Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 6
WINSTON CHURCHILL frönsku ríkisstjórnanna eftir styrj- öldina og einkum þó síðustu þrjú ár. Engin alvarleg tilraun var gerð til samkomulags við þær ríkis- stjórnir sem fóru með völd í Þýzka landi að þingræðishætti. Lengi vel lifðu Frakkar í þeirri fjarstæðu ímyndun að þeir gætu heimt hrika legar stríðsskaðabætur frá Þjóð- verjum. Einnig Bretar höfðu uppi fjárkröfur án minnsta tillits til þess hvernig fé raun- verulega verður, eða yrði með nokkru móti, flutt úr einu samfólagi til annars. Til að fylgja fram þessum vitlausu kröfum tóku franskir herir Ruhr-héröðin á ný árið 1923. Sérstök nefnd var stofn- uð á vegum Bandamanna til að heimta svo mikið sem tíunda hlut- ann af því fé sem upphaflega var krafizt; hún vákti yfir fjármálum r>^zkalands árum saman. og end- urnýjaði þannig og hélt við lýði ofurbeiskju hinnar sigruðu þjóðar. Raunverulega hafðist ekkert upp úr þessu. Bandamenn náðu að vísu andvirði svo sem þúsund milljón sterlingspunda frá Þjóð- verjum; en á sama tíma lánuðu Bandaríkin og Bretland Þýzka- landi upphæðir sem námu meir en tvö þúsund milljónum punda. Bandamenn veittu fé sínu í stríð- um straumi til Þýzkalands til að rétta við hag landsins; það fé var tapað og gaf ekki af sér nema sí- vaxandi andúð Þjóðverja. Meðan Þýzkaland naut góðs af lánsfénu óx Hitler ásmegin með hverjum degi af óánægjunni útaf • íhlutun Bandamanna. Ég hef ævinlega fylgt fram þeirri skoðun að áður en sigurveg- ararnir hugsuðu til afvopnunar bæri þeim að sinna hag hinna sigr uðu. En lítið var hugsað um að bæta úr óhægindum þcim, sem stöfuðu af VerSala- og Trianon- sáttmálunum. Hitler gat sífellt stutt mál sitt dæmum um minni- háttar öfuglag og misrétti í ríkja- skipan Evrópu sem ól eldana sem hann lifði á. Á sama tíma knúðu brezkir friðarsinnar fram afvopn- un landsins — með stuðningi Óliulfe-a upphafsmanna sinna í Ameríku. Ár eftir ár fjallaði af- vopnunarnefndin, án þess að taka minnsta tillit til staðreynda, um ótölulegar ráðagerðir til að draga úr vopnabúnaði Bandamanna og án þess nokkurt ríki tæki þær í neinni alvöru nema Bretland. Bandaríkin boðuðu afvopnun, en samtímis tók her beirra, floti og fineher stórstfgum framförum. Frakkland sem sá fyrir sér við- reisn Þýzkalands neitaði vitaskuld að minnka varnarmátt sinn úr hófi. Ítalía jók vopnabúnað sinn af öðr- um ástæðum. Bretland eitt skar niður varnir sínar á landi og t:l .sjós langt fram úr hófi, og virtist alls enga grein gera sér fyrir þeirri háskabl'ku sem dró á loft. Meðan bessu fór fram, og eink- um þó undir ríkisstjórn Brunings, hcifu Þjóðverjar ráðagerðir um endurheimt herafla sins. Undir yf- irskini sportflugs og kaupflugs var hemaðarflug skipulagt um þvert og endilangt Þýzkaland. Herfor- ingjaráð Þjóðverja, sem hafði ver- ið bannsett í friðarsamningunum, óx nú stórlega með ári hverju, dul- búið sem Iðnaðarmálastofnun rík- isins. Állar þýzkar verksmiðjur voru til þess sniðnar út i yztu æsar að geta snúið sér að hernað- arframleiðslu. — Leyniþjónustu Breta og Frakka var kunnugt um þennan viðbúnað þótt allt færi fram í felum. En hvorug ríkis- stjórnin hafði aflsmuni til að stöðva Þjóðverja á braut sinni eða freista endurskoðunar friðarsamn- inganna eða gera hvort tveggja sem hefði þó verið bezt. Fyrri kosturinn var fær að minnsta kosti fram til ársloka 1931, en á þeim tíma undi Mr. MacDonald sér með stallbræðrum sínum við háfleygt friðarskraf við góðar undirtektir góðviljaðs en fá' gg SUNNUDAGSBLAÐ -. AþÞÝÐUBLAÐIÐ,

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.