Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 2
FEökkufólk
nútímans
Á SAMA TÍMA og landamærin
eru að hverfa milli þjóða Evrópu,
eru ný landamæri að myndast —
mörkin milli yfirþjóðanna í norðri
og vinnulýðsins í suðri. Milljónir
uppflosnaðra og atvinnulausra
bænda úr Suðurlöndum hafa flutzt
norður síðasta áratuginn og fengið
vinnu við verksmiðjuiðnaðinn.
Þessir menn hafa verið forsenda
hins mikla uppgangs í iðnaði Vest-
ur-Evrópulanda.
Alls staðar þar sem „aökomu-
verkamennirnir“, eins og þeir eru
kallaðir, hafa setzt að hafa þeir
tekið við erfiðustu, virðingar-
minnstu og verst launuðu störf-
unum, en verkafólk heimalands-
ins hefur tekið upp sérhæfari
störf og verkstjórn. í kolanámum
Belgíu vinna aðeins fáir Belgar,
Svisslendingar tæma ekki ösku-
tunnurnar í Sviss, og við færi-
böndin í þýzkum verksmiðjum
standa fleiri útlendingar en Þjóð-
verjar.
Nú eru aðkomuverkamennirnir
nýliðar í starfinu og minnst mennt
aðir, og þvi þyrfti þetta ekki að
vekja ugg, ef þeir ættu þess um
leið kost að vinna sig upp og hefðu
skilyrði til að samlagast íbúum
heimalandsins. En á því gefst
þeim sjaldnast kostur, og það er
þcss vegna, scm menn eru farnir
að óttast, að Evrópu verði skipt x
tvennt; Suður-Evrópa verði í'á-
tæki'ahverfi álfunnar, en norður-
hluti álfunnar vinnustaðurinn. Að-
komuverkamennirnir éru flökku-
fólk, á stöðugum ferðalögum
milli heimilanna syðra og vinnu-
stöðvanna norðar í álfunni, og
það er þetta fóik, sem til þessa
hefur orðið að borga endurreisn
Evrópu dýrustu verði.
Frá efnahagslegu sjónarmiði
fylgja því svo margir kostir að
nota vinnuafl frá vanþróuðum
hlutum Suður-Evrópu við síauk-
inn iðnað norðar í álfunni, að það
væri óheilbrigt að vinna gegn því.
En frá mannlegu og félagslegu
sjónarmiði fylgja þessu svo marg-
ir vankantar, að þessi innflutning-
ur á vinnuafli verður að taka á sig
aðrar myndir, ef menn eiga að
láta vera að vinna gegn honum.
FYRIR ÞAÐ FYRSTA verða menn
að veita fyrirbrigðinu og þeim
vandamálum, sem fylgja flakki
milljóná manna milli Suður- og
Norður-Evrópu meiri athygli én
hingað til hefur verið gert. —
Málið allt hefur til þessa að mestu
verið látið liggja milli hluta. Hér
virðist vera verkefni fyrir vérka-
mannaflokka Norður-Evrópu, sem
gætu af þessu tilefni dregið fram
hin gömlu kjörorð sín um alþjóða
hyggju og jafnvel breytt þeim ör-
lítið í átt til þess, sem liggur nær,
í evrópska samhyggju.
Eina landið, þar sem fyrirbrigð
inu hefur verið veitt meira en
yfirborðseftirtekt, og það ekki að-
eins af hálfu verkalýðsflokkanna,
cr Ítalía, cnda á hún meiri hlut
að máli en nokkurt annað land.
ítalia er í senn einhver mesta upp
spretta vinnuaflsins og einhver
drýgsti viðtakandinn. Frá vanþró-
uðum héröðum í Suður-Ítalíu er
gert ráð fyrir, að um 5 milljónir
manna hafi flutt síðasta áratuginn,
3 milljónir úr landi og 2 milljónir
til iðnaðarborga Norður-ítaliu,
í þeirn löndum, sem taka við flest*
um aðkomuverkamönnum, Frakk-
landi, Þýzkalandi, SvisS og Belgíu,
ber mest á Suður-ítölum. Aðrir að-
komuverkamenn eru frá Spáni,
Grikklandi og Tyrklandi.
ítalir hafa nokkru betri aðstöðu
en aðrir aðkomuverkamenn í þeim
löndum, sem eiga aðild að Efna-
hagsbandalaginu, því að þeim er
með lögum veitt jafnrétti við ibúa
heimalandsins. Bezt er ástapdið i
Frakklandi, en þár er xim 1 millj-
ón italskra verkamanna. Þar vinna
ekkí aðeins lögin, heldur einnig
Skyldleiki menningar og lífsvenja
að aðlögun. En yfirleitt er megin-
vandinn sá, að aðkomuverkamenn-
irnir hafa ekki aðlagazt heima-
mönnum, heldur mýnda einangr-
aðar nýlendur útlendinga, sem
búa í skálahverfum og bráðabirgða
húsnæði í grennd við verksmiðj-
urnar.
Almenningsálitið og oft og tíð-
um löggjafinn er á móti því, að
þeir samlagist þjóðfélaginu. Þeirra
er ekki óskað lengur en vinna
þeirra er nauðsynleg. Aðkomu-
menn geta ekki valið sér sjálfir at-
vinnu, þar sem þeir vilja; þeir
verða að eridurnýja atvinnuleyfi
sitt mcð stuttu millibili, og stað-
ið er gegn tilraunum þeirra til að
flýtja fjölskylduna til sín. I skoð-
ánakönmm, sem nýlega var gerð
raeðal þýzkra verkamanna, þar
scm þeim var gert að velja um
styttri vinnutíma og aukjnn -inn-
innflutning vinnuafls eða lengdan
vinnutíma og brottvísun allra að-
komuverkamanná, varð útkoman
sú, að 60% kusu síðari kostinn,
20% voru hlutlausir, og aðeins
20% vildu hafa útlendingana á-
fram í Þýzkalandi.
Oft kæra aðkomuverkamcnn-
irnir sig heldur ekki sjálfir um að
setjast að í starfslandinu. Munur-
inn á menningu Suðurlanda, —
menntunarleysinu,, hungrinu og
miðaldahugsunarhætti hennar —
og iðnaðarmcnningu Norður-Evt'
ópu er of mikill til að aðkomu-
verkamennimir geti brúáð bann
hjálparlaust. Einkum hafa árekstr
ar tvcggja gjörólíkra siðfræði-
kerfa átt mikinn þátt i að gera
sambúðina crfiða milli hcima-
manna og aðkomumanna.
Talið er, að 80% ítalskra verka-
manna í öðrum löndum, séu karl-
menn á aldrinuro 18—40 ára, sem
eigi fjölskyldur sinar i þorpuro
Suður-Ítalíu og scndi þangað
meginhlutann af tekjum sinum. —
Sjálfir gera þeir sér vonir um að
hverfa þangað aftur, þegar þcir
hafa sparað saman nægilegt fé eða
eru orðnir of gamlir til að vinna.
Allar mciriháttar járnþrautar-
stöðvar i MiðrEvrópu þ&*
R? SUNNUDAGSBLAÐ - ALriÝÐUfiLAÐIÖ