Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD JÓN SAGÐI AÐ ÉG ÆTTI AÐ SNÚA VIÐ BLAÐINU ÞAÐ ER BARA EITT VANDAMÁL... ÞAÐ ER ALLT OF LANGT Í BURTU STÆKKUN FLUGVALLAR VERÐUR FRESTAÐ BORGIN ÆTLAÐI AÐ LEGGJAST Í FAMKVÆMDIR Á NÆSTU DÖGUM EN SÁ SEM Á LANDIÐ NEITAR AÐ SELJA... HVER ÆTLI ÞAÐ SÉ? PABBI, AF HVERJU BÝRÐU Í ÞESSU HÚSI MEÐ MÖMMU... Í STAÐINN FYRIR ÞAÐ AÐ BÚA Í ÍBÚÐ MEÐ TVEIMUR FÁKLÆDDUM STELPUM UM TVÍTUGT? VÁ! MAÐUR SPYR BARA EINNAR AUÐVELDRAR SPURNINGAR OG MAÐUR MÁ EKKI HORFA Á SJÓNVARP Í VIKU! Dagbók Í dag er miðvikudagur 3. nóvember, 308. dagur ársins 2004 Víkverji fór út aðborða fyrir skömmu og tók með sér fjölskylduna. Þar sem hann sat við borðið og var að reyna að ljúka við kjúklingarétt- inn sinn og sannfæra yngsta barnið um að vera rólegt í smá stund í viðbót þá velti hann því fyrir sér hvers vegna fleiri veitingahús reyna ekki að höfða til foreldra með því að bjóða ungviðinu af- þreyingu. Fyrir utan skyndibitastaði þá minnist Víkverji sérstaklega heimsóknar einu sinni á veitingastaðinn American Style í Kópavoginum. Þar var búið að útbúa lítið herbergi fyrir krakka með leik- föngum af ýmsum gerðum og teikni- myndum sem þau gátu horft á. Stað- reyndin er sú að oft eru börnin nefnilega miklu fljótari en foreldr- arnir að borða og þá er gott að dreifa huganum í smá stund á meðan full- orðna fólkið fær að ljúka við matinn sinn í rólegheitum. x x x Víkverji og dóttir hans þræddutískuverslanir á dögunum. Er- indið var að hafa uppi á fallegum kjól fyrir stúlkuna sem komin er á unglings- aldur. Farið var í marg- ar búðir og hún var ekki í vandræðum með að finna flíkur til að máta og sannfæra foreldri sitt um að sig bráðvant- aði þær. Minnisstæðust er heimsóknin í versl- unina Vila. Þar stjön- uðu tvær afgreiðslu- stúlkur við dótturina þegar hún hafði komið auga á það sem Vík- verja fannst vera fal- legur undirkjóll en dóttirin sá fyrir sér sem sparikjól. Kjóllinn var ekki til í hennar númeri en þær vissu af einum í útláni og lof- uðu að hringja þegar hann kæmi inn. Það gerðu þær og þá vissu þær að hún þyrfti að nota kjólinn daginn eft- ir svo þær straujuðu hann. Verðið kom þægilega á óvart, kjóllinn kost- aði tæplega fjögur þúsund krónur. Þjónustan var hins vegar eins og hún gerist best í fínustu verslunum. Víkverji hefur oft þrætt tískuversl- anir með dóttur sinni hér heima og í útlöndum og það er alls ekki oft sem hann mætir svona fyrsta flokks þjón- ustu í slíkum búðum. Það er því gam- an að geta sagt frá þessari notalegu heimsókn Víkverja í Vila. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarið átt samstarf við nokkrar af helstu popphljómsveitum Íslands og eru næstir í röðinni dreng- irnir í hljómsveitinni Nýdönsk. Á morgun kl. 19.30 munu sveitirnar leiða saman hesta sína og flytja helstu lög Nýdanskrar í nýjum búningi. Þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm æfðu með sveitinni í gær og var félagi þeirra Jón Ólafsson skammt undan við slag- hörpuna. Morgunblaðið/Golli Sígilt popp í sígildan búning MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér. (Sálm. 3. 6.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.