Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 27 MINNINGAR Yfir dal er draumabjarmi mætur, djúpur friður gjörvallt sveipað lætur. Báran andar létt við lága strönd. Og um þessar yndislegu stundir er ég fullu sáttur heiminn við. Sest ég hugrór húsvegg mínum undir, hægur nætursvali kyssir grundir. Andvarp breytist mitt í kvæðaklið. Og nú eru börnin orðin stór og af- komendur margir. Mikil samheldni er í stórfjölskyldunni og þar eiga þau Guðný og Árni sinn stóra þátt með því að stuðla að því að hún hittist mjög oft og sá maður hamingjuna skína úr augum Árna þegar hann tal- aði um og við unga fólkið. Aðdáunarvert var að verða vitni að samheldni stórfjölskyldunnar í síðasta bylnum stóra í veikindum Árna – þá var hún þar – alltaf var einhver sem hélt í hönd hans. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Guð blessi minningu Árna Björns- sonar og styrki Guðnýju og fjöl- skylduna alla. Sigfríður Th. Bjarnar. Árni Björnsson læknir var um margt sérstakur maður. Hann var brautryðjandi nútíma lýtalækninga hér á landi eða skapnaðarlækninga eins þá voru kallaðar. Árni var skyn- samur, hugaður og laginn skurð- læknir. Vann hann margt læknis- verkið á slösuðum sjúklingum og á börnum og fullorðnum með með- fædd lýti, þannig að ekki þarf að hafa um þau mörg orð. Þau munu bera hróður hans. Árni var óbrotinn alþýðumaður og aristókrat, listelskur húmanisti og róttækur umbótamaður, fullur mannúðar en kröfuharður til sjálfs sín og annarra. Hæfði þetta allt vel því lífsstarfi, sem hann kaus sér. Árni var glæsilegur maður á velli, hafði einhverja sérstaka og dulúðuga útgeislun, sem bar með sér virðingu, er gerði hann fyrirhafnarlaust að fyrirmynd yngri lækna. Árni tók mikinn þátt í félagsmál- um lækna, var skoðanafastur og harður í horn að taka, ef nauðsyn bar til. Hann brá oft orðsins brandi og fór vel með, var rökfastur, óvæginn og stundum meinfyndinn. Hann gerði sig aldrei sekan um þann glæp að vera leiðinlegur á prenti. Þessir góðu eiginleikar Árna komu vel fram þegar hann var löngu hættur störfum, en taldi sér skylt að taka þátt í umræðunni um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Mátti öllum ljóst vera, að þar fóru saman geisl- andi fjör og baráttugleði, frelsi and- ans og skapandi hugsun, öllum óháð nema sannfæringunni um það, sem hún taldi rétt og satt. Ég vil leyfa mér fyrir hönd ís- lenskra lækna að senda eftirlifandi eiginkonu Árna, börnum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur með þökkum fyrir góðan dreng. Sigurbjörn Sveinsson. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar … (G. Th.) Ljúft er að láta hugann reika til þeirra haustdaga fyrir sextíu og sjö árum þegar við settumst í fyrsta bekk Menntaskólans, glaðvær hópur þrettán til fjórtán ára unglinga. Þetta var stærri áfangi fyrir okkur öll en auðvelt er að ímynda sér fyrir ungt fólk í dag, því að á þessum tím- um voru það enn forréttindi að kom- ast í framhaldsnám og innganga í fyrsta bekk Menntaskólans tak- markaðist við þá tuttugu og sjö nem- endur sem hlutskarpastir urðu á samkeppnisprófi ár hvert. Árni Björnsson hafði misst föður sinn á öðru ári og var vafalaust sá okkar sem átti við þrengst kjör að búa, al- inn upp af einstæðri móður sem komið hafði tveimur börnum sínum til góðs þroska af eigin rammleik og fórnfýsi. Þegar á þessum árum voru aug- ljósir þeir eðliskostir sem áttu eftir að einkenna öll störf Árna og langan og farsælan læknisferil hans síðar á ævinni. Hann bjó yfir mikilli skap- festu og vilja til að ná þeim mark- miðum sem hann setti sér, kjarkmik- ill og áræðinn án þess að vera óvarkár eða fús til að tefla í tvísýnu. Snemma kom fram að hann bar í brjósti sterka réttlætiskennd og jafnaðarhugsjón en flutti mál sitt ætíð með stillingu og var fráhverfur öllum öfgum. Í hópi okkar bekkjarsystkinanna var Árni meðal þeirra tryggustu, ljóðelskur og léttur í lund og kunni vel að gleðjast á góðri stund án þess að missa taumhald á sjálfum sér. Hann átti drjúgan þátt í þeirri miklu samheldni sem einkennt hefur stúd- entahópinn sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1943 og var alltaf boðinn og búinn til að vera öðrum styrkur þegar á móti blés. Við fráfall hans er því stórt skarð höggvið í þennan vinahóp. Sjálfur sótti Árni styrk og skjól til eiginkonu sem stóð við hlið hans í nærri sextíu ár, allt frá því hann var að hefja nám í læknisfræði, og síðar til stórrar og samhentrar fjölskyldu þeirra. Þeim öllum sendum við Dóra innilegar samúðarkveðjur um leið og við minnumst allra góðra stunda sem við höfum átt saman á langri ævi. Jóhannes Nordal. Nestor íslenskra lýtalækna hefur kvatt þennan heim að loknu miklu og góðu ævistarfi. Hann var frum- kvöðull lýtalækninga hér á landi, í forustusveit norrænna kollega sinna og virtur vel á alþjóðavettvangi. Árni var óvenjulega vel gerður maður bæði til líkama og sálar, hár og myndarlegur og hafði afar fallega framkomu, léttur á fæti, prúður og kurteis, glaðlyndur og jafnlyndur og skipti sjaldan skapi, fastur fyrir og traustvekjandi, forkur duglegur, sterkur vel, handlaginn og góður skurðlæknir. Sjúklingar og samstarfsfólk dáðu hann og treystu. Því hlóðust á hann forystustörf í félögum og nefndum, sem hann gegndi af sömu alúð og læknisstörfum sínum. Hann var af- kastamaður til allra verka, ósérhlíf- inn og hjálpsamur, lítillátur og gerði sér engan mannamun, vinfastur og vildi allra vanda leysa. Víðlesinn var hann jafnt á fagrit sem fagurbókmenntir og ritfær í besta lagi eins og greinaskrif hans bera með sér hvort sem var um heil- brigðismál eða dægurmál og honum var ekkert mannlegt óviðkomandi. Það jók honum víðsýni að hafa gert víðreist utanlands og innan og hann var sílesandi enda vel lesinn og mað- ur kom aldrei að tómum kofunum hjá honum. Hann var mjög skemmti- legur maður. Árni bjó í hamingjusömu hjóna- bandi í sextíu ár enda er Lóló einstök kona, músíkölsk, skemmtileg og fal- leg, og gaman hvað þau voru alltaf skotin hvort í öðru. Fjölskyldan var stór og samhent og Árna mikill styrkur, sérstaklega þegar heilsan tók að bila. Við Árni vorum vinir og félagar úr Háskólanum og síðan samstarfs- menn á Landspítalanum. Ég vissi því hvaða mann hann hafði að geyma eftir meira en hálfrar aldar kynni. Það styrkti vináttu okkar Árna að við vorum hestamenn og fórum um árabil í löng hestaferðalög með börn- um okkar og barnabörnum og nokkrum vinum vítt og breitt um landið. Minnisstæðar eru ferðir okk- ar í Þórsmörk; inn undir Arnarfell hið mikla; yfir Kaldadal og Arnar- vatnsheiði í Vatnsdal og suður yfir Kjöl; austur Mýrdalssand í Skaftár- tungu og til baka Fjallabaksleið; yfir Leggjarbrjót og Síldarmannagötur á Snæfellsnes um Flatir, yfir Trölla- háls og Arnardalsskarð og á Löngu- fjörur og heim um Uxahryggi og Þingvöll. Við áðum undir Helgrind- um og enginn verður samur eftir að líta jökulinn í allri sinni dýrð. Árni var hörku ferðamaður og vílaði ekki fyrir sér að ríða langar dagleiðir, sundlagði Þjórsá og hleypti á kaf í Þjórsárverum og Kúðafljóti og hafði gaman af. Aldrei var þó slegið af ör- ygginu, því að við vorum með ung- linga í för. Legið var í tjöldum og skálum. Eiginkonurnar sáu um trússið og veislu á hverju kvöldi. Mikið var sungið og Árni hrókur alls fagnaðar, ljóðelskur og kunni ókjör af ljóðum sem lágu honum létt á tungu. Ennþá ómar í eyrum mér söngurinn um bjarta heiða júlínótt efst á Arnarvatnshæðum og að Fjallabaki. Þegar aldurinn færðist yfir og heilsan að bila létum við nægja Njáluslóðir, heimahaga Árna, þar var hann í essinu sínu innan um frændur og vini og söguna sem var honum svo hugleikin. Í kynnisferð austur á land og í kringum landið komst ég að raun um að hann var jafn skemmtilegur bílkeyrandi og ríðandi og alls staðar átti hann vini sem lögðu sig í líma að gera honum allt til hæfis. Þau hjónin voru list- unnendur og sóttu reglulega hljóm- leika jafnvel um langan veg og hlotn- aðist okkur sú ánægja að fylgja þeim á hljómleika austur á Kirkjubæjar- klaustur og í Skálholt. Það var upp- lifun eins og svo margt sem Árni átti frumkvæði að. Við Lúlla kveðjum Árna með söknuði og vottum Lóló og fjölskyld- unni allri samúð okkar og óskum þeim allrar blessunar. Jón Þorsteinsson. Við hjónin söknum vinar okkar, Árna Björnssonar, sem andaðist eft- ir stutta legu hinn 24. október. Kynni okkar kolleganna hófust við upphaf læknanáms 1943 og urðum samferða allt til lokaprófs. Fyrr en varði var vinátta tvennra hjóna náin en í þá daga tíðkuðust kvöldheimsóknir til vina og kunningja. Hefir vinskapur- inn haldið þrátt fyrir aðskilnað um skeið vegna búsetu erlendis. Árni Björnsson var fyrsti íslenski sér- fræðingurinn í lýtalækningum og var Landspítalinn starfsvettvangur hans. Þar var hann mikils metinn skurðlæknir, stjórnandi og kennari. Hann tók virkan þátt í félagsmálum lækna, bæði innan Landspítalans og utan, var formaður Læknafélags Reykjavíkur um skeið. Hann var kjörinn heiðursfélagi þess og Félags ísl. lýtalækna. Árni stofnaði einnig Öldungadeild Læknafélags Reykja- víkur og var formaður hennar fyrstu árin. Þá var hann vel ritfær og ötull við að koma ákveðnum skoðunum sínum um þjóðfélagsmál á framfæri í blaðagreinum auk greina sinna í læknatímarit. Margs er að minnast frá samveru okkar hjóna eftir að menn fóru að tínast heim kringum 1956–1957. Tóku menn upp gömul kynni og fleiri bættust í hópinn. Var þá lagst í ferðalög. Þótt hestamennska væri Árna í blóð borin og Þórsmörk eft- irlætisstaður hans naut hann sín vel í ferðum okkar í góðum hópi vítt og breitt um landið, frá Ströndum til Suðursveitar sem og til annarra landa. Í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar er hann flutti okkur eftir óbrigðulu minni langa kvæða- bálka eða sem forsöngvari. Eftir- minnileg er síðasta Þórsmerkurferð- in er hann bauð til 80 ára afmælis- fagnaðar á fögru sumarkvöldi í fyrra. Lóló er söngvin og músíkölsk og mörg voru kvöldsamkvæmin í ár- anna rás með söng og á síðari árum höfum við haldið áfram að njóta sam- eiginlegra kvöldstunda með þeim hjónum og vinum við rabb um þjóð- mál eða bókmenntir og hlustun á tónlist sem þau hjónin höfðu mikinn áhuga á. Allar þessar minningar og fleiri eigum við eftir samleið okkar gegn- um lífið með Árna og Lóló. En lífið er ekki bara leikur. Þau hjón urðu fyrir því áfalli að elsta dóttir þeirra missti heilsuna á besta aldri og hafa sinnt henni einstaklega vel. Árni var mjög æðrulaus maður og tók öllu með stó- ískri ró. Einnig þegar heilsan fór að bila og hann lenti í endurteknum hjartaáföllum. Hann náði ótrúlegum bata þannig að hann gat stutt Lóló sína í veikindum hennar á síðasta ári. Þannig munum við hann og þökkum áratuga vináttu og samfylgd. Anna Jóhannesdóttir og Tómas Árni Jónasson. Kær vinur, Árni Björnsson lækn- ir, hefur nú lagt upp í ferð sem okkar allra bíður, ferðina yfir móðuna miklu. Þessi brottför kom okkur fé- lögum hans á óvart, ekki síst ef horft er til þess, að fyrir fáum árum, hafði Árni risið upp úr erfiðri sjúkdóms- legu og náð bærilegri heilsu eftir áhættusamar skurðaðgerðir. Enda þótt við Árni værum um svipað leyti saman í mennta- og há- skóla hér í Reykjavík, kynntumst við ekki að ráði fyrr en á fullorðinsárum úti í Svíþjóð. Þessi kynni, sem urðu á námsárum okkar, voru báðum eftir- minnileg, en við Hjördís hittum þau Lóló af tilviljun á yndislegri óperu- sýningu í Stokkhólmi, og bundust fjölskyldur okkar þá nánum vináttu- og tryggðaböndum. Árni varð strax vinsæll og eftir- sóttur læknir, enda traustur og sam- viskusamur. Hans mun þó sérstak- lega verða minnst sem braut- ryðjanda í lýtalækningum á Íslandi, en í þeirri grein leysti hann mörg erfið vandamál í sambandi við bruna- slys, örmyndanir, en þó einkum í meðferð á ýmsum „skapnaðarlýtum“ hjá nýburum. Hann var mjög áhuga- samur um þessi mál og helgaði starf- inu á spítalanum krafta sína. Árna verður líka minnst sem göf- ugs manns, sem lét sér engin mann- leg vandamál óviðkomandi, og hafði myndugleika til að koma skoðunum sínum á framfæri. Auk mikillar starfsmenntunar var hann stórvel gefinn og mikið lesinn. Hann hafði yndi af bókmenntum og ekki síst ljóðum og kunni heilu ljóðbálkana utan að, sömuleiðis höfðu þau hjón mikinn áhuga á hljómlist, og sóttu reglulega hljómleika. Alltaf var jafn gott að heimsækja þau Lóló og njóta veislufanga á þeirra fallega heimili. Árni var mjög skemmtilegur félagi, hugmyndarík- ur og gamansamur og ræðinn, og einu mátti gilda, hvað á góma bar, alls staðar var hann vel heima. Árni hafði mikinn áhuga á hesta- mennsku, sem hann hafði stundað frá barnæsku, og var sjálfur af- bragðs hestamaður. Við Hjördís áttu því láni að fagna að fara með þeim hjónum í skemmtileg og eftirminni- leg hestaferðalög, en auk þess áttum við samleið með þeim í margvísleg- um skilningi. Við kveðjum Árna með innilegu þakklæti fyrir trygga vináttu og söknum sárt kærs vinar og sam- ferðamanns. Við sendum Lóló og fjölskyldunni samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á þessum sorgartímum. Hjördís og Tryggvi Þorsteinsson. Árni Björnsson, fyrrverandi yfir- læknir lýtalækninga, er allur. Kynni okkar hófust síðla árs 1977, þegar Árni sýndi mér tvær ættir, þar sem skarð í vör var áberandi í annarri ættinni en holur gómur í hinni. Það var augljóst þegar að var gáð að um svokallaðar kynbundnar erfðir var að ræða í holgómaættinni. Þessar at- huganir kynntum við árið 1978. Það tók síðan mörg ár og fleiri mannár í samstarfi við félaga okkar í Bret- landi að ráða gátuna með kynbundnu erfðirnar og finna genið sem vand- ræðunum olli, en það tókst og var niðurstaðan birt í október árið 2001. Niðurstöðurnar vöktu athygli og var þeirra getið víða um heim. Árni var einn af þeim mönnum sem leita til hlítar að orsökum hluta og sá eiginleiki naut sín við rann- sóknir sem taka langan tíma. En þó svo að þetta rannsóknastarf okkar væri áhugavert, þá var það miklu áhugaverðara fyrir mig persónulega að kynnast miklum mannkosta- manni þar sem Árni var. Með árun- um urðu samræður okkar mér „aka- demía“ og kynni okkar urðu að vináttu. Árni var mjög félagslyndur og gæddur persónutöfrum. Hann var réttsýnn, rökvís og ritfær, hann var vel máli farinn. Alls þessa naut við í störfum hans í þágu lækna og fagfélaga þar sem hann reyndist betri en annar. Við vorum uppaldir sitt hvorum megin við Fljótið (Markarfljót), hann horfði yfir til Eyjafjalla, ég yfir í Fljótshlíð- ina og þóttu báðum akrar sínir fagr- ir, sennilega snúa báðir aftur eins og Gunnar forðum. Það voru ekki sögu- svið Njálu sem urðu þess valdandi hvers góð kynni tókust með okkur heldur miklu fremur hin sterka rétt- lætiskennd og virðing Árna fyrir öðrum mönnum sem sköpuðu okkar nánu tengsl. Ég sat sem lærisveinn í hans návist í byrjun en smám saman urðum við sem jafningjar. Það var unun að ræða við hann um hin ýmsu málefni, hvort sem þau voru fagleg eða mál líðandi stundar. Hann hafði alltaf skoðun á málum en var líka alltaf tilbúinn að hlusta á skoðanir annarra. Eins og áður getur var Árni mjög ritfær og eru þær greinar sem hann ritaði margar og fjalla um hin ýmsu málefni. Honum voru mjög hugleikin siðfræðileg vandamál, einkum er snertu læknisfræði og vísindi. Þær eru ófáar greinarnar þar sem hann skýtur föstum skeytum að stéttar- bræðrum sínum (bæði karl- og kven- kyns) þegar honum finnast þeir fara yfir mörkin. Hann bar stöðu ís- lenskra lækna og vísindamanna fyrir brjósti og vildi veg þeirra og ábyrgð sem mesta. Þetta hefur því miður farið á annan veg hvað Landspítal- ann varðar, þá stofnun sem hann bar sérstaklega fyrir brjósti. Vonandi horfir það til bóta. Hjónin Gudrun Moore og Philip Stanier senda sam- úðarkveðjur og þakklæti fyrir sam- starfið sem gaf þeim svo mikið. Með Árna Björnssyni er mikill maður og mannvinur genginn. Það var mín gæfa að kynnast honum og eiga að vini. Hvíl hann í friði. Aðstandendum votta ég samúð mína. Alfreð Árnason. Stofugangur á barnadeild Land- spítalans fyrir 25 árum. Lítil stúlka er í skoðun hjá lækni sínum eftir vel heppnaða aðgerð. Læknir dáist að verki sínu og finnst vel hafa tekist til. Stúlkan er honum hjartanlega sam- mála og segir: Þú ert svo ofboðslega klár, Árni! Árni Björnsson læknir var guðs- gjöf. Hann reyndist mér vel allt frá fæðingu minni, og þær eru ófáar að- gerðirnar sem ég fór í þar sem hann handlék hnífinn af snilld. Hann fylgdist líka með mér eftir að hann lét af störfum og kom með beinum hætti að síðustu aðgerð minni sem framkvæmd var í London af góðvini hans Ian Jackson. Ég og foreldrar mínir minnumst hans með hlýju og þakklæti og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Megi Guð blessa og varðveita minningu Árna Björnsson- ar læknis. Ásta Camilla Gylfadóttir. Litla gatan okkar, Blátún á Álfta- nesi, er snauðari við fráfall góðs vin- ar og nágranna, Árna Björnssonar. Samt um leið ríkari en flestar aðrar götur vegna þess sem þau Árni og Guðný hafa gefið okkur af ómetan- legri samveru, skemmtun og hlýju. Í sumarlok kvaddi Árni okkur grann- ana síðla kvölds með því að flytja okkur ljóð, eftir að seinustu glæð- urnar í götugrillinu höfðu slokknað. Nú, tæpum tveimur mánuðum síðar, er það hlutskipti okkar að kveðja hann. Það var árviss viðburður, rétt eins og grillið, að Árni færi með ljóð. Hæfileikar hans sem ljóðaflytjanda verða lengi í minnum hafðir. Við vor- SJÁ SÍÐU 28 Vita nostra brevis est. Sem lúinn octogenarian kveð ég dreng góðan. Vinur minn Árni sem var bekkjarbróðir minn öll menntaskólaárin var skemmtilega krítískur á tilveruna án þess að vera dómharður. Genginn er raungóður vinur. Minning hans mun greypt í huga minn. Við hjónin, Þorbjörg og Halldór, sendum Lóló og börnum þeirra Árna inni- legar samúðarkveðjur. Halldór S. Rafnar. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.