Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 16
talinn hættulegur samfélaginu. Þessir töfrar eru sjaldan nota'ðir, því að þeir, sem vitað er til að hafi látið innvígja sig, eru fyrir- litnir, einkum meðal karlmanna. Þeim er ekki leyft að gegna neinni trúnaðarstöðu í samfélaginu. Ævi slíkra manna lýkur yfirleitt i ves- öld, þvi að í stað þess að gera eitthvað gagnlegt, eyða þeir mest- allri æsku sinni í skemmtanir og gera sér ekki grein fyrir tilgangs- léysi þeirra, fyrr en þeir eru komn ir yfir miðjan aldur. Þá líta þeir öfundaraugum á vel búin heimili jafnaldra sinna, sem hafa látið af hernaðarstörfum. Sjálfir hafa þeir ekki efni á að eignast slik heimili. Eftir að hafa lýst tilgangi og eðli þessa öfgafulla ástagaldurs, skulum við snúa okkur að hinum almennari ástatöfrum. Þeim er einungis beitt, þegar einhver er yfir sig ástfanginn og hefur þeg- ar neytt allra einkatöfra sinna án árangurs. Þá snýr hann sér til töframanns. Ef svo stendur á, að einhver annar sé í veginum, verð- ur fyrst að losna við hann og skilja hann frá stúlkunni. Til þess eru notaðir andúðartöfrar. Þegar tek- izt hefur að skilja keppinautinn frá ástméy sinni, er strax farið að beita ástatöfrum, því að þá hefur jarðvegurinn verið undirbúinn. Hægt er að beita ástatöfrunum á mismunandi hátt, en allar að- ferðirnar krefjast beins sambands við þá, sem töfrarnir beinast að. Ástatöframir bera ekki árangur nema slíku sambandi sé komið á. Áður en töframaðurinn lætur ástatöfrana af hendi spyr hann manninn, hvort hann hafði tök á að tala við stúlkuna, sem hann vill að geri sér hann hjartfólginn, eða bvort hann hafi aðgang að lieimili hennar eða garði. Ef mað- urinn hefur tök á að tala við hana, er málið einfalt. Töframaðurinn lætur hann fá rót, sem er tekin af tréi ástarinnar. Honum er einn- ig kennt; hvernig hánn á að þylja töfraorðin á réttan hátt^á tungu- máli töframanna. Það skiptir miklui að töfraorð séu borin fram á réttan hátt og: með réttum áherzlum, því að árangur töfr- anna er algjörlega Undir því kom- inn. Þegar maðurinn hefur staðazt þau próf, sem töframaðurinn legg- ur fyrir hann, og hefur ’fengið það vopn, sem hann hefur sótzt eftir, borgar hann töframanninum þókn un sína og fer til að beita þessum nýfengnu töfrum. Hann gerír sér far um að finna stúllcuna, sem hann elskar. Þegar hann kemur auga á hana stingur hann bita af rótinni upp í sig og felur hann undir tungunni. Á þann hátt öðl- ast hann segul- eða dáleiðslukraft. Meðan hann býr yfir þeim krafti dirfist hann ekki að ávarpa neinn nema stúlkuna, sem ástatöfrarnir beinast að. Þegar hann hittir hana, ávarpar hann hana og segir henni hreinskilnislega, hvað honum býr í brjósti. Ef töfrarnir hrífa, sam- þykkir stúlkan að giftast honum. Önnur aðferð við notkun ásta- töfra, sem er beitt þegar maður- inn getur ekki komizt í málfæri við stúlkuna, er að fara með töfra lyfið inn í húsið, sem stúlkan sef- ur í. Þar er því komið fyrir í eld- stæðinu, og þegar eldur verður kveiktur upp mun reykinn leggja að vitum hennar. Það mun koma henni til að beina hugsun sinni og ást til þess manns, sem elskar hana. Það er talið árangursríkt að beita töfrunum á þennan hátt, því að þeir komast í beina snertingu við skynjunarfæri stúlkunnar. — Önnur aðferð við að koma töfrun- um í nánd hennar er að dreifa dufti, sem er gert úr rót og berki ástartrésins, við dyrnar á húsi hennar, svo að berir fætur henn- ar snerti það. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur, er reynt að komast yfir eitthvað, sem hefur verið tengt stúlkunni, hár af henni, neglur eða skartgripi. í þessu sambandi má geta þess, að Gikuyumenn gæta þess mjög vel, að hár og neglur liggi ekki á glámbekk. Þeir fela hvort tveggja til að koma í veg fyrir, að það verði notað í galdri. Þegar elskhuganum hefur tek- izt að komast yfir einhvern slíkan grip, er hann settur í böggul, sem töfralyfið er líka látið í. Þessum böggli er síðan skipt í tvennt, og ber maðurinn annan hlutann á sér, en hinn verður hann að fara með til svefnstaöar stúlkunnar. Nokk- ur áhætta fylgir þvi að koma þott* um fyrir, því að böggulhlutann verður að fela í rúmi hennar. Um leið og þetta er framkvæmt, verð- ur elskhuginn að hafa yfir þessa töfraþulu: Ástartöfrar. Segulafl ykkar og dáleiðslutöfrar eru miklir. Nú eruð þið í þjónustu minní og verðið að gera það, sem ég mæli fyrir. Farið inn í hjarta stúlkunnar, látið hana ekki hugsa um neinn nema mig, sem ann henni svo heitt. Segulafl, lát hana dreyma um ást mína, lát hugsanir hennar blandast mínum, lát hana heyra hvísl mitt, svo að hún færist nær brjósti mínu. Ó, segulafl, eg hef öðlast þig ® löglegan hátt og með samþykki töfraanda forfeðranna. Ó, segulafl, ég flyt töfraorðin á máli töfranna, lát því ekki bregð- ast að þú þjónir mér trúlega”. Að lokinni þessari þulu, nefnir hann nafn stúlkunnar upphátt og ávarpar hana eins og hún hlýddi á mál hans: Ástin mín, opna hjarta þitt og tak við kærleiksorðum mínum. Ég vil, að þú vitir, að ég a«n þér, í augum mínum ertu sem geislar sólarinnar, sem máninn, sem morgunstjarnan. Er þú heyrir ástarorð min, er ég viss um, að þú munir svara mér játandi, því að í hjarta mínu er ekkert rúm fyrir neitun. Ég hef sent þér ástartöfra vafða saman við sólargeisla. Það er til marks um hve mjög ég aon þér. y Segulaflið mun fylla hjarta þht með hlýju morgunsólarinnar. Tak á móti ástarorðum mínum með opnu og mjúku hjarta“. Þetta afbrigði ástartöfra er mjög vinsælt. Langflestar þjóðir í Austur-Afríku nota það. Töfraþul urnar kunna að vera mismunandh en kjarninn er alls staðar sá samí i þessum heimshluta. Og mér þyk' ir vænt um að geta sagt frá \>VL’ að ég hef sjálfur notað eina ÞeSS ara aðferða, og hún bar tilætlað* an árangur. ★ LÆKNÍNGATÖFBAK. Qjukuyumenp ger^ pér yg WMXKxwaaj& * Ainðvonuso Wfj

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.