Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
G
osið sem hófst í Grímsvötnum á mánudags-
kvöld er fyrsta gosið í 70 ár sem kemur í
kjölfar Skeiðarárhlaups og er því merkilegt
fyrir þær sakir að núlifandi jarðvísindamenn
hafa ekki séð slíkt gerast áður.
Í fyrra eftirlitsflugi vísindamanna í gær-
morgun yfir gosstöðvarnar kom í ljós að gos-
ið er í suðvesturhorni Grímsvatnaöskjunnar,
um 4 km beint vestur af Vestari Svíahnjúk.
Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings er
gossprungan stutt, eða 1 km löng og liggur frá austri til vesturs.
Að þessu sinni gýs um 2 km vestar en í gosinu í Grímsvötnum í
desember 1998 en þar gaus einnig 1934 og 1983.
„Þegar gosið hófst var ísinn 150 til 200 metra þykkur og það er
skýringin á því hvers vegna gosmökkur sést fyrst klukkan 23 þótt
gosið hafi byrjað klukkan 22 að því er talið er. Þetta er sá tími
sem gosið hefur verið að
vinna sig upp í gegnum jök-
ulinn og eftir því sem leið á
nóttina hefur gosið unnið sig
betur í gegn. Þá er talað um
13 km háan gosmökk sam-
kvæmt radar sem er talsvert
meira en í gosinu 1998,“ seg-
ir Magnús Tumi og bætir við
að gosið sé mun öflugra nú
en 1998.
Guðrún Larssen jarðfræð-
ingur sem flaug yfir gos-
stöðvarnar í gær segir
gjóskufallið frá gosinu sömu-
leiðis töluvert meira nú en í
gosinu árið 1998.
Mjög athyglisvert gos
að mörgu leyti
Að sögn Magnúsar Tuma
er um að ræða mjög athygl-
isvert gos að mörgu leyti því
fyrir um 50 árum setti Sig-
urður Þórarinsson jarðfræð-
ingur fram þá hugmynd –
þvert á það sem menn höfðu
haldið fram að því – að hlaup
hleyptu gosum af stað með
því að minnka fargið á gos-
stöðvarnar. „Þetta gerðist
síðast árið 1934 og þar á
undan 1922 og síðan oft á 19.
öld. Ég er því ekki viss um
að vísindalega hafi menn séð
nákvæmlega svona atburð
gerast áður,“ segir hann.
Undir þetta tekur Frey-
steinn Sigmundsson, for-
stöðumaður Norræna eld-
fjallasetursins, og spáir því
að það sem muni vekja
mesta alþjóðlega athygli á
gosinu sé sú framvinda að
eldgosið hófst í kjölfar
þrýstilækkunar á eldfjalli.
„Frá 1998 höfum við séð
landris og þenslu á eldfjall-
inu sem var afgerandi merki
um þrýstiaukningu í grunn-
stæðu kvikuhólfi og við vor-
um búin að meta það svo að
það væri mjög hár þrýst-
ingur í þessu kvikuhólfi.
Þessi skyndilega lækkun er í
rauninni gikkurinn sem
hleypir gosinu af stað.
Við munum geta metið á
næstu árum hvort kviku-
söfnun haldi áfram. Við
þekkjum þetta svæði orðið
nokkuð vel. Það bætist kvika inn og landið rís og tútnar út. Um er
að ræða mestu jarðskorpuhreyfingar á eldfjalli á kyrrlátu tímabili
sem við höfum séð síðan í Kröflueldum. Þetta sýnir okkur ótvírætt
að þetta var kvikuþrýstingur og þurfti lítið til að koma gosi af
stað,“ segir Freysteinn.
Dregur ekki úr hættu á Kötlugosi
Magnús Tumi tekur fram að gosið sé ekki inni í sjálfum Gríms-
vötnunum en hluti þess vatns sem bráðnað hafi í gosinu hafi runn-
ið þangað. Ætla megi að 50–100 milljónir rúmmetra vatns hafi
orðið til við gosið. Hann segir að þótt hluti þess fari inn í vötnin
muni það ekki hafa veruleg áhrif á flóðið í Skeiðará.
Freysteinn Sigmundsson segir ekkert benda til annars en að um
stutt gos verði að ræða og spáir viku til 10 daga gosi.
Hann segir að gosið dragi ekki úr hættunni á Kötlugosi í Mýr-
dalsjökli en nokkrir kippir urðu í Goðabungu er Grímsvatnagosið
var að byrja. Ekkert samband sé þó milli gossins þar og hugs-
anlegra eldhræringa í Mýrdalsjökli.
Fyrsta skipti í 70 ár sem aðdragandi Grímsvatnag
Kolsvört gjóska og gufubólstr
Gosið kraftmikið
Atburðarás eldgossins í Grímsvötnum nú
er í samræmi við hugmynd sem Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur setti fram
fyrir 50 árum um að hlaup hleyptu af stað
gosum í Grímsvötnum.
!"
#
%
&
'
$
(
) *
+ ,
+
-
. !
/
!
'
'
0!
'
'
Eldgosið kom upp í suðvestur
#23N # # $?
!
*$%5 $ 1?
$
*% #
.$ # $%5 # $% D
D <
! 7%(% 5
#45)* D=$$ # $"%
# 5 1 %
D
! = 7$ $ .$5
#42-%$ ! / %%
%
+ # $%
%5
#22$ $ # $%%
$ # O3"$5 ; $ $5
# $ '' # $ $ # O3"$5
#46%( .$ $ %%%
( $ / %%
%
! %(%%"' 5
#247& $ 7$% #
# $
% ' 5
#/ %% $ $ !
%5
% &&
VÍSINDAMENN fóru í annað
síðdegis í gær með flugvél Flug
hitti þá að máli í Björgunarmiðs
Freysteinn Sigmundsson, for
fjallasetursins, segir að í seinna
ur á gosstöðvunum og skyggni v
uninn. Aðalgosopið hafi sést vel
„Við sáum til viðbótar að keti
þar sem einhver sprengjuvirkn
greint á milli hvort það er lítið e
ur voru miklar í gosmekkinum,
gær gengu yfir tímabil þar sem
öskufall sömuleiðis. Síðan kom
dvínaði verulega, að sögn Freys
aðstæður sé stórvarasamt að ve
Gosopið sást ve
Ketill
BANDARÍKIN OG
UMHEIMURINN
Kjörstaðir voru enn opnir í for-setakosningunum í Banda-ríkjunum í gærkvöldi, þegar
þessi forystugrein Morgunblaðsins
var skrifuð. En hver svo sem úrslit
þeirra kosninga verða – eða hafa
orðið þegar þetta tölublað Morgun-
blaðsins berst til áskrifenda – er
ljóst að þau varða ekki einungis
bandaríska ríkisborgara, heldur fólk
um heimsbyggðina alla.
Hver hefur veitt Bandaríkjamönn-
um umboð til þess að vera lögregla
heimsbyggðarinnar hafa gagnrýn-
endur Bandaríkjanna gjarnan spurt
með nokkrum þjósti. Á móti má
spyrja: hvað hefur gerzt, þegar
Bandaríkjamenn hafa reynzt tregir
til að taka að sér það hlutverk?
Á síðasta áratug voru voðaverk
framin á Balkanskaga. Fólk var
drepið í stórum stíl, konum nauðgað
í stórum stíl og illvirki framin á
börnum. Það var ekki fráleitt að
segja sem svo að þjóðir Balkanskaga
yrðu að gera út um sín mál sjálfar.
En eftir því, sem fjöldamorðin urðu
ógeðslegri svo að minnti orðið á út-
rýmingu nazista á gyðingum í
heimsstyrjöldinni síðari varð ljóst,
að einhver yrði að skakka leikinn.
Evrópuríkin reyndust ekki hafa
afl til þess. Bandaríkjamenn komu
til skjalanna og með því hervaldi,
sem þeir hafa yfir að búa og þeim
fjármunum, sem þeir hafa yfir að
ráða stöðvuðu þeir óöldina á Balk-
anskaga.
Tvisvar sinnum á síðustu öld
höfðu þeir afgerandi áhrif á hern-
aðarátök í Evrópu. Adolf Hitler réð
um skeið yfir meginhluta Evrópu og
stórum hluta Rússlands. Tvennt réð
úrslitum um að hann beið ósigur að
lokum. Bandaríski herinn, sem gekk
á land á meginlandi Evrópu og bar-
áttuþrek Rauða hers Sovétríkjanna.
En baráttuþrek Rauða hersins hefði
dugað skammt ef ekki hefðu verið
reglulegir flutningar á hergögnum
frá Bandaríkjunum til Rússlands,
sem m.a. fóru fram beggja megin Ís-
lands.
Hvað kom Bandaríkjamönnum við,
þótt Evrópuþjóðir stæðu í stríði sín í
milli? Hvers vegna kallaði Winston
Churchill þá til? Og hvers vegna
hlýddu þeir því kalli? Vegna þess að
lýðræðið var í hættu.
Hvað eru Bandaríkjamenn að gera
í Mið-Austurlöndum? Verja olíu-
hagsmuni sína, segja gagnrýnendur
þeirra. En er það svo einfalt? Hvað
mundi umheimurinn segja, ef
Bandaríkjamenn létu það afskipta-
laust þótt Ísraelsmenn beittu hern-
aðarlegum yfirburðum sínum til að
kúga Arabaþjóðirnar í kringum sig?
Ganga má út frá því sem vísu, að
fólk um allan heim mundi segja það,
sem sagt var um atburðina á Balk-
anskaga: það verður að skakka leik-
inn. Og hverjir hafa afl til að skakka
leikinn í Mið-Austurlöndum? Sú þjóð
er ekki til utan Bandaríkjanna, sem
hefði bolmagn til þess.
Raunar hafa Bandaríkjamenn
gripið inn í slíka atburðarás í Mið-
Austurlöndum. Á árinu 1956 gengu
Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn í
óheilagt bandalag og gerðu samsæri
sín í milli til að ná hernaðarlegum
markmiðum sínum í Mið-Austur-
löndum. Eisenhower, Bandaríkjafor-
seti, stoppaði þá af í Súez-deilunni,
sem batt endahnútinn á stöðu Breta
og Frakka sem stórvelda. Hefði Ei-
senhower ekki gert það hefðu Bret-
ar og Frakkar lagt undir sig Súez-
skurðinn á ný, sem Nasser, Egypta-
landsforseti hafði réttilega þjóðnýtt
og Ísraelsmenn hefðu farið sínu
fram gagnvart nágrönnum sínum.
Hvað er mest gagnrýnt vegna
fjöldamorðanna í Rúanda á sínum
tíma? Að þjóðir heims skyldu ekki
skipta sér af þeim atburðum.
Það er hægt að gagnrýna Banda-
ríkjamenn fyrir að vera í lögreglu-
leik um allan heim. Það er hægt að
gagnrýna þá fyrir það, hvernig þeir
fara með vald sitt.
En það er alltaf kallað á þá að lok-
um. Þess vegna skipta úrslit í for-
setakosningunum í Bandaríkjunum
máli ekki bara fyrir Bandaríkja-
menn sjálfa heldur fyrir fólk um all-
an heim.
Hvort sem þjóðum heims líkar
betur eða verr þurfum við á lögreglu
heimsbyggðarinnar að halda. Það er
svo annað mál, hvernig Bandaríkja-
menn fara með það mikla vald.
Þeir fóru að mati okkar Vestur-
landabúa vel með það í heimsstyrj-
öldinni síðari og þeirri fyrri einnig.
Þeir fóru vel með það í Kyrrahafs-
styrjöldinni, sem var að sjálfsögðu
hluti heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þeir fóru vel með það í kalda stríð-
inu.
Þeir fóru ekki vel með það í Chile,
þegar þeir augljóslega voru með í
ráðum að steypa löglega kjörnum
forseta af stóli. Þeir hafa ekki farið
vel með það í samskiptum sínum við
ríki Mið- og Suður-Ameríku.
Þegar horft er til baka er ljóst að
þeim urðu á herfileg mistök í Víet-
nam, en það var ekki auðvelt að sjá
á þeim tíma. Þeir komu í veg fyrir
að kommúnistar legðu undir sig
Suður-Kóreu, þótt það stríð væri
háð undir fánum Sameinuðu þjóð-
anna.
Það er hins vegar hægt að gera þá
kröfu til Bandaríkjamanna, að þeir
læri af mistökum sínum.
Er til betri kostur til þess að
gegna því hlutverki að skakka leik-
inn og ganga á milli? Á meðan Sam-
einuðu þjóðirnar eru ekki raunhæfur
valkostur í þeim efnum er erfitt að
sjá, að annar kostur sé fyrir hendi.
Hafa einhverjir trú á því, að Kín-
verjar og Indverjar, væntanleg risa-
veldi síðari hluta 21. aldarinnar,
mundu gegna þessu hlutverki betur?