Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 33 DAGBÓK Félagsþjónustan í Reykjavík (FR) efnirtil opins málþings í Gerðubergi á morg-un frá kl. 9.30–16 þar sem kynntarverða nýjungar í þjónustu og ýmis þró- unar- og átaksverkefni. Þar á meðal verða kynnt ýmis þróunar- og átaksverkefni sem skipulögð eru með það í huga að ná til ýmissa hópa í vanda til þess að bæta þjónustuna og árangur hennar og að auka lífsgæði þátttakendanna. Oft eru þessu verkefni unnin í samvinnu við aðra aðila,bæði inn- an og utan borgarkerfisins. Einnig verða kynntar niðurstöður kannana sem unnar voru með styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna á árinu en Sigríður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs FR, segir rannsóknir og kannanir nauðsynlegar forsendur alls þróun- arstarfs ef vel á að vera. „Sem dæmi um verkefni sem kynnt verða og snúa að börnum og barna- vernd, má nefna nýja vinnuaðferð sem verið er að innleiða í málefnum barnafjölskyldna og gengur undir heitinu fjölskyldusamráð,“ segir Sigríður, en þar er um lausnamiðaða nálgun að ræða, þar sem stórfjölskyldan og nærumhverfi barnsins eru nýtt á markvissan hátt í lausn málsins. „Einnig verður kynnt nýtt vinnulag sem verið er að taka upp við vinnslu barnaverndartilkynninga. Hér er í báðum tilvikum verið að innleiða nýjar vinnuað- ferðir sem notaðar eru erlendis og gefið hafa góða raun. Með vinnulagi af því tagi sem nefnt hefur verið hér er verið að auka ábyrgð einstaklingsins og fjölskyldunnar á eigin lífi.“ Hvaða verkefni blasa við framundan hjá FR? „Efni málþingsins spannar að stórum hluta þau verkefni sem blasa við á næsta ári og koma skýrt fram í markmiðum Starfsáætlunar 2005. Áherslur starfseminnar einkennast í vaxandi mæli af átaks- og þróunarverkefnum og má þar sér- staklega nefna verkefni sem snúa að stuðningi við þá sem eru atvinnulausir og fólk sem býr við mikla fjárhagserfiðleika og hefur lágar tekjur til langs tíma. Þessi verkefni hafa endurhæfandi markmið og má þar sem dæmi nefna Kvenna- smiðjuna sem er samstarfsverkefni Trygg- ingastofnunar ríkisins, Félagsþjónustunnar og Miðgarðs.“ Hvaða mál eru sérstaklega ofarlega á baugi? „Félagsmálaráð Reykjavíkur hefur sett mál- efni barna, húsnæðismál og þjónustu inn á heimili Reykvíkinga á oddinn og endurspeglast þær áherslur í starfsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2005 í auknum stuðningi við fátæk börn og börn í áhættuhópum, í samþættri og aukinni þjón- ustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum, í aukn- um stuðningi við tekjulágt fólk í húsnæðisvanda og í því að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra sem fengið hafa fjárhagsaðstoð í langan tíma.“ Nánari upplýsingar á www.felagsthjonustan.is. Félagsþjónusta | Opið málþing um nýjungar og þróunarverkefni í félagsþjónustu Rannsóknir forsenda framfara  Sigríður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk BA- prófi í almennum þjóð- félagsfræðum frá HÍ 1975 og mastersprófi í stjórnun og stefnu- mörkun velferðarþjón- ustu frá Háskólanum í Mancester 1979. Sigríður hefur starfað við Félagsþjónustuna í Reykjavík og starfar nú sem framkvæmda- stjóri þróunarsviðs. Hefur hún sinnt stunda- kennslu við Háskóla Íslands og rannsóknum á sviði velferðarþjónustu. Sigríður er gift Ólafi Erni Thoroddsen og eiga þau tvö börn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Jafnrétti JÚ, ég vil jafnrétti, ég vil jafna möguleika á við aðra. Ég vil eiga jafna tekjumöguleika á við aðra. Ég vil að tekið sé tillit til mín og míns hóps. Ég og mínir líkar eigum undir högg að sækja, en þó erum við um fimmtungur þjóðarinnar. Okkar líkamsstarfsemi er önnur og erum við óvelkomnir víða. Við lif- um styttra. Við vorum pyntaðir hér áður fyrr og reyndum því að fela það. Meira að segja orðið sem móð- urmálið hefur gefið okkur í arf lýsir fordómum í okkar garð; örvhentur sem andstæða við rétthentur. Hafið þið leitt hugann að því hvernig ýmis fyrirtæki taka á móti örvhentum? Fyrir örvhenta er verið að segja; við tökum eingöngu tillit til rétthentra og viljum helst ekki ykk- ar viðskipti, ef þið endilega viljið kaupa eitthvað, vinsamlegast þá ein- göngu staðgreiða með peningum því við viljum helst ekki að þið grípið penna í hönd, þeir eru bara fyrir hina. Skoðið ýmsa handverksmenn (smiðir, rafvirkjar ... ) skoðið þá staðla sem eru í gangi, hvers vegna herðir maður skrúfur réttsælis? Jú, því þá nær maður betra átaki með hægri hendi. Kíkið á hjólsagir og stingsagir; hvert er afsaginu blásið? Jú, beint framan í örvhentan mann. Hafið þið skoðað lyklaborð tölv- unnar; teljið stafina sem litli fingur vinstri handar á að stjórna og þá sem litli fingur hægri handar á að stjórna; sjáið þið ekki stóran mun? Hafið þið farið í sund? Jú, þar eru sumir sem vilja að eingöngu sé synt í hringi rangsælis en ekki réttsælis eins og meiri tilhneiging er hjá örv- hentum. Þegar sundlaugarverðir setja upp skilti sem vísa sundstefn- una; allir í sömu átt. Væri ekki eðli- legra að vera með tvö skilti og mis- munandi hring á brautum, ef sundlaugarnar vilja ákveða stefn- una. Eða eiga örvhentir helst ekki að synda? Eiga þá örvhentir að greiða lægra gjald í staðinn? Sundlaug- arnar eru yfirleitt reknar af hinu op- inbera. Eiga þá örvhentir að borga lægri skatta því hið opinbera tekur síður tillit til þeirra en hinna? Í allri opinberri umræðu gleym- umst við. Hvað hefur Hagstofan t.d. unnið margar skýrslur þar sem tölur koma fram um fjölda, lífslíkur, at- vinnudreifingu, menntun o.s.frv. Ég hef ekki fundið stafkrók á vefnum hjá þeim. En vegna þess að hið opinbera mismunar okkur og við höfum annað sjónarhorn á málin, ættum við þá ekki að fá sérstök lög sem tryggja rétt okkar? Ættum við þá ekki að vera til staðar á þeim stöðum sem skipta máli, t.d. fá kvóta í hæstarétti (einn af hverjum fimm hæstarétt- ardómurum ætti að vera örvhentur) eða í stjórnunarstöðum? Jú, ég vil jafnrétti!! Vignir Bjarnason, Hrísrima 30, Reykjavík. Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Hjálmari Jónssyni þau Salka Ólafs- dóttir og Jón Elvar Guðmundsson. Skugginn/Barbara Birgis Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 www.ljósmynd.is Tilboðsmyndatökur Jólamyndatökur Hefðbundnar myndatökur Barnamyndatökur Verslið við fagmenn Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 23.nóvember í 28 nætur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Það er um 22-25 stiga hiti á Kanarí í nóvember og desember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 23. nóvember frá kr. 39.995 Verð kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi/studio, 23.nóvember 23 nætur. Netverð. Verð kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Flug, gisting, skattar,28 nætur, 23.nóvember. Netverð Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.- 28 nætur Fræðslufundur Minja og sögu Efni: Baróninn á Hvítárvöllum Fyrirlesari: Þórarinn Eldjárn Fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember nk. í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu hefst kl. 17.00. Að þessu sinni mun Þórarinn Eldjárn rithöfundur fjalla um franska aðalsmanninn barón Charles Gauldrée Boilleau, sem var stórætt- aður heimsborgari og hámenntaður listamaður sem vonaðist til að finna sjálfan sig í íslenskri sveit. Fyrr en varði hafði hann keypt sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hafið þar búskap. Götuheit- ið Barónsstígur í Reykjavík vitnar um að þar kom hann einnig við. Hver var þessi maður og hvað gekk honum til? Þórarinn Eldjárn hefur sett saman áhrifamikla og margbrotna heimildaskáldsögu um baróninn á Hvítárvöllum. Að loknum fyrirlestri mun Þórarinn svara fyrirspurnum. Þórarinn Eldjárn er einn af okkar fremstu og vinsælustu rithöfund- um. Hann fagnar 30 ára höfundarafmæli um þessar mundir. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur Stjórnin Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.