Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 25
MINNINGAR
✝ Sigurlín Guð-laugsdóttir
fæddist í Vík í Mýr-
dal 23. desember
1934. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 23. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Sigurlínar
voru María Guðný
Guðmundsdóttir, f. í
Kerlingardal í
Hvammshreppi í
Vestur-Skaftafells-
sýslu 17. mars 1907,
d. í Vík í Mýrdal 17.
apríl 1998 og Guð-
laugur Jónsson, f. á Kársstöðum í
Kirkjubæjarhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu 18.
maí 1907, d. í
Reykjavík 2. ágúst
1989. Systkini Sig-
urlínar eru Guðrún
Ósk, f. 23. ágúst
1936, d. 3. janúar
1999, Jóna, f. 16.
febrúar 1941, Guð-
mundur Jón, f. 16.
desember 1942, d.
23. maí 2000 og Ing-
þór Jóhann, f. 9.
október 1945, d. 23.
júlí 1981.
Útför Sigurlínar
fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Silla frænka mín var einstök. Það
var enginn eins og hún og enginn
mun nokkurn tíma geta fyllt hennar
skarð, nú þegar hún er dáin. Ég á,
sem betur fer, margar minningar um
hana og þær eru allar góðar. Hún var
mér alltaf þolinmóð, fyrirgaf mér allt
sem ég gerði, líka þegar ég braut
kristalsvasana hennar, einn í hverri
viku.
Það var ekki erfitt að sannfæra
hana um nauðsyn þess að ég fengi að
gista hjá henni um helgar og ég hef
ekki tölu á öllum þeim rútuferðum
austur í Vík sem við fórum saman. Í
gegnum ævina hefur hún lagt sig
fram við að létta okkur öllum lífið og
hún hefur svo sannarlega lifað eftir
máltækinu að sælla er að gefa en að
þiggja því hún naut þess mjög að gefa
þrátt fyrir að hún hefði ekki of mikið
fé handa á milli.
Silla var dyggur stuðningsmaður
minn í gegnum nám og starf undan-
farinna ára og þrátt fyrir að bæði haf
og himinn hafi aðskilið okkur síðust
árin vorum við í stöðugu sambandi og
ræddum allt milli himins og jarðar.
Ég veit að hún beið þess að öll fjöl-
skyldan yrði aftur sameinuð á Íslandi
og hún gerði sitt til þess að gera okk-
ur fjarveruna auðveldari. Hún bjó ein
og var barnlaus en hún var samt alls
ekki ein. Hún var umkringd fjöl-
skyldu, vinum og góðum nágrönnum
og hún var sátt við sitt. Silla var sterk
en samt svo veikburða.
Hún var ekki heil heilsu en hún
kvartaði samt ekki. Þegar hún veikt-
ist hastarlega nokkrum dögum fyrir
andlátið átti ég ekki von á að það yrðu
hennar síðustu dagar. Við höfðum
talast við nokkrum dögum áður og þá
var hún, eins og venjulega, dugleg við
að færa mér fréttir af ættingjum og
hlusta á mínar hugrenningar.
Það er vont að vera erlendis þegar
uppáhaldsfrænkan mín deyr og þrátt
fyrir samskiptatækni nútímans er ég
samt langt í burtu og kemst ekki
heim strax. Það verður erfitt að flytja
henni mína síðustu kveðju en ég veit
að hún sá og skynjaði meira en við
hin. Mér finnst gott að trúa því að
hún fylgist með okkur öllum og hafi
það gott þar sem hún hefur nú fundið
sinn frið.
María Guðlaug Hrafnsdóttir.
SIGURLÍN
GUÐLAUGSDÓTTIR
✝ Bragi Leópolds-son fæddist í
Reykjavík 15. sept-
ember 1932. Hann
lést á Landspítalan-
um – háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut
24. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Ágústa
Jónasdóttir húsmóð-
ir, f. í Reykjavík 29.8.
1898, d. 20.8. 1993, og
Leópold Jóhannesson
verslunarmaður, f. á
Dunk í Hörðudals-
hreppi 22.3. 1898, d.
13.6. 1967. Systkini Braga eru
Baldur, f. 11.3. 1925, Freyja, f.
11.10. 1926, var gift Sveini Jónas-
syni, f. 15.6. 1925, d. 28.1. 1974,
Ólafur, f. 14.1. 1936, kvæntur
Ólöfu Jónu Ingimundardóttur, f.
31.7. 1941, og Herdís, f. 17.3. 1940,
gift Guðmundi Jóni Skúlasyni, f.
11.1. 1937. Auk þess átti Bragi
bróður, f. 11.3. 1925, sem bar einn-
ig nafnið Bragi og var tvíbura-
bróðir Baldurs. Bragi yngri lést úr
heilablæðingu á
fyrsta aldursári.
Árið 1966 kvænt-
ist Bragi Huldu Páls-
dóttur, f. 2.3. 1932, d.
5.1. 1987. Þau slitu
samvistir. Dóttir
Huldu var Margrét
Brynja Kristjáns-
dóttir (síðar Jensen),
f. 20.7. 1952, d. 3.9.
1990.
Bragi vann ýmsa
almenna verka-
mannavinnu fram til
ársins 1970, m.a. hjá
byggingafélaginu
Byggi á Keflavíkurflugvelli. Eftir
stuttan starfa á dýpkunarpramma
réð hann sig sem matsvein á síðu-
togara hjá Júpíter og Mars og síð-
ar á skuttogarann Karlsefni, hjá
Ragnari Thorsteinson. Hann
starfaði einnig á togurum sem
báru nafnið Rán, hjá Guðrúnu og
Ágústi í Stálskipum.
Útför Braga fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hvað er það sem máli skiptir í líf-
inu? Er það persónulegur frami og
auðlegð? Eða að njóta vinsælda og
vera þjóðþekktur? Kannski þarf
maður að meitla nafn sitt í sögu þjóð-
ar eða mannkyns. Eða eru kannski
einhver önnur gildi sem frekar ætti
að setja á vogarskálarnar?
Bragi móðurbróðir minn var mér
miklu meira en frændi. Hann var ein-
stakur vinur. Vinur sem einskis
krafðist heldur gaf og gaf. Hin dæmi-
gerðu gildi samfélagsins setti hann
ekki á vogarskálarnar. Mælikvarð-
arnir voru heldur ekki hefðbundnir.
Greiðviknin átti sér fá takmörk.
Hann var alltaf viðbúinn þegar kallað
var eftir hjálp. En aldrei bað hann um
laun fyrir greiðann. Og ekki einu
sinni um aðstoð þegar hann þurfti á
að halda. Orðheppinn var hann með
ólíkindum og snjall að sjá spaugilegar
hliðar á mönnum og málefnum. Hann
var fullur af æðruleysi og húmor. En
öllum vildi hann vel og meinfýsni var
ekki í myndinni. Æðruleysi Braga
kom vel fram eftir að hann greindist
með krabbameinið: Ég er búinn að
eiga rúm 70 ár án þess að kenna mér
meins, hvers vegna á ég að kvarta?
Bragi hefur ýmsa fjöruna sopið.
Hann var ekki sá sem flinkastur var
að höndla eigin hamingju. Hann var
kvæntur en skildi. Átti fósturdóttur
sem féll frá langt fyrir aldur fram.
Trúlega hefur hjarta hans brostið
fyrir lífstíð því hann bjó einn eftir
skilnaðinn. Hann undi sér fyrst og
fremst við bókalestur og óperutón-
list.
Mikil vinátta ríkti milli hans og
Jónasar, elsta bróður míns, og má
líkja henni við samband náinna
bræðra. Bragi átti fáa en góða vini.
Matthildur fyrrverandi mágkona mín
og Sigríður systir hennar sýndu hon-
um einstakan stuðning, manngæsku
og hlýhug. Einlæg vinátta þeirra og
fórnfýsi gáfu Braga sannarlega þá til-
finningu að hann væri einhvers virði.
Slíkt var honum ómetanlegt. Óli
bróðir Braga var trausti og fasti
kjarninn í lífi hans og ávallt til staðar
þegar þörf krafði.
Að leiðarlokum viljum við Tobba
og börnin þakka Braga fyrir vinátt-
una og ótakmarkað örlætið. Megi
Guðs englar fylgja þér.
Leópold Sveinsson.
Vér oft munum hugsa um það allt, sem þú
varst,
hve andi þinn hreinn var og fagur
og einlægnin sönn, er í sálu þú barst,
og svipurinn bjartur sem dagur,
hve dagfarið prúðmennsku djásnið bar,
hve drengskapnum ekkert fékk grandað,
hve atorkan sítengd við elskuna var
og ástríkið karlmennsku blandað.
(Einar H. Kvaran.)
Hann kom alltaf með gleðina með
sér og það birti í húsinu. Ávallt
snyrtilegur til fara og stoppaði stutt.
Fjölskyldan í Furulundi situr hnípin
og hugsar um þennan indæla mann
sem ávallt vildi gefa en aldrei þiggja.
Þínum anda ætíð fylgdi gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skaltu halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur. Já, það verður gaman.
(Lýður Ægisson.)
Guð blessi minningu Braga Leó-
poldssonar.
Þorbjörg Albertsdóttir.
BRAGI
LEÓPOLDSSON
✝ Guðni Þór Andr-ews fæddist í
Keflavík 26. apríl
1964. Hann lést 26.
október síðastliðinn.
Foreldrar Guðna
Þórs voru Selma
Gunnhildur Guðna-
dóttir, f. 31. júlí 1944,
d. 26.3. 1994 og Stev-
en Andrews. Bróðir
Guðna er Bjarnþór
Sigmarsson, f. 25.
nóvember 1965.
Guðni Þór kvæntist
11. september 1991
Maríu Andrews, f. í
Taílandi 9. maí 1962. Börn þeirra
eru: Selma Guðna-
dóttir, f. 16.7. 1987,
Guðrún, f. 5.6. 1988,
Íris, f. 5.6. 1988, Þór-
oddur Kristján, f.
9.11. 1994, Matthías
Stefán, f. 16.3. 1997,
og Katrín María, f.
18.9. 1999. Guðni
stundaði almenna
verkamannavinnu
og verslunarstörf í
Keflavík.
Útför Guðna Þórs
verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í
dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(T.G.)
Sá sem hér er kvaddur var ekki
fæddur með silfurskeið í munni og líf
hans var heldur ekki alltaf dans á
rósum. Síðustu 13 árin voru trúlega
þau hamingjuríkustu í lífi hans.
Hann var stoltur af sínum stóra, fal-
lega barnahópi og bestu konunni og
lagði mikið á sig til að þau gætu notið
margs sem hann sjálfur hafði farið á
mis við. En gæfan er fallvölt og úr
hörpu þeirra er nú horfinn strengur.
Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni,
er önd hans, dauði, viðjar sínar braut,
og þú veist einn, hvað sál hans hinzta sinni
þann sigur dýru verði gjalda hlaut.
En bregztu þá ei þeim, er göngumóður
og þjáðri sál til fundar við þig býst.
Ó, dauði, vertu vini mínum góður
og vek hann ekki framar en þér lízt.
(Tómas Guðmundsson.)
Með ósk um að handan við gröf
komi dagur.
Innilegar samúðarkveðjur til
Maríu og barnanna.
Þórdís og Steinar.
Elsku frændi.
Þetta eru erfiðir dagar og ótrúlegt
að við séum að kveðja þig í dag. Þess
vegna er svo gott að eiga margar
góðar minningar sem koma nú upp í
hugann.
Veiðiferðirnar á bryggjuna í
Keflavík. Við eigum myndir af okkur
skælbrosandi og stoltum með aflann.
Allar Tinnabækurnar sem þú áttir
og við lásum. Kolbeinn kafteinn var
þinn maður en Tinni setti Tíbet á
kortið! Allar plöturnar þínar. Þú
kynntir mig fyrir mörgum hljóm-
sveitum og gerðir mig að miklum
Queen-aðdáanda.
Þú með svo mörg merki í úlpunni
þinni að ekki sást í hana. Sagðist
vera merkilegastur.
Fimmtugsafmælið hennar
mömmu og þú mættir með blátt hár
og bláar augnabrúnir. Með rauðar
rósir handa afmælisbarninu.
Rauðhausafélagið! Við vorum
aldrei sammála um hvort okkar væri
formaðurinn.
Dugnaðarforkurinn Guðni. Það
þarf dugnað og úthald til að sjá fyrir
átta manna fjölskyldu.
Síðustu ár hittumst við helst í fjöl-
skylduboðum. Þú alltaf jafn stoltur
af börnunum þínum og að segja okk-
ur sögur af afrekum þeirra.
Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku frændi. Þær voru færri
síðustu árin en alltaf hressandi og
skemmtilegar.
Það var heiður að þekkja þig og
vera frænka þín.
Minningin um þig mun ávallt
skipa sess í hjarta mínu.
Þín frænka,
Kalla Björg.
Við áttum margar góðar stundir
saman með Guðna allt frá fæðingu
hans. Vonir okkar voru um vel-
gengni og kristna vegferð hans. Og
við áttum þá von í hjarta að þessi vin-
ur okkar fengi að njóta lífsins gæða
og við áttum líka þá von að við ættum
enn margar góðar stundir saman.
Vonbrigðin gera að erfitt er að finna
sjálfan sig og staðsetja, það er ekki
auðvelt verk, maður sér illa sitt
næsta spor. Og manni finnst að
gengin spor hefðu mátt vera í aðrar
áttir.
Nóbelsskáldið spurði; hvenær
drepur maður mann, er það þegar
maður drepur mann eða þegar mað-
ur drepur ekki mann? Umdómar og
illt umtal voru skáldinu í huga sem
hræðilegt eitur í mannlegum sam-
skiptum. Hvernig skal umdæma nú?
Við getum ekki, þeir sem vita ekki
sannleikann eða styðjast við annan
ættu ekki.
Tæknin tekur og tæmir orku jafn-
vel svo að skaðað getur eðlilegar
samvistir við, skilning á og tilfinn-
ingar til mannanna sem okkur eru
samferða á lífsins göngu.
Þess vegna eða kannski án þess,
verðum við að halda fast um einföldu
gildin í hinni kristnu siðfræði og
móta skipti okkar við náungann með
vonina að vopni. Vonin er okkar dýr-
asti fjársjóður. Vonin um að allt
þetta sé til einhvers, var okkur gefin
við upprisu frelsarans. Helfregnin
kom, grimm var þessi fregn.
Já, við finnum til og spyrjum um
margt en fáum engin svör og
kannski er líka best að fá að finna til
og leita engra svara, en í hljóðri bæn
þakka fyrir að hafa fengið að njóta
samfylgdar góðs vinar um tíma og
átt samvistar stundir sem geta ekki
gleymst. Þótt vitund um bjartari lífs-
vang sé huggun í harmi, eru ómar ef-
ans í huga og hjarta ljósir í hvarmi.
Nístandi stef Hannesar Hafstein,
kom í huga.
Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og
grimm.
Hvert stynjandi næturljóð nístir mig í gegn,
hver næðandi gjóstur og þetta kalda regn.
Ég skil þetta eigi. Ég skil það ennþá eigi.
Ég er of langt í burtu til þess ég það skilja
megi.
Elsku María og börn, megi góður
Guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar og
gefi ykkur frið.
Jóhanna Guðnadóttir og
Erling Garðar Jónasson.
Með þessum fáu orðum kveðjum
við góðan vin og starfsmann til 7 ára.
Alltaf var Guðni Þór reiðubúinn og
ævinlega hægt að treysta á hann.
Hans verður sárt saknað og ávallt
minnst sem góðs drengs.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Við vottum Maríu og börnunum
okkar dýpstu samúð og biðjum góð-
an Guð um styrk þeim til handa.
Kveðja,
Hallgrímur og Þórey.
GUÐNI ÞÓR
ANDREWS
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningar-
greinar