Morgunblaðið - 03.11.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 03.11.2004, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SÍLDVEIÐAR hafa gengið mjög vel austur af landinu að undanförnu. Víða er unnið sleitulaust í síldar- vinnslunni og nú fæst gott verð fyrir afurðirnar. Hoffell SU kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á sunnudagsmorgun með 250 tonn. Skipið fór út að kvöldi var var komið aftur til löndunar eftir rúmlega átta klukkustundir, með um 200 tonn en frá Fáskrúðs- firði er að aðeins um tveggja klukkustunda sigling á miðin. Það er því mikil vinna, nánast stöðug söltun, á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Samkvæmt tölum fram Samtökum fiskvinnslustöðva hafa nú borist ríflega 10.500 tonn af síld til lands- vinnslu á vertíðinni. Þar af er búið að salta eða frysta tæp 7.200 tonn en um 3.360 tonn hafa farið til bræðslu. Mest hefur borist af síld til vinnslu Ísfélags- ins hf. í Vestmannaeyjum, alls tæp 3.600 tonn. Þá hafa um 2.900 tonn borist til Tanga hf. á Vopnafirði og annað eins til Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Verðið hækkað stöðugt Það hefur sömuleiðis gengið vel hjá síldarfrysti- skipunum að undanförnu. Þannig hefur Guðmundur Ólafur ÓF verið fyrir austan við veiðar og vinnslu að undanförnu. Á vef skipsins kemur fram að í yfirstand- andi veiðiferð er búið að frysta um 160 tonn af svo- kölluðum samflökum. Samflök er það sem á ensku er kallað „butterfly“ eða fiðrildi vegna þess að flökin tvö af hverri síld eru samhangandi. Reiknað er með að veiðiferðinni ljúki seinnipart vikunnar og er þá kvóti eftir í annan fullfermistúr. Á vefnum kemur einnig fram að verð á frystri síld hefur hækkað stöðugt að undanförnu og er farið að nálgast hámarkið sem náð- ist haustið 2001 í dollurum talið. Hinsvegar er gengi dollarans mun lægra um þessar mundir og verðið því ekki eins hátt í íslenskum krónum. Alls er búið að frysta um 500 tonn af síldarafurðum um borð í Guðmundi Ólafi ÓF í haust, bæði af heil- frosinni síld og samflökum. Kolmunnakvótinn hálfnaður Þá hefur verið líflegt yfir kolmunnaveiðinni á mið- unum austur af landinu undanfarna daga og góð verkefnastaða hjá verksmiðjum, einkum austanlands. Skipin eru nú eingöngu að toga að deginum til því um leið og dimmir dreifir kolmunninn sér. Samkvæmt töl- um SF hafa íslensk skip nú veitt um 363 þúsund tonn af kolmunna á árinu. Þannig er kolmunnakvóti árins nú rétt liðlega hálfnaður og útséð með að hann næsti ekki nærri því allur. Þó verður að taka fram að allt stefnir í að kolmunnaafli Íslendinga á árinu verði sá næst mesti frá upphafi. Mestur varð aflinn í fyrra, yf- ir 500 þúsund tonn en varð 365 þúsund tonn árið 2001. Auk afla íslensku skipanna hafa erlend skip landað hérlendis um 68 þúsund tonnum af kolmunna á árinu og hafa íslensku fiskimjölsverksmiðjurnar brætt tæp 432 þúsund tonn á árinu. Þar af hefur um fjórðungar aflans verið bræddur í verksmiðju Síldarvinnslunnar hf. á Seyðisfirði eða rúm 115 þúsund tonn. Tæp 79 þúsund tonn hafa borist til Eskju á Eskifirði og tæp 74 þúsund tonn til Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Mikil síldveiði og gott verð Morgunblaðið/Albert Kemp Það er meira en nóg að gera í síldarsöltuninni hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði þessa dagana. ÚR VERINU Hluthafafundur í Íslandsbanka í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu kl. 13:00. Ársfundur Fjármálaeftirlitsins í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 16:00. Í DAG SÍF hyggst endurskilgreina hlut- verk fyrirtækisins, samhliða kaup- unum á franska matvælaframleið- andanum Labeyrie Group. Í boðun til hluthafafundar hinn 6. nóvember næstkomandi er lagt til að tilgangi félagsins verði breytt og verði svohljóðandi: „Til- gangur félagsins er að annast verslun með sjávarafurðir og aðrar matvörur, að eiga og reka fyr- irtæki sem hafa með höndum framleiðslu, sölu og dreifingu á matvælum og annan skyldan at- vinnurekstur, rekstur fasteigna og annað sem eðlilegt er að félagið hafi með höndum.“ Að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns SÍF, eru tekju- möguleikar mun meiri í fram- leiðslu kældra afurða og mun fyr- irtækið í framtíðinni einbeita sér að því. Segir hann að á döfinni sé að stofna dótturfyrirtæki sem muni hafa umsjón með framleiðslu frystra afurða. Í kjölfar þessarar endurskipulagningar segist Ólafur sjá fram á allverulegan afkomu- bata hjá SÍF. Fjármögnun með útboði Í áðurnefndri fundarboðun til hluthafafundar óskar stjórn fé- lagsins jafnframt eftir heimild hluthafa til aukningar hlutafjár um allt að 5,74 milljarða króna að nafnverði til þess að fjármagna kaupin á Labeyrie Group. Meðal annars stendur til að greiða núver- andi hluthöfum Labeyrie sam- steypunnar með hlutafé í SÍF á genginu 4,32. Í Hálffimmfréttum KB banka segir um þessar breytingar: „Að því gefnu að samþykki fáist á hlut- hafafundi fyrir fyrirhuguðum breytingum mun rekstur SÍF verða allt annar en hann er í dag. Félagið mun fyrst og fremst verða framleiðslufyrirtæki með fullbúnar neysluvörur í stað þess að vera sölusamtök með lítt unnar vörur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands mun flokkun fyr- irtækisins í kauphöll þó ekki breytast að þessu sinni. Aukinn hagnaður SÍF eftir breytingar Breytt hlutverk Hlutverk SÍF breytist í kjölfar kaupa fyrirtækisins á franska framleiðandanum Labeyrie Group. Áætlað að endurskipulagning skili sér ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði í gær, tíunda daginn í röð. Hún lækkaði nokkuð hratt frá því opnað var fyrir viðskipti og fram að hádegi og var þá komin undir 3.100 stig, sem var rúmlega 6% lækkun frá deginum áður. Eftir hádegi tók vísital- an hins vegar nokkuð við sér og var lokagildi hennar í gær 3.215,61 stig, sem er 2,75% lækkun frá deginum áður. Úrvalsvísitalan er þó enn 67% hærri en hún var fyrir tólf mánuðum. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu ríflega 23 milljörðum króna, mest með íbúðabréf fyrir 9,6 millj- arða. Viðskipti með hlutabréf námu samtals tæpum 7 milljörðum. Mest viðskipti voru með hlutabréf í KB banka fyrir tæpa 3,7 milljarða og lækkaði gengi bréfanna um 2,7%. Gengi hlutabréfa tveggja félaga í úrvalsvísitölunni hækkaði í verði í gær, í HB Granda um 4,1% og Sam- herja um 0,4%. Gengi Atorku stóð í stað en önnur félög í úrvalsvísitölunni lækkuðu í verði, mest bréf Lands- bankans um 6,7% og Og Vodafone um 6,2%. Úrvalsvísitalan lækk- ar tíunda daginn í röð ● YFIRSTJÓRN Landsbankans hefur ákveðið að sameina útibú bankans á Laugavegi 77 (Austurbæjarútibú) og útibúið í Lágmúla 9 (Múlaútibú). Sameiningin mun eiga sér stað fljót- lega eftir áramótin og mun útibúið verða á Laugavegi 77, að því er fram kemur á heimasíðu Landsbankans á Netinu. Múlaútibúið er þriðja útibú Lands- bankans sem er sameinað öðru útibúi á nokkrum vikum. Starfsemi afgreiðslu bankans í Sundahöfn var flutt í Austurbæjarútibúið fyrir nokkru. Þá var útibú bankans við Austurströnd á Seltjarnarnesi flutt í Vesturbæjarútibú bankans nýlega. Engar uppsagnir starfsmanna eru fyrirhugaðar vegna sameiningar Múlaútibús við Austurbæjarútibú. Segir á heimasíðu Landsbankans að með því að stækka og efla útibúin verði þau enn hæfari til að mæta kröfum viðskiptavina á komandi ár- um, en með sameiningu Múlaútibús og Austurbæjarútibús verði til næst- stærsta útibú Landsbankans. Þriðja útibú Lands- bankans sameinað öðru LANDSBANKI Íslands lætur ekki stjórnast af skammtíma- hagsmunum þegar bankinn vinnur verðmat á hlutafélagi. Þetta segir Yngvi Örn Kristins- son, framkvæmdastjóri verð- bréfasviðs Landsbanka Íslands. Aðilar á markaðnum hér á landi, bæði sérfræðingar og al- mennir hluthafar í Og Vodafone, hafa spurt hvort Landsbanki Ís- lands væri ekki of nátengdur Og Vodafone og Norðurljósum til að verðmeta Norðurljós. Lands- bankinn sá um verðmat Norður- ljósa fyrir kaup Og Vodafone á félaginu og hljóðaði verðmat bankans upp á 3.620 milljónir króna. Umlukt Kínamúrum Yngvi segir að fyrirtækjaráð- gjöf bankans sem vann verð- matið, sé sérstök eining innan bankans og sé umlukin Kína- múrum. „Fyrirtækjaráðgjöfinni er treyst til ýmissa verka þó að bankinn kunni að vera hluthafi eða lánveitandi, í einhverjum fé- lögum sem unnið er fyrir. Í til- felli Og Vodafone og Norður- ljósa á bankinn hagsmuni báðum megin sem er betra en ef hann hefði einungis haft hags- muni öðrum megin,“ segir Yngvi Örn. Stjórnast ekki af skammtíma- hagsmunum ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI KAUPHÖLL Íslands á nú í samn- ingaviðræðum um að taka í notkun flokkunarkerfið GICS (Global Industry Classification Standard), samkvæmt heimildum sem Morgun- blaðið telur áreiðanlegar. Þetta flokkunarkerfi er m.a. notað í kauphöllunum í Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn Nýja kerfið raðar fyrirtækjum í flokka eftir því hvaðan fyrirtækin fá mestar tekjur í stað þess að flokka þau eftir afurð- um eins og hingað til. Vonir er til að nýja flokkunarkerfið komist í notk- un innan fárra vikna. Kauphöllin í við- ræðum um nýtt flokkunarkerfi                     /3$   ' 4  *  ' 4# +# $%5 /$   -4 %( 6 %( 7%  04 7%  &%( 7%  6 %( ) )(3 +  8  '$ 8'%  " $ +# $%75 9        !   +   6 %( +   -'% - $7  4.%75 - $ $5 2 "% :7 % 0 (7  0*% &!$ % %% ;<" 6+ #$=   %( '  $ *  $* " $"5 >% >% $*% 1%%  $*% 2  ? 7 "  !  ! #$ / $7  +  ( , &%( ! 6 %( >  1#$%=  6 %( ! $  5              ? ? ?    ? ?  ? ? ? ? ? ? 4$% #   5  ? ? ?  ?  ?  ? ? ? ? ? ?  ? ?  ? ? ? ? ? ?  ?  ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? @ ? AB @ ? AB @ ?AB ? @ AB @ ? AB @ ?AB @ ?AB @ ? AB @ ? AB @ ?AB @ ?AB @  AB @ ?AB @ ?  AB ? @ ?AB ? @ ? AB ? @ ?AB @ AB @ ? AB ? ? @ ? AB ? ? ? ? @ ? AB ? ? ? ? @ AB ? ? - (  '$ ( % > 7  ! ( C 0'   5  5 5 5  5   5 55  5 5  5   5 5 5  5  5 ? 5 ? 5 ? 5 5   5   5 5 ? ? 5   5 ? ? ? ? 5  ? ?             ?   ? ?               ?   ?     1 '$ ! D. 5 5 />-5 E /$"%  $ +* (  '$             ? ? ?     ? ?    ? ? ? ?  ? ? ; (F GH     A A +> , I/J  A A K/K 8)J  A A 0+J ;   A A LK,J I M : %   A A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.