Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 21 UMRÆÐAN ÍSLENSK ferðaþjónusta hefur vaxið tvöfalt meira en ferðaþjónusta annarra landa að meðaltali síðustu áratugina og er nú svo komið að hún er orðin 5% af vergri þjóðarfram- leiðslu og 13% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hún býr þó við þann ókost á landsbyggðinni að háönnin er mjög stutt. Þetta dregur stórlega úr arðsemi fyrirtækjanna en meg- inverkefni ferðaþjón- ustunnar nú er að auka hagnað fyrirtækjanna og þar með þjóðarbús- ins í heild. Það hefur því lengi verið mark- mið bæði fyrirtækja, Samtaka ferðaþjónust- unnar og opinberra ferðamálayfirvalda að lengja háönnina í þessu skyni. Sérstaklega er mikilvægt að maí og september bætist við háönnina sem víðast er júní, júlí og ágúst. Miklu fé hefur verið varið til að markaðs- setja Ísland utan há- annar, bæði af hálfu fyrirtækjanna og op- inberra aðila. Hefur náðst góður árangur í Reykjavík og vaxandi á öðrum svæð- um þótt hægar gangi en það er þó misjafnt milli svæða. Þá erum við komin að vandamáli sem við blasir utan háannar á lands- byggðinni og það er að almenn þjón- usta við ferðamenn skerðist verulega utan háannarinnar og á það ekki síst við um afþreyingu, sem dregur fólk til svæðanna. Það sem vekur furðu er að þetta gildir um marga af fjölförn- ustu ferðamannastöðum landsins. Bæði er um að ræða söfn, sem mörg eru lokuð, salerni á ferðamannastöð- um s.s. þjóðgörðum eru lokuð, búið að taka borð og stóla í þjóðgörðum í burtu auk þess sem fyrirtæki á fjöl- förnum ferðamannastöðum skerða mörg hver þjónustu sína verulega. Það gefur auga leið að ekki er hægt að mark- aðssetja Ísland utan há- annar nema allir leggist á eitt og tryggi ákveðna þjónustu við ferðamenn þótt ekki sé gert ráð fyr- ir að alls staðar sé opið. Það gengur ekki að á sama tíma og verið er að verja stórfé í að mark- aðssetja landið utan há- annar skelli menn í lás 1. september. Það er nauð- synlegt að á hverju svæði setjist menn yfir það hvort þeir vilji ferðamenn t.d. í maí og september eða ekki. Ef þeir vilja ferðamenn þá verður að vera þjónusta til staðar. Þetta er samstarfs- verkefni sem skiptir gríðarlegu máli og við hvetjum alla, bæði fyr- irtækin, viðkomandi stjórnvöld og aðra sem að málinu koma, til að vinna að því að ferðamenn fái viðunandi þjónustu – ekki aðeins á háönn held- ur líka í maí og september. Búið að loka! Erna Hauksdóttir fjallar um vöxt ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir. ’Það sem vekurfurðu er að þetta gildir um marga af fjöl- förnustu ferða- mannastöðum landsins‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. ENN sendir Arnljótur Arnarsson mér kveðju í Morgunblaðinu 25. okt. sl.. Bestu þakkir fyrir kveðjuna þótt mér finnist þú hafa fullmikið við að senda mér hana í einu víðlesnasta dagblaði landsins. Þú ert enn í hlut- verki predikarans, gerir þitt besta til þess að vísa vegvilltum aftur á hinn eina rétta veg til farsældar. Að vísu finnst mér þú taka þér vegprestinn til fyr- irmyndar þ.e. ,,að vísa veginn“ en fara hann ekki sjálfur í skrifum þínum. Í grein minni sem þú vitnar til var að finna nokkrar spurn- ingar til þín sem þú nú í ætlaðri svargrein gerir ekki minnstu til- raun til að svara með öðrum hætti en að snúa útúr efni þeirra; heldur þig greinilega við hlutverk vegprests- ins sem hæfir þér greinilega vel. Þú ferð enn og aftur yfir skipu- lag félagsmála sjó- manna og kemst að þeirri niðurstöðu að stofna þurfi ný félög utanum hvern útgerð- arflokk. Það er útaf fyrir sig rétt hjá þér að kerfið eins og það er í dag er þungt í vöfum þ.e. að þurfa að boða verkfall á allan flotann til þess að ná fram breytingum sem varða t.d. frystitog- ara. Þess vegna höfum við margoft farið fram á það við forystu LÍÚ að um hverja útgerðargrein, fyrir sig, sé sérsamningur þannig að það sé hægt að beita aðgerðum sem beinast eingöngu að viðkomandi útgerð- argrein hverju sinni. Það hefði t.d. leitt til þess að í síðasta verkfalli hefðu frystitogararnir sennilega ekki verið stöðvaðir. Því miður hefur for- ysta LÍÚ ekki verið tilbúin til þess enn sem komið er. Þú ræðir einnig um olíuhlutdeildina og hve ósann- gjörn framkvæmd hennar er þar sem hún tekur eingöngu mið af aflaverð- mæti en ekki rauneyðslu hvers skips. Þessi athugasemd er alveg hárrétt hjá þér enda hefur VSFÍ sett fram kröfu um það í undangengnum samningum að olíukostnaðurinn sé dreginn frá áður en til skipta kemur líkt og gert er t.d. í Færeyjum. Sam- hliða slíkri breytingu þyrfti a.m.k.að breyta skiptaprósent- unni. Því miður hefur ekki enn verið vilji til þess að breyta olíu- gjaldinu með þessum hætti. Að þessu skoðuðu eru því miður engin ný sannindi í grein þinni og ekki kem ég auga á að nýtt félag sjómanna mundi ná einhverjum meiri og betri árangri en þau félög sem þegar starfa. Í því sambandi er rétt að minna á að búið er að skipta út for- ystu LÍÚ sem var, það best ég veit, liður í því að bæta samskiptin á milli sjómanna og út- gerðarmanna, einnig er komin ný forysta fyrir skipstjórnarmenn. Þrátt fyrir þessar breytingar virðist ár- angurinn láta á sér standa. Aftur á móti sýnist mér að það sé hægt að losna við árekstra með því að fara þína leið eins og hún hefur birst um borð í Guðmundi í Nesi þ.e. ef útgerð- armönnum finnst eitthvað í kjörum sjómanna ósanngjarnt þ.e. að of mik- ið sé greitt samanber frystiálagið er það bara gefið eftir. Það er auðvitað hægt að losna við árekstra í lífinu með þess háttar undirlægjuhætti en slíkt dugar sjómönnum skammt í sinni baráttu fyrir réttindum sínum. Þægileg leið fyrir forystuna en óbrúkleg fyrir þá sem við eiga að búa. Að hætti vegpresta Helgi Laxdal svarar Arnljóti Arnarssyni Helgi Laxdal ’Það er auðvit-að hægt að losna við árekstra í lífinu með þess háttar undirlægju- hætti.‘ Höfundur er formaður Vélstjóra- félags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.