Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 7
ADOLF HITLER fróðs almúga. Ennþá árið 1932 lagði brezka stjórnin fast að þeirri frönsku að draga úr herstyrk sínum — þótt svo Frakk- ar vissu vel af öllum þeim við- húnaði sem fleygði fram hvarvetna í Þýzkalandi. Ég ræddi og rakti þessi heimskupör þrásinnis og lit i æsar á þingi. Og það sem að lok- u*n hafðist upp úr afvopnunartal- inu öllu var endurvopnun Þýzka- lands. Meðan öllum þessum breyting- um fór fram í Evrópu barðist korpóráll Hitler sinni langvinnu, lýjandi baráttu fyrir fylgilagi þýzku þjóðarinnar. Sú baráttu- saga verður ekki lesin án aðdáun- ar á kjarki hans, þrautseigju og þrótti sem gerðu hann færan að htilsvirða, friða eða yfirbuga alla valdsmenn sem urðu í vegi hans, og svo aðra andstöðu. Á þessum tíma sýndu sjálfur hann og sífjölgandi flokksmenn hans, ákafur þjóðmetn aður þeirra og ættjarðarást, að þeir mundu einskis skirrast né horfa í að fóma málstaðnum frclsi sinu, lífi og limum, og það- an af síður andstæðinga sinna. Meginþættir sögunnar eru alkunn ir. Ærslafengin fundahöld, upp- þotið í Miinchen, fangavist Hit- lers, handtökur hans, viðureign þeirra Hindenburgs, kosningabar- átta Hitlers, sviksemi von Papens, si’ur Hitlers á Hindenburg, vin- slit þeirra Hindenburgs og Brii- nings, — aiit þetta varðaði veg korpórálsins frá Austurríki til einræðisvalds yfir gervallri þýzku þjóðinni, sjötíu milljón sálum, iðnasta, hlýðnasta, grimmlyndasta og herskásta þjóðfloklfs á jörðinni. landi í fararbroddi nasjónalsósíal- ista sem þurrkuðu út öll hin fornu þýzku riki og furstadæmi og steyptu þau saman í eina heild. Jafnframt bældu nazistar niður og afmáðu með ofbeldi, ef þess þurfti með, alla aðra flokka i ríkinu. Og þegar hér var komið sögu komst Hitler að þvi að endurskipulagn- ingu þýzks iðnaðar og flugmála, undir stjórn þýzka herforingja- ráðsins og Briining-stjórnarinnar, var raunverulega lokið. Allt var tilbúið til starfa. Hingað til hafði enginn vogað að stíga síðasta skrefið. Óttinn við íhlutun Banda- manna hafði haldið aftur af mönn- um. En Hitler hafði komizt til valda með ofbeldi og æsingum; fylgismenn hans voru jafn harö- svíraðir og hann sjálfur. Hann hefur varla vitað hversu þingræð- isstjórnin, sem hann steypti af stóli hafði búið í haginn fyrir hann; svo mikið er vist, að hann hefur sjálfur aldrei við- urkennt þakkarsk'uld sína. En staðreynd er það eftir sem áður að þeir Göring þurftu ekki nema gefa vísbendinguna um að hefja skyldi stórfelldasta leyni- legan vígbúnað sem sagan greinir frá. Hitlér hafði löngu lýst því yfir að kæmist hann til valda mundi hann gera tvennt fyrir Þýzkaland sem enginn gæti nema sjálfur hann. í fyrsta lagi mundi hann hefja Þýzkaland til fyrri végs og valda í Evrópu, í öðru lagi vinna bug á atvinnuleysinu sem hrjáði landsfólkið. Úrræði hans eru nú augljós. Þýzkaland átti að endufheimta stöðu sina í Evrópu með endurvopnun, atvinnuleysi var bægt frá Þjóðverjum með vopnasmíðum og öðrum hérnaðar- viðbúnaði. Frá og með árinu 1933 var öllum kröftum Þýzkalands beint að undirbúningi styrjaldar, ekkí bara í verksmiðjum, herskál- um, á flugvöllum, en einnig í skól- unum, jafnvel á bamaheimilunum, með fyllsta tilstyrk ríkisvaldsins og uúthna áróðurstækni Þar með var tekið til að æfa og undirbúa heila þjóð undir stýrjöld Það var ekki fyrr en árið 1935 að kærulausum og óforsjálum um- heimjnum varð ljóst hverju fór fram; Hitler kastaði af sér sauð- Hitler komst tíl valda í Þýzka- ALÞ*í®UBLA£>la - SUKXÚTJAGSBLAÐ 87

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.