandið kærðu hann þangað. Vélstjórafélagið taldi að um málamynda- gjörning væri að ræða, sem stæðist ekki lög, og Sjómannasambandið taldi samning- inn ekki standast kröfur um lágmarkskjör. Forstjóri Brims um samning sjómanna og útvegsmanna „Tekið á öllu sem við vorum að tala um“ SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendi- herra afhenti 28. október sl. í Abuja, Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Níg- eríu með aðsetur í London. Viðstaddur athöfnina var utanríkisráðherra Nígeríu, Oluyemi Adeniji , sem sendiherrann átti sérstakan fund með til að fylgja eftir framboði Íslands til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna tímabilið 2009–2010. Nígería er eitt stærsta ríki Afríku með um 120 milljónir íbúa og hefur veruleg stjórnmálaáhrif meðal Afríkuríkja. Obas- anjo forseti er nú sem stendur formaður Einingasamtaka Afríkuríkja og gegnir Nígería lykilhlutverki í friðargæsluverk- efnum í Afríku. Sverrir Haukur Gunnlaugsson er áttundi sendiherra Íslands gagnvart Nígeríu, en löndin skiptust fyrst á sendiherrum árið 1971 þegar Guðmundur Í. Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var skip- aður sendiherra þar. Nígería er langstærsti kaupandi þurrk- aðra sjávarafurða frá Íslandi og nam sá útflutningur tæplega 16 þúsund tonnum árið 2003 að verðmæti um 3 milljarðar króna. Afhenti trúnaðarbréf ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, telur að Reykja- víkurborg eigi að skoða það mjög alvarlega hvort höfða eigi skaða- bótamál á hendur olíufélögunum. Í fyrsta lagi þurfi að kanna hvert tjón borgarinnar hafi verið í við- skiptum við olíufélögin og hvern- ig eigi að sækja málið. „Ég held að allir séu almennt þessarar skoðunar, að borgin verði að sækja sinn rétt,“ segir Árni. Aðspurður hvenær af því verði segir Árni Þór að það verði skoð- að í framhaldinu. Málið hlaupi ekkert frá stjórnendum Reykja- víkurborgar. „Ég tel að við eig- um bara að ræða þetta á næst- unni í rólegheitum og hvaða aðferðir er best að viðhafa við það.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins spurðu í borgarráði 22. júlí í fyrra hvort hugsanlegt væri að borgaryfirvöld myndu óska eftir lögreglurannsókn ef niður- staða Samkeppnisstofnunar yrði sú að olíufélögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð um tilboð í innkaup Reykjavíkurborgar. Í svari borgarfulltrúa R-listans sagði: „Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til hugsanlegra skaðabóta og mun gæta hags- muna sinna í hvívetna, komi í ljós að stofnanir og/eða fyrirtæki borgarinnar hafi verið hlunnfarin í viðskiptum við olíufélögin.“ Samráð upplýst Í skýrslu samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna segir að bæði Geir Magnússon, þáverandi forstjóri Olíufélagsins, og Þórólfur Árnason, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs, hafi lýst því yfir að náðst hafi samkomulag milli olíufélaganna þriggja um samvinnu vegna út- boðs Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar og fram- legðarskiptingu eftir það. son, borgarstjóri í Reykjavík, ekki hafa blekkt Reykjavíkur- borg í útboðinu 1996. Taldi hann tölvuskeyti síður en svo sanna að hann hefði átt aðild að samráði olíufélaganna. Þau sýndu „þvert á móti að mér var í mun að nýta öll tækifæri sem gáfust til sam- keppnisaðgerða“. Jafnframt kom fram að Þórólfur hefði í svari til sjálfstæðismanna í borgarstjórn sagt að hann hefði ekki vitað um meint ólögmætt samráð olíufé- laganna í útboði Reykjavíkur- borgar. Árnasonar til forstjóra Olíufé- lagsins. Þar sagði Þórólfur: „Eft- ir þreifingar Skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmál- um bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar geta rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristin Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé.“ Sagðist ekki vita af samráði Í viðtali við Morgunblaðið 30. júlí 2003 sagðist Þórólfur Árna- Í útboði Reykjavíkurborgar var óskað eftir tilboðum í sölu á gasolíu, 95 oktana bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Frestur til að skila inn tilboðum var til 3. ágúst 1996. Í skýrslu samkeppnisráðs segir ljóst að viðræður áttu sér stað að frumkvæði Skeljungs milli olíufé- laganna í júní 1996 eftir að um- rædd útboð voru auglýst. Þetta megi sjá af tölvupósti Þórólfs Forseti borgarstjórnar um viðskiptin við olíufélögin Reykjavíkurborg verð- ur að sækja sinn rétt Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þórólfur Árnason borgarstjóri ræðir við fréttamenn eftir fund með borgarfulltrúum R-listans. BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær að setja á lagg- irnar starfshóp sem hefði það markmið að kanna hvort og hve- nær yrði hægt að flytja olíu- geyma og starfsemi þeim tengda frá Örfirisey. Á starfshópurinn að skila af sér greinargerð um málið á vormánuðum. Guðlaugur Þór Þórðarson flutti tillöguna fyrir hönd borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi R-listans, lýsti sig fylgjandi til- segir ekki æskilegt að bílar fullir af eldsneyti keyri í gegnum borg- ina í þeim mæli sem nú er. Svæðið sé nú þegar í útjaðri miðborgar- innar en eftir að Mýrargötusvæð- ið verði hluti miðborgarinnar færist Örfirisey enn nær. Verð- mæti þessa svæðis muni aukast mjög í náinni framtíð. Einnig kemur fram að allar hugmyndir að breytingum verði að vinna í góðu samstarfi við þá aðila sem hafa fjárfest á svæðinu og er þá átt við olíufélögin og Reykjavíkurhöfn. lögunni en vildi fjölga í nefndinni um þrjá, sem var samþykkt. Auk þriggja borgarfulltrúa munu tveir fulltrúar tilnefndir af skipu- lags- og bygginganefnd og einn af hafnarstjórn sitja í starfshópn- um. Margrét Sverrisdóttir, vara- borgarfulltrúi F-listans, greiddi tillögunni einnig atkvæði en var- aði við aukinni áhættu sem hlytist af lengri akstursleiðum olíuflutn- ingabíla. Það þyrfti eftir sem áð- ur að flytja mikið magn af olíu á hafnarsvæðið. Í greinargerð með tillögunni Morgunblaðið/Júlíus Kanna flutning olíu- geyma frá Örfirisey VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn, óskaði eftir umræðum um stöðu borgarstjóra eftir framkomna skýrslu samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna í upphafi fund- ar borgarstjórnar í gær. Taldi hann fulla ástæðu til að ræða hvernig þetta mál horfði við fulltrúum R-list- ans. Það væri ekki deilt um að ólög- legt samráð hefði verið viðhaft í út- boði Reykjavíkurborgar. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi R-listans, lýsti yfir miklum vonbrigðum með að Vilhjálmur tæki þetta mál upp í borgarstjórn. Um- ræðan líktist galdraofsóknum og menn ættu að hafa lært af Guðmund- ar- og Geirfinnsmálinu og Hafskips- málinu á sínum tíma. Ótímabært væri að velta þessum málum fyrir sér með þessum hætti. Vilhjálmur sagði viðbrögð Alfreðs með ólíkindum og Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sagði þau furðuleg í ljósi þess að R-listinn gæfi sig út fyrir að vera opið og lýðræðislegt afl sem vildi ræða hlutina fyrir opnum tjöld- um. Þess í stað forðuðust borgar- fulltrúar umræðuna. Átti von á afsögn Þórólfs Margrét Sverrisdóttir, varaborg- arfulltrúi F-listans, sagði sjálfsagt að fá skýr svör. Málið væri alvarlega en sýndist í fyrstu og hún hefði talið víst að Þórólfur myndi segja af sér. Honum væri ekki annað stætt. Forðuðust umræðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.