Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 34

Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 óvináttu, 8 fer á hesti, 9 skúta, 10 forskeyti, 11 ákveð, 13 enn innar, 15 dælir, 18 kvartil, 21 eldstæði, 22 ekið, 23 töfrastafs, 24 erting í húð. Lóðrétt | 2 ysta brún, 3 líffærið, 4 súld, 5 skyn- færin, 6 glæða, 7 til sölu, 12 þjóta, 14 eyktamark, 15 poka, 16 held til haga, 17 upphafs, 18 ilmur, 19 þekktu, 20 blóma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 múgur, 4 folum, 7 lufsa, 8 ýfður, 9 rær, 11 rýrt, 13 orri, 14 ýmsir, 15 skær, 17 fold, 20 far, 22 rolla, 23 eflir, 24 korti, 25 nöfin. Lóðrétt | 1 múlar, 2 gáfur, 3 róar, 4 flýr, 5 læður, 6 morði, 10 æðsta, 12 Týr, 13 orf, 15 sprek, 16 ætlar, 18 orlof, 19 dýrin, 20 fati, 21 regn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í viðskiptum í dag og sýndu gætni. Ekki er ráðlegt að leggja spilin á borðið núna, misskilningur og blekkingar liggja í loftinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu vel yfir fyrirmæli sem þér berast frá yfirboðurum og foreldrum því mikill misskilningur er á ferðinni. Ef þú ert ekki viss er farsælast að spyrja. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver á vinnustað segir ekki alla sög- una, en það er erfitt að vera alveg viss. Ef þú heldur að eitthvað sé ekki eins og það á að vera er það líklega rétt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sköpunargáfa þín er óvenjumikil núna og þér reynist fært að hugsa utan rammans. Á hinn bóginn er líklegt að einhver reyni að plata þig í ástum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að hafa það náðugt ef þú getur. Þú býrð ekki yfir miklum krafti þessa dagana. Ekki fyllast vonleysi eða uppgjöf vegna aðstæðna heima fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er ekki góður dagur til þess að skrifa undir samninga eða taka mik- ilvægar ákvarðanir. Ekki skuldbinda þig ef þú mögulega kemst hjá því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fok- dýrt. Einhver reynir að blekkja þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu ekki að leika tveimur skjöldum í dag, þú gætir villt um fyrir sjálfum þér! Ekkert er eins og það sýnist vera um þessar mundir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Blekkingar og laumuspil gera vart við sig í dag. Ertu að reyna að firra þig ábyrgð? Eða er einhver að reyna að forðast þig? Vertu með á nótunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að sýna öðrum einlægni í dag og koma hreint fram. Hugsanlegt er að ein- hver plati þig, annaðhvort óviljandi eða af ráðnum huga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki malda í móinn þótt mikilvægir ein- staklingar séu þér ekki sammála. Það er ekki víst að þú eða þeir þekki alla mála- vöxtu. Haltu andlitinu umfram allt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að forðast ágreining um stjórn- mál eða trúmál í dag. Viðmælendur þínir vita ekki hvað þeir eru að tala um og reyna að slá ryki í augu þér. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Þrautseigja og þrákelkni koma þér að góðum notum í lífinu. Þessir eiginleikar gera þér kleift að gefast ekki upp þótt á móti blási. Yfirbragð þitt virðist jafnan rólyndislegt og fjarlægt. Í návígi sýnir þú jafnan mikið keppnisskap og ert að sama skapi tapsár. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. b3 He8 9. Dc2 De7 10. e4 e5 11. cxd5 cxd5 12. Bg5 dxe4 13. Rxe4 exd4 14. Rxf6+ Rxf6 15. Hfe1 Be6 16. Rxd4 h6 17. Rf5 Dc7 18. Rxd6 Dxd6 19. Bxf6 gxf6 20. He3 Hac8 21. Dd1 Dd5 22. Hg3+ Kf8 23. Dd2 h5 24. Db4+ Hc5 25. He1 b6 26. Df4 Ke7 27. Bc4 Dd6 Staðan kom upp í kvennaflokki Ólymp- íuskákmótsins sem lauk fyrir skömmu í Calviu á Mallorca. Guðlaug Þorsteins- dóttir (2130) hafði hvítt gegn Catarina Leite (2236). 28. Hxe6+! fxe6 29. Hg7+ Kf8 30. Dxd6+ Kxg7 31. h4 hvítur hefur nú mann og drottningu gegn tveim hrók- um svarts og dugði það auðveldlega til sigurs. 31...He5 32. Dd7+ Kf8 33. Dxa7 b5 34. Bd3 He7 35. Da8+ Kg7 36. Df3 Hd5 37. Dg3+ Kf8 38. Be4 He5 39. Dg6 Hf7 40. f3 Ke7 41. b4 Hf8 42. f4 og svart- ur gafst upp. Hvítur á leik. Tónlist Borgarleikhúsið | Þjóðlagasveit Tónlist- arskólans á Akranesi heldur sýningu í Borgarleikhúsinu, þar sem írsk og skosk þjóðlagatónlist verður sungin og leikin á fiðlur. Einnig fléttast inn í sýninguna tal- kór sem flytur ljóð. Hafnarborg | Hádegistónleikar kl. 12. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Antonia Hevesi flytja söngleikjatónlist. Nelly’s | Trúbadorinn Einar Örn leikur. Neskirkja | Caput Brass flytur verkið Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jó- hannsson kl. 20. Stjórnandi er Guðni Franzson. Norræna húsið | Áskell Másson á darabuka, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Einar Jóhannesson á klarínettu og Örn Magnússon á píanó munu flytja þrjú verk eftir Áskel Másson. Eitt verkanna er frumflutt. Næsti bar | Bára Grímsdóttir flytur lög af geisladisk sínum, Funa, ásamt gít- arleikaranum Chris Foster, kl. 22. Reykholtskirkja | Gunnar Kvaran sellóleikari heldur tónleika í kvöld og annað kvöld kl. 20.30, þar sem hann mun flytja all- ar einleikssvítur Bach fyrir selló. Einleikssvíturnar teljast meðal merk- ustu og dýpstu verka meistarans og þykja prófsteinn á hæfni hvers sellóleikara. Tónleikarnir hefjast báða dagana kl. 20.30. Námskeið Www.ljosmyndari.is | Þriggja daga staf- rænt námskeið verður haldið 9.–11. nóv. kl. 17–20 að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ. Skráning á ljosmyndari.is eða 898–3911. Leiðb. Pálmi Guðmundsson. Myndlist Bókasafn Hafnarfjarðar | Sýning á verk- um barna úr Litla myndlistarskólanum í Hafnarfirði stendur til 14. nóv. nk. Sýn- ingin ber heitið „Fagur fiskur í sjó“ og „Kisa kisulóra“. Kirkjuhvoll Listasetur | Íslenskir kven- gullsmiðir sýna gripi sína í Kirkjuhvoli. Á þriðja tug gullsmiða sýna þarna verk sín og meðal þess sem sjá má er sveinstykki fyrsta íslenska kvengullsmiðsins, Sigríð- ar Ásgeirsdóttur frá Ísafirði, sem lauk sveinsprófi 1923, árið áður en Gullsmiða- félag Íslands var stofnað. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Mat- ar- og fataúthlutun fyrir efnalitlar ein- stæðar mæður með börn á framfæri er á miðvikudögum kl. 14–17 að Sólvallagötu 48. Svarað í síma 5514349 þri.–fim. kl. 12–16 og þá er einnig tekið við fatnaði, matvælum og öðrum gjöfum. Fyrirlestrar Breiðagerðisskóli | Anna Hreinsdóttir leikskólastjóri heldur fyrirlestur fim. 4. nóv. kl. 20, um rannsóknarverkefni sitt um notkun barna á tölvum í leikskóla- starfi. Aðgangseyrir er kr. 700. Allur ágóði rennur í Rannsóknarsjóð leikskóla. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Skóla- málanefndar Félags leikskólakennara. Málþing Félagsþjónustan í Reykjavík | Félags- þjónustan heldur opið málþing á morgun kl. 9.30 í Gerðubergi þar sem kynnt verða nýmæli í þjónustu, átaks- og þró- unarverkefnum. Kynning á ýmsum verk- efnum og rannsóknum sem hafa verið unnar m.a. í samvinnu við félagsráðgjöf við HÍ. Erindi halda: Lára Björnsdóttir fé- lagsmálastjóri og Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Fundir ITC–Fífa | Fundur kl. 20.15 í kvöld í sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju að Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir áhugasamir um að bæta samskipti – sjálfstraust – skemmt- un – skipulag og stjórnun velkomnir. Uppl. www.simnet.is/itc itcfifa@isl.is og Guðrún í s. 698 0144. Gunnar Kvaran Staðurogstund http://www.mbl.is/sos TÓNLISTARMAÐURINN Hjörvar Hjörleifsson, sem gengur undir listamannsnafninu Stranger, heldur útgáfutónleika á Gauki á Stöng í kvöld kl. 21 stundvíslega, í tilefni af útgáfu plötu sinnar Paint Peace. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Hjörvar hefur spilað og samið tónlist í fjölmörg ár með hinum ýmsu aðilum, t.a.m. með hljómsveitunum Los og Monotone. Hjörvar semur öll lög og texta á nýju plöt- unni. Tónlist Stranger verður best lýst sem kántrískotnu poppi með þungum og rokk- uðum undirtóni, og má vel greina áhrif frá hljómsveitum á borð við Beck, Cake og Depeche Mode. Með Stranger spila Pétur Benediktsson úr hljómsveitinni Tristian á gítar og úr Ensími þeir Hrafn Thoroddsen hljómborðsleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Arnar Þór Gíslason trommari. Morgunblaðið/Golli Ókunnur málar frið á Gauknum í kvöld Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is UPPLESTUR verð- ur haldinn á Súfist- anum í kvöld kl. 20.30 í tilefni af útgáfu Bjarts á smásagnasafninu Níu þjófalyklar eftir Hermann Stef- ánsson, ljóðabók- inni Andræði eftir Sigfús Bjartmars- son og Truflanir í Vetrarbrautinni sem hefur að geyma smáprósa Óskars Árna Ósk- arssonar. Þessir þrír rithöfundar munu lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum í kvöld og milli atriða leikur Guðjón Ólafsson píanóleikari stutt frumsamin lög. Spriklandi skáldskapur á Súfistanum Óskar Árni Óskarsson Sigfús Bjartmarsson Hermann Stefánsson LÓUHREIÐUR er um þessar mundir vettvangur sýningar á málverkum Sig- rúnar Sigurðardóttur, en þar gegnir náttúran stóru hlutverki og leggur Sig- rún mikla áherslu á ýmiss konar nátt- úrufyrirbrigði í verkum sínum. Sigrún, sem er komin á eftirlauna- aldri, uppgötvaði myndlistina fyrir nokkrum árum þegar hún var á ferðalagi og segir hún það hafa verið gríðarlega mikilvæga lífsreynslu, enda sé mynd- listin hennar ástríða. „Þetta er þvílík lífsfylling,“ segir Sigrún. „Maður er að gera eitthvað, að skapa, gefa tilfinning- unum lausan tauminn og úr þessu verð- ur svo bara eitthvað. Stundum verður eitthvað vit í því og stundum ekkert fyrr en löngu, löngu seinna. Þetta er til- raun til tjáningar um það hvernig manni líður í hvert skiptið. Stundum er maður harður eins og grjót og stundum mjúkur eins og blóm.“ Sigrún dvaldi undir rótum Sierra Nevada-fjallgarðsins árið 1998 og segir hún þann kafla lífs síns ómetanlegan. „Þá breyttist svo mikið, þar var alltaf á borðinu teiknidót og ég fór að prófa að teikna og mála fyrir hvatningu sonar míns,“ segir Sigrún, sem kveðst ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég fæ svo mikla fyllingu, og á þessum aldri er það ekkert smá. Manni verður að líka vel félagsskapur sjálfs sín og vera sáttur við sjálfan sig. Maður er aldrei einmana þótt maður sé einn, maður er að tjá sig og skapa.“ Sýning Sigrúnar stendur út nóv- embermánuð. „Maður er aldrei einmana“ Morgunblaðið/Þorkell MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.