Morgunblaðið - 03.11.2004, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjasti stórsmellurinn frá
framleiðendum Shrek.
Toppmyndin í USA í dag.
j i ll i
l i .
i í í .
Kvikmyndir.is
H.J.Mbl.
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Taktu sporið
út úr hverdagsleikanum!
Það er aldrei of seint að setja
tónlist í lífið aftur
Shall we Dance?
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 10.15.
ÁLFABAKKI
kl. 4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.45, 8 OG 10.15.
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
Tom Hanks
NÆSLAND
LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Sýnd kl. 8.
M.M.J. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
Ó.Ö.H. DV
„Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf
og gamansöm, og ætti að létta
lundina hjá bíógestum í skammdeginu."
M.M.J. kvikmyndir.com
Catherine
Zeta Jones
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
Sýnd kl. 6 og 10.15.Sýnd kl. 6. Ísl tal.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Shall we Dance?
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Taktu sporið út úr hverdagsleikanum!
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 8 og 10.
Mynd eftir Börk
Gunnarsson
H.L. Mbl.
Ó.H.T. DV
Kvikmyndir.is
V
G
.
D
V
AKUREYRI
kl. 6. Ísl tal./Sýnd kl. 6. Enskt tal.
Raftónlistarsveitin Adron erað fara að spila á þrennumtónleikum í Japan um
mánaðamót febrúar og mars á
næsta ári. „Ítali sem á útgáfufyrir-
tækið Koalakube heyrði demó frá
okkur,“ segir Ívar Sævarsson, sem
skipar dúettinn ásamt Þorgrími Ein-
arssyni, um upphafið. „Hann heyrði
það í gegnum umsjónarmann í skól-
anum, sem Þorgeir var í úti í Lond-
on. Sá heyrði demóið og spurði
hvort hann mætti láta félaga sinn
heyra það,“ segir Ívar en Þorgeir
stundaði nám við hljóðupptökuskóla.
Þannig komst upptakan í hendur
á fyrrnefndum Ítala, sem leist svona
vel á Adron. „Hann er með klúbba í
London og eins í Tókýó og bauð okk-
ur að koma að spila,“ segir Ívar en
maðurinn rekur líka vefinn
www.guidelines.cc þar sem hægt er
að hlusta á tvö lög með Adron.
Hvað útgáfu varðar segir Ívar það
koma sterklega til greina. „Það
verður að sjá hvernig þetta gengur
allt saman,“ segir hann en Adron,
sem hefur verið starfrækt í þrjú ár,
hefur ekkert gefið út.
Enginn áhugi á Íslandi
„Það hefur enginn áhuga á þessu
hérna heima. Við höfum ekkert reynt
að pota þessu í neinn. Það er enginn
markaður í þessu landi, af hverju
vera að reyna? Það verður að leita út
fyrir landsteinana,“ segir Ívar en raf-
tónlist þeirra er af öðrum toga en fólk
þekkir í gegnum múm og fleiri sveit-
ir.
Þrátt fyrir að eiga tilbúið demó
með tólf lögum ætla strákarnir að
vinna plötu fyrir þessa tónleika. „Þá
ættum við að vera komnir með plötu í
hendurnar,“ segir hann en þeir vilja
eiga plötu með svipuðu efni og þeir
ætla að spila á tónleikunum.
Ívar segir aðspurður að vel geti
verið að Japansferðin breyti ein-
hverju fyrir hljómsveitina en það
verði að koma í ljós. Hann segir að
það sé líka gaman að vera boðið til
Japans. „Hann aðstoðar okkur með
far og við fáum fría gistingu,“ segir
Ívar og bætir við að mikið sé að ger-
ast í raftónlistargeiranum í Japan og
markaður fyrir þessa tónlist sé stór.
Þorgrímur hefur lokið náminu í
London og er nú búsettur í Kaup-
mannahöfn og er Ívar á leiðinni þang-
að um mánaðamótin.
„Mér líður alltaf mjög vel í Dan-
mörku og gaman að vera þar,“ segir
Ívar en strákarnir ætla að leggja hart
að sér við tónsmíðar fyrir Japansför-
ina.
„Við erum komnir með stúdíó í al-
menningsgarði í Kaupmannahöfn í
gömlu neðanjarðarbyrgi. Við flytjum
þangað inn um næstu mánaðamót.“
Tónlist | Adron heldur þrenna tónleika í Japan
Leitað út fyrir landsteinana
Ívar Sævarsson og Þorgrímur Einarsson skipa rafdúettinn Adron.
ingarun@mbl.is
SÖNGVASKÁLDIÐ og einyrkjann
Halla Reynis þarf ekki að kynna, en
hann hefur verið lengi að og að góðu
kunnur. Hann kemur hér með sína
fjórðu sólóplötu, þá fyrstu í sjö ár,
en síðasta plata Halla, Trúbatúr,
kom út 1997. Í millitíðinni kom út
platan Myndir sem hann gerði árið
2000 í félagi við Þorvald Flemming.
Halli er í fantagóðu formi á þessari
plötu, og ekki skemmir fyrir að
hann hefur fengið þungavigtarmenn
til liðs við sig; Jón skugga, sem
plokkar kontrabassann eins og hon-
um einum er lagið, hinn glæsta
trymbil Erik Qvick, sem meðal ann-
ars hefur leikið með B3 tríóinu, og
snilldarbrúkun
hans hér á burst-
unum gefur tón-
listinni mjög
skemmtilegan
hljóm, og gít-
arleikarann Örn
Hjálmarsson, sem sýnir feiknagóða
takta. Slidegítarleikur KK er svo
hreint út sagt frábær, þar er ekki
verið að gera einhverjar rósir held-
ur bara nákvæmlega það sem pass-
ar og þjónar hverju lagi, handbragð
meistara KK í hnotskurn. Þetta sést
hvað best í hinu rólega og stórgóða
lagi „Perlur fyrir svín“ sem hefur,
líkt og segir í textanum, sál í hverj-
um tóni.
Platan er heildstæð og öll hafa
lögin þó nokkuð til síns ágætis. Þó
skara nokkur þeirra framúr; áður-
nefnt „Perlur fyrir svín“, „Neðsta
húsið í götunni“, þar sem andi Bobs
Dylans svífur yfir vötnum og
„Valdimar“, með skemmtilegum vís-
unum í íslenska stjórnmálasögu, eru
allt frábær lög og bera jafnframt
flytjendum sínum fagurt vitni. Þó er
gítarforspil lagsins „Valdimar“ slá-
andi líkt lagi af plötunni Seventh
Heaven frá árinu 2000 með hinum
þýskættaða gítarleikara og heims-
tónlistarmanni Govi, en það er önn-
ur saga. Besta lag plötunnar er tví-
mælalaust hið spænskættaða
„Svífa“, með glæsilegu gítarsamspili
þeirra Halla og Arnar. Textar plöt-
unnar eru flestir mjög góðir,
áreynslulausir og einlægir en þó
lausir við tilgerð, en yrkisefnin eru
oftar en ekki tengd leit einstaklings-
ins að sjálfum sér.
Platan er tekin upp „lifandi“, sem
heppnast einstaklega vel, og kemur
það spilagleðinni og tilfinningunni
ótrúlega vel til skila. Við hlustun er
nánast eins og þeir félagarnir séu
komnir inn í stofu til manns og fari
mikinn. Jón skuggi, sem stýrir upp-
tökum og hljóðblöndun, skilar hér
óaðfinnanlegu verki, og sýnir enn
og aftur að hann er einn sá besti, ef
ekki sá albesti, á því sviði hér á
landi, og þó víðar væri leitað.
Góðar og einlægar lagasmíðar,
óaðfinnanlegur hljóðfæraleikur og
einstakur hljómur sameinast um að
gera þessa plötu að því besta sem
Halli Reynis hefur sent frá sér, að
plötu sem á aðeins skilið það besta.
Með sál í hverjum tóni
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Halli Reynis hefur sent frá sér plötuna
„Við erum eins“. Lög og textar eru eftir
Halla, sem syngur og leikur á gítar og
munnhörpu. Með honum leika Jón
skuggi, kontrabassi og raddir, Örn Hjálm-
arsson, gítar, Erik Qvick, trommur og
ásláttur, og KK, slidegítar. Tekið upp í
Mix Hljóðrita, og um upptökur og hljóð-
blöndun sá Jón skuggi. Halli Reynis gefur
út. 42:35 mínútur.
Halli Reynis – Við erum eins
Grétar M. Hreggviðsson
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík