Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 5
URKOSTIR HITLERS STJ ÓENMÁL AMAÐXJR sem er jafnmikill fyi’ir sér og Adolf Hit- ler verður ekki metinn með sann- girni fyrr en vér þekkjum allt ævi- verk hans. Stjórnarstörf síðari tíma geta að vísu aldrci bætt fyrir ranglæti scm 'citt.sinn hefur vcrið framið. En sagan hcrmir nóg dæmi manna sem brutust til valda mcð hörkulegum, jafnvcl þræðilegum hætti — og eru samt álitnir mikil- menni eftir á þegar líf þeirra er allt. Svo gctur orðið um Hitler. Enn sem komið er gefst oss ekki slík útsýn. Vér vitum ekki hvort Hitlcr verður til að steypa heimin- um út í nýja styrjöld, þar scm sið- mcnningin mundi óhjákvæmilcga líða undir lok, eða livort hann rcynist maðurinn, sem endurreisti heiður hinnar miklu þýzku þjóðar, róaði hug hcnnar, færði hana frið- Sóða, farsæla og stcrká heim aftur i samfélag Evrópuþjóða. Sagan mun greiða úr þcssari gátu. Enn cr sögu Hitlers ólokið; enn kunna afdrifaríkustu kaflar hennar að vera óskráðir; cnn hljótum vér að fcsta liugann við hinar skuggalcgri hliðar á atferli hans og átrúnaði f’ar fyi ir megum vér aldrci glcyma né hætta að vonast eftir hinum hetra úrkosti. Ádolf Hitler er borinn af hcift °S harmi voldugs þjóðrikis scm hrotið hafði verið á bak aftur í styrjöld. Það var hann sem rak anda örvæntingarinnar út af þýzkri þjóðarsál; hann blés Þjóð- verjum hefndarhug í brjóst í stað- inn. Þegar herir Þjóðverjar, sem haldið höfðu hálfri Evrópu i grcip sinni, hörfuðu á öilum vígstöðvuih, leituðu griða við löndin þar sem *** þcir voru cnn innrásarmcnn; þeg- ar stolt og viljastyrkur Prússa brast að lokum i uppgjöf og bylt- ingu bakvið víglinurnar; þegar keisarastjórnin, sem vcrið hafði ógnvaldur flcstallra þjóða hrundi saman með skömm og lét þegna sína eftir afvopnaða og vamar- lausa fyrir reiði Bandamanna, sár- þreytta en sigrihrósandi; — þá var það að korpóráll nokkur, áður húsamálari í Austurríki, tók til að reisa allt úr rústum á ný. Á þeim fimmtán árum sem siðan eru liðin hefur honum auðnazt að gera Þýzkaland á nýjan leik vold- ugasta ríkið í Evrópu. Og hann hefur ekki einungis reist við hag Þýzkalands; honum hefur einnig tekh.t að verulegu leyti að snúa við niðurstöðum ófriðarins mikla. Hinir sigruðu eru komnir á veg með að gérast sigurvegarar, sigur- vegararnir eru að lúta í lægra haldi. Þegar Hitler hófst handa lá Þýzkaland fyrir fótum Banda- manna. Hann kann enn að eiga eft ir að sjá leifarnar af Evrópu í duft inu fyrir fótum Þýzkalands. Hvað sem mönnura kann að virðast ami að um þessi afrck, eru þau sann- arlegá mcð eindæmum i beims- sögunni. Frami Hitlers, allur pólitískur fcrill hans, hcfði að visu vcrið óhugsanlegur ncma fyrir andvara- lcysi og afglapahátt brezku og WINSTON CHURCHILL, hinn nýlátni þjóð- skörungur Brcta, var sem kunnugt er mikilhæfur rithöfundur. Hann skrifaði mikil sögurit um heim- styrjaldirnar báðar: Churchill var einn þeirra manna sem geta skrifað ævisögu sjálfra sín í formi heimssögu. Hann hlaut bókmenntaverðlaiun Nó- bels árið 1953. — Grein þá um Hitler sem hér er birt skrifaði Churchill árið 1935 cins og greinin ber með sér. cn síðar birtist hun í ritgerðasafni hans úm merka samtíðarmcnn, Great Contemporaries. Má vera að einhver hafi gaman af að kynnast mati hans á þessum mesta andstæðing sínum — áðtir cn endanlcga svarf til stáls. Eftir Sir Winston Churchill " i ' "••••. ...... 'l" ■! I.MI . ' i III I V1 | i 1 'lllj ■ l' 1 V | •. ■ - SWNUÓACSBEAÐ 85

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.