Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 17

Morgunblaðið - 03.11.2004, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR                                                                !   !   "    !   #$        %&   '       &  "    &   "  &    (  %&   )    %      * !         ( &    %       +     (  , -(    '               $%          '    &     *     %  !   , .      ! %  !      )     '  -   '  '   / 0         /    1   !    %&     $  1  3    4        1 3  $          %  !    %  5    " $       5    %  )       "      (      6 1 * !    )       0    )     7  '    8  8 %   1)          '       1    0                            !   "   #$ $    % & '   " (  #$$   )))*    ! "# $   &'  ( !)!***  '  ( +$)** "    ,#/  , (   " + 0   " + 1+   $ !.+ 2  3     /! "    $   ,  4   +      5     "!   6!.   ( 7 ( "  " !   /      AKUREYRI ÖLDRUÐ stríðskempa að nafni Arthur Green heimsótti Norður- land á dögunum í fylgd aðstoð- armanns síns Julians Fox. Þann tíma sem Green var hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni hélt hann til í bækistöð við bæinn Krossa- staði í Hörgárdal, í nágrenni Þela- merkurskóla, en einnig var hann sendur í nokkra mánuði til Siglu- fjarðar. Hersveit Greens hét Hallamshire og var frá héruðunum York og Lancaster á Englandi. Merki sveitarinnar var ísbjörn og voru þeir kallaðir ísbirnirnir frá Sheffield. Hersveitin var send til Norður- Noregs til að berjast við Þjóðverja en úr þeirri ferð komu hermenn- irnir heldur niðurlútir eftir að hafa tapað orrustunni. Árið 1940 voru þeir sendir til Íslands og fengu það verkefni að verja Eyjafjörð fyrir hugsanlegri innrás Þjóðverja. Að sögn Arthurs Greens var dvölin hér heldur viðburðalítil og leiddist mannskapnum mikið. Hans starf var að aka alls kyns ökutækjum. Það er honum minnisstætt að ekki var hægt að nota ökutækin yfir vetrartímann, m.a. vegna ástands vega, ekki var til frostlögur á bíl- ana og þá þoldu rafgeymar illa frost. Eftir að Green var kallaður frá Íslandi 1942 tók hann þátt í fjölda orrusta í Frakklandi, Belgíu og Hollandi og þá tók hann þátt í inn- rásinni í Normandí á fjórða degi árásarinnar. Þrátt fyrir mannfall og hremmingar í stríðinu lifði hann marga félaga sína. Á síðustu árum hefur hann tekið þátt í að skrifa sögu sveitar sinnar „Polar- bears from Sheffield“ en það var viðurnefnið sem SS-sveitir Þjóð- verja gáfu þeim í hildarleiknum á vígvöllum Evrópu í seinni heims- styrjöldinni. Ástæða komu Greens til Íslands er sú að hann fékk lottóvinning, sem úthlutað er til aldraðra her- manna eða ættingja þeirra sem hafa farist. Sú fjárhæð gerir við- komandi kleift að ferðast til þeirra staða sem þeir þjónuðu á. Auk þess að heimsækja Hörgárdalinn skoðuðu þeir Green og Fox söfn á Ak- ureyri, heimsóttu Siglu- fjörð og Mývatnssveit og fóru að Dettifossi og Goðafossi. Húsavík | Unnið er að því á Húsavík að koma upp leikfangasafni með þroskaleikföngum fyrir börn með sérþarfir. Áður var Leikfangasafn rekið um tíma í húsnæði Félags- og skólaþjónustu bæjarins en það logn- aðist út af þar sem lítið var hugsað um það og ekki mikið sótt í það. Elsa S. Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi á Húsavík, segir að haustið 2003 hafi teymi sem starfar í kringum börn ákveðið að endurvekja safnið sem kemur til með að þjóna börnum með sér- þarfir í Þingeyjarsýslum. Elsa segir hugmyndina vera þá að safnið verði rekið eins og bóka- safn, einn starfs- maður sjái um að halda utan um það, en fagfólk sjái um innkaupin. Þar sem sérhæfð leikföng eru dýr var brugðið á það ráð að kynna hug- myndina að safninu fyrir ýmsum fé- lagasamtökum og jafnframt óskað eftir fjárstuðningi. Fyrsta gjöfin til Leikfangasafns- ins barst frá Lionsklúbbi Húsavíkur. Það var kennslutæki til boðskipta fyrir börn sem eiga í erfiðleikum með mál. Á dögunum barst safninu svo gjöf frá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, 250.000 krónur í pen- ingum. Elsa og Sigríður Guðjóns- dóttir leikskólastjóri veittu gjöfinni viðtöku. „Þetta þýðir það eitt að safnið er orðið að veruleika,“ segir Elsa S. Þorvaldsdóttir. Morgunblaðið/Hafþór Gjöf Kiwanismennirnir úr Skjálfanda, þeir Skarphéðinn Olgeirsson sem er til vinstri á myndinni og Sigurgeir Aðalgeirsson, afhentu Elsu S. Þorvalds- dóttur iðjuþjálfa og Sigríði Guðjónsdóttur leikskólastjóra peningagjöfina. Koma upp safni þroskaleikfanga LANDIÐ Breskur hermaður heimsótti fornar slóðir Morgunblaðið/Hörður Geirsson Arthur Green horfir yfir Hörgárdalinn en þar eyddi hann tveimur árum sem hermaður í seinni heimsstyrjöldinni. Var í hersveit sem hafði það verkefni að verja Eyjafjörð fyrir hugsanlegri innrás Þjóðverja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.