Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 14
FLESTIR Gi-kuyumenn bera á sér verndargripi, sem eru breyti legir eftir því gegn hvaða hættu þeir eiga að veita vernd. Þetta má tvímælalaust telja einstaklings- galdur, og hann er talinn tákn um öryggi í daglegu lífi samfélagsins. Stundum eru verndargripir búnir til fyrir hópá, einkum fjölskyldu- hópa, en notkun þeirra er í þágu einstakjjoga, neraa þegar heimilis- faðtr eða leiðtogi aldursflokks hef- ur töfra um hönd í þágu heildar- innar; Ef menn fara á veiðar eða taka sér annað fyrir hendur, leita þeir til töframanns, sem lætur þá fá umbeðin töfratæki. Fólkið ber virðingu ög traust til töframanna, sem hafa hlotíð starfa sinn í arf og orðið aðnjótandi margra ára þjálfunar, áður en þeir voru tekn ir i félagsskap töframanna fyrir gjald: kindur og geitur eða kú, allt eftir því, hvað leyniráð töframann anna ákvað. Veiðimáður, sem vill öðlast töframátt fer í laumi til töfra- mannsins og biður hann um vernd- argrip, sem verndi hann gegn villidýrum og öllum óvinum af hvaða tagi sem er. Það er skylda töframannsins að vernda samfé- lagið eegn hvers konar hættum, og ha in hefst handa við að útbúa töfrara fyrir viðskiptavininn Hann tekur duft, sem er gert úr ýmsum jurtúm, er menn vita að búa yfir töfrakrafti; því blandar hann sam- an við ýmis galdraefjii og hellir að lokum úmbeðnu magni í lítið mjótt horn. Um leið þylur hann töfraþulur og sveiflar horninu á ákveðinn hátt yfir höfði sér, og síð- an innsiglar hann hornið. Veiði- mannmum er fengið hornið og hon um kennt, hvemig hann eigi að nota það. Veiðimaðurínn tekur við horninu og gefur töframann- inum um leið merki, sem gefur til kynna, að hann hafi tekið við töfragripnum á löglegan hátt og töframaðurinn hafi látið hann af hendi í góðri trú. Þegar þessi af- hendingarathöfn er um garð geng- in, er veiðimanninum sagt, að bera töfragripinn á sér og skiljast aldrei við hann. Hann er einnig látinn sverja þess eið, að ljóstra ekki upp um leyndardóma þeirra töfra, sem hann hefur fengið. Þegar veiðimaðurinn kemur út í skóginn, tekur hann töfrahornið og réttir það upp yfir vinstri öxl og niður á milli fóta sér sjö sinn- um, og hefur yfir þessa töfraþulu: „Ég er nú varinn gegn öllum liættum. Ekkert illt dýr mun ráð- ast á mig. AJlar hættur fælast þann anda, sem ég hef blásið yfir þennan verndargrip. Ég íklæðist töframætti hans, svo að enginn óvinur sjái mig“. Veiðimaður, sem þetta hefur gert, fer tvíefldur út í skóginn. Annars vegar treystir hann dugn- aði sínum og vopnum, spjóti, boga og örvum, hins vegar eykur trii hans á verndarmátt töframia hug- rekki hans og gerir honum kleift að halda langt inn i skóginn án þess að óttast. ÁRIÐ 1938 kom út í Lundútium mannfræðirit um Gikuyu- menn í Kenya. Þessi bók vakti þá þegar mikla athygli, ekki sízt vegna þess að hún var fyrsta mannfræðirit, sem Afríkumaður ritaði um Mríkumenn. Höfundur hennar var JOMO KENYATTA, sem síðar gat sér mikið orð sem leið- togi þjóðar sinnar í sjáifstæðisharáttu hennar og er nú for- seti landsins. Kafli sá úr hókinni er hér birtist fjallar um galdur Gikuyu-manna, aðaSSega ástartöfra, og fiækninga- galdur, en I næsta blaði mun birtast kaflinn, sem fjallar um svartagaldur. 94 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIO

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.