Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KERFI Veðurstofunnar sem mælir jarðskjálfta kom að gífurlega miklu gagni í aðdraganda Grímsvatnagoss- ins en á grundvelli þeirra mælinga var hægt að spá fyrir um gosið með töluverðri ná kvæmni, sem og um hlaupið sem byrjaði fyrir helgi. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir mælikerfið þannig útbúið að unnt sé að tengja við það viðvörunarútbúnað sem nýtist vel t.d. þegar gos er í aðsigi. Starfsfólk veðurspárdeildar Veðurstofunnar fær viðvaranir frá mælunum og kall- ar út jarðskjálftafræðinga, en þann- ig var einmitt framvindan á mánu- dagskvöld þegar óróinn hófst í Grímsvötnum. Um klukkan 18 komu viðvaranir- um jarðskjálfta inn á mæla Veður- stofunnar. Jarðskjálftafræðingur á vakt athugaði mælana þótt ekki væri um að ræða mjög skýra vísbendingu um það sem í vændum var. En kl. 20 komu sterkar og þéttar skjálfta- hringur fram á mælum. „Þá vorum við alveg viss um að það væri að brjótast út gos þótt við gerðum okk- ur ekki grein fyrir því hvort það væri byrjað undir ís eða væri orðið opið gos,“ segir Ragnar. Þá var strax haft samband við al- mannavarnir og aðra helstu aðila og klukkan 22 var orðið ljóst að um opið gos var að ræða. Ragnar segir að skjálftamæla- kerfið segi nánast samstundis til um upptök skjálfta og á grundvelli þeirra upplýsinga sé hægt að ákvarða staðsetningu gosrása og meta aðdragandann. Einn mælir er á Grímsfjalli auk- margra annarra staða á landinu. Því voru jarðskjálftafræðingar í góðri aðstöðu til að fylgjast með aðdrag- andandanum. „En við rekum einnig kerfi sírit- andi GPS-mælinga. Þessir mælingar og aðrar GPS-mælingar hafa á síð- ustu mánuðum og árum sýnt að Grímsfjall og svæðið í kring hefur verið að belgja sig út og á þeim for- sendum og vegna aukinnar jarð- skjálftavirkni um langt skeið álykt- uðu menn að líkur á gosi væru að aukast. Við sáum líka fyrir Skeiðar- árhlaupið, sem hófst fyrir helgi með jarðskjálftamælingunum. Vísindamenn voru almennt á því að ef Skeiðarárhlaup hæfist yrði þunganum létt svo mjög af Gríms- vatnaeldstöðinni, að væri líklegt að gos mundi hefjast, eins og raunin varð. Þetta jarðskjálftamælikerfi sem er uppistaðan í eftirlitskerfi Veður- stofunnar hefur reynst alveg ótrú- lega vel og ekki síður viðvörunar- kerfið sem tengt er við kerfið. En GPS-mælingarnar hafa líka verið af- ar þýðingarmiklar til að meta gos- líkur með löngum fyrirvara.“ Skjálftamælingarnar gerðu ótrúlegt gagn SVO mikið hafði vaxið í Núps- vötnum í gærmorgun að algjörlega ófært var orðið að loftpressu sem brúarflokkur Vegagerðarinnar hafði skilið eftir á sandaurum und- ir brúnni kvöldið áður. Því var ekki annað hægt en að hífa press- una upp á brúna og gekk það vel, að sögn Kristjáns Þórðarsonar að- stoðarverkstjóra. Brúarflokkurinn hefur frá því á mánudag í liðinni viku unnið að viðgerðum á brúnni en brúargólf hennar skemmdist mikið í fárviðri sem gekk þar yfir. Kristján segir að það hafi verið hálfgerður aula- skapur að skilja pressuna eftir þegar vinnu lauk á mánudags- kvöld. Aurarnir undir brúnni hefðu þó átt að vera öruggur staður ef ekki hefði vaxið í ánni. Þegar brúarflokkurinn kom á staðinn um klukkan 7.30 í gær- morgun var kominn djúpur áll austast undir brúnni, þar sem dag- inn áður hafði verið þurrt, og gjör- samlega ófært að aka að press- unni. Kristján var látinn síga niður að pressunni með lyftarabómu. Hann festi síðan keðjur í pressuna og voru þau síðan bæði hífð upp á brúna. Þegar Morgunblaðið ræddi við Kristján í gær hafði vatns- borðið í Núpsvötnum ekki hækkað síðan um morguninn og ekki hafði flætt yfir þann stað sem pressan stóð. Kristján sagði að stefnt væri að því að viðgerðum á brúnni yrði að mestu lokið í gærkvöldi, e.t.v. yrði einhver smávegis frágangur eftir. Aðspurður sagðist hann engar áhyggjur hafa af gosinu í Gríms- vötnum og tilheyrandi hættu á hlaupi í jökulám. „Þá myndum við nú vinna fáa daga í ári ef við ætl- uðum að hafa áhyggjur af því,“ sagði hann. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kristjáni Þórðarsyni var slakað niður að pressunni sem síðan var hífð upp. Djúpur áll þar sem áður var þurrt FJALLAÐ var um eldgosið í Gríms- vötnum í erlendum fjölmiðlum í gær, eins og sjá mátti á netsíðum norrænna dagblaða. Athygli þeirra beindist einkum að því að aska úr gosinu gæti trufl- að flugumferð yfir Norður- Atlantshafið og til Norðurland- anna. Á netsíðu Dagens Nyheter í Sví- þjóð mátti lesa að ský með gosösku hefði borist í 7 þúsund metra hæð yfir fjöll í Lapplandi um kl. 14 í gær. Var því spáð að það myndi breiðast yfir alla Norður-Svíþjóð. Öskuskýið hafði þó ekki valdið neinum vandræðum síðdegis í gær, að sögn DN. Í Aftenposten óskaði Knut Bjør- lykke prófessor eftir því að þeir sem yrðu varir við gosösku í Noregi létu hann vita af því. Sumar lýsing- arnar voru í æsifréttastíl, líkt og í netútgáfu VG í Noregi. Þar var fyr- irsögnin: „Eldfjallaský á leið til Noregs“. Í fjölmiðlunum var greint frá því að gosið væri í Vatnajökli, stærsta jökli Íslands. Fjallað um eldgosið í erlendum fjölmiðlum JARÐVÍSINDAMENN segja Grímsvatnagosið að þessu sinni mjög góða „æfingu“ í að sjá að- draganda goss sem brýst síðan út eins og spáð er. „Það athygl- isvert að sjá alla fyrirboðana, bæði langtíma- og skammtíma- fyrirboða,“ sagði Frey- steinn Sig- mundsson, forstöðumaður Nor- ræna eldfjallasetursins, í gær. Þar átti hann við langtíma- forboða eins og landris á svæðinu fyrir einu ári auk jarðskjálfta- virkni og aukinnar eldfjalla- virkni. „Síðan komu skammtíma- fyrirboðar fyrir um tveim vikum þegar jarðskjálftavirkni jókst og snarpar jarðskjálftahrinur komu nokkrum klukkustundum fyrir gos. Við getum eiginlega ekki beðið um meira. Jarðvísindamenn voru búnir að ræða þann möguleika að hlaupið myndi koma af stað gosi og menn voru sammála um að það væri mjög hár kvikuþrýstingur í fjall- inu og að þrýstiléttir samfara hlaupi gæti hugsanlega komið af stað gosi. Menn fylgdust því mjög grannt með þróun mála.“ „Við getum eiginlega ekki beðið um meira“ Freystein Sigmundsson ÍSLAND, Danmörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð munu sameinast um sýningarskála á heims- sýningunni EXPO 2005 í Aichi í Japan. Sýningin hefst hinn 25. mars 2005. Norræni skálinn er 1.300 fermetrar að stærð og þar verður gestum kynnt evrópsk lýðræðisríki og framlag þeirra á sviðum eins og á sviði náttúru- og umhverfis- verndar, í svæðasamstarfi, menningu og hönnun. Samstarfið var kynnt á blaðamannafundi í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Valgerður Sverrisdóttir, samstarfsráð- herra Íslands, stýrði fundinum og sagði þar að mörg sameiginleg gildi og sérkenni einkenndu Norðurlöndin. „Þegar við leggjum saman krafta okkar auk- um við möguleikana á að kynna heiminum allt það sem við eigum sameiginlegt og einnig mik- ilvægi þess sem við eigum ólíkt. Það er þess vegna sem við höfum ákveðið að sameinast um sýningarskála í Aichi.“ Gert er ráð fyrir því að 15 milljónir manna skoði heimssýninguna, flestir frá Japan, Kóreu og Kína. Valgerður sagði að þótt aðeins um 10% gestanna kæmu í norræna skálann skipti það af- ar miklu máli, m.a. fyrir ferðaþjónustu á Norð- urlöndunum. Pertti Huitu, aðalsendifulltrúi Norður- landanna á sýningunni, sagði að Japanir hefðu sýnt áhuga á samfélagsgerð Norðurlandanna, á leikskólum og skólum og hvernig umönnun aldr- aðra væri háttað. Sjálfbær þróun væri megin- þema á heimssýningunni og á því sviði væru Norðurlöndin að mörgu leyti í sterkri aðstöðu. Það væri því sjálfgefið að orkumál, skógrækt og -iðnaður og matvælaframleiðsla væru áberandi á sýningunni í Aichi. Seiichiro Otsuka, sendiherra Japans í Svíþjóð, lýsti á blaðamannafundinum mikilli ánægju með það þema, sem væri í fyrirrúmi í norræna skál- anum, og sagði að Japanir og Norðurlandabúar ættu það sameiginlegt að tengjast náttúrunni sterkum böndum og leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Í norræna skálanum verða sérstakar sýningar um Norðurlandabúa og hafið, sjálfbæra orku og skógrækt, norræna hönnun, daglegt líf á Norð- urlöndum, ferðaþjónustu og norræna matar- gerðarlist. Öll Norðurlöndin verða með sérstaka dagskrá á tilteknum dögum og verður Íslands- dagurinn 15. júlí. Einnig er gert ráð fyrir sér- stökum Norðurlandadegi 25. júní. 55 milljónir danskar Sérstök stýrinefnd er að störfum á Íslandi til að undirbúa sýninguna og er formaður hennar Ólafur Egilsson sendiherra. Norræni sýningarskálinn á heimssýningunni EXPO 2005 í Aichi í Japan verður stór fund- arstaður norrænna stjórnvalda, atvinnurekenda og listamanna. Það eru ríkisstjórnir Norður- landanna fimm auk fjölda einkafyrirtækja og stofnana sem fjármagna þátttöku Norður- landanna í heimssýningunni. Kostnaðurinn er áætlaður 55 milljónir danskra króna, þar af greiða Norðurlöndin 50 milljónir og norræna ráðherranefndin 5 milljónir. Norðurlönd ætla sameinast um þátttöku í Expo árið 2005 Stokkhólmi. Morgunblaðið. HRINGVEGINUM var lokað beggja vegna Skeiðarársands á miðnætti í fyrrinótt, um tveimur tímum eftir að Grímsvatnagosið hófst. Lokað var við Núpsstað að vestan og afleggjarann að Skafta- felli austanmegin. Umferð var hleypt á sandinn að nýju klukkan tíu í gærmorgun en af öryggisástæðum var veg- inum lokað aftur hálfátta í gærkvöldi. Þótti réttara að ekki væri umferð í myrkri ef flóð skyldi koma. Gert var ráð fyrir að opna fyrir umferð í birtingu í dag. Vegagerðin er samt bjartsýn á að brýr muni standast álag vegna Skeiðarárhlaups og er því spáð að hlaupvatnið muni ekki fara í Núpsvötn, Gýgju eða Súlu. Vatnið muni hins vegar fara niður á Skeiðarársand og spá jarðvísindamenn ekki verulegu hlaupi í Skeiðará. Veginum um Skeiðarár- sand lokað VERSLUNUM í miðborg Reykja- víkur hefur fjölgað frá fyrra ári. Þær voru 304 í haust, en 300 á sama tíma í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu níu árum sem verslunum á þessu svæði fjölgar miðað við fyrra ár, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Þróunarfélagi miðborgar- innar. Þróunarfélag miðborgarinnar hef- ur undanfarin níu ár látið telja og flokka verslanir í miðborginni á hverju hausti. Átta ár í röð, frá 1996 til 2003, fækkaði verslunum í heild ár frá ári, eða úr 372 í 300. Nú hefur verslunum hins vegar fjölgað á ný. Um helmingur verslana í mið- borginni er við Laugaveg og Banka- stræti, eða 153 verslanir. 56 versl- anir eru við Skólavörðustíg, 35 við hliðargötur, 34 í Kvosinni og 26 við Hverfisgötu. Verslunum í mið- borginni fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.