Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 10
um sinnum sterkara og nær miklu fyrr þrælatökum á neytandanum. En þaS er auðveldara í meðferð- um en ópíum, hægara að smygla því og neyzla þess krefst ekki neinnar umgjörðar. Ópíum var reykt úr pípu og af reyknum lagði sérkennilega og sterka lykt, svo að lögreglan átti ekki í neinum erfiðleikum með að finna ópíumholurnar. Heróínneyt- andinn þarf liinsvegar ekki annað en að kveikja sér í sígarettu.'strá heróinduftinu fremst á sígarettuna og draga að sér nokkra reyki. Iíann verður þó að halla höfðinu aftur og halda sígarettunni lóð- réttri, og því kalla Kínverjar þessa neyzluaðferð „að skjóta úr loft- varnabyssu”. Aðra aðferð kalla Kínverjar „að elta drekann". Þá er silfurpappír brotinn saman og heróíni hellt í brotið og blaðið síðan hitað upp yfir loga frá vindlakveikjara. Reykinn soga þeir þá að sér með MOLAR § Upphaflega hékk flött þorsk f I mynd yfir dyrum Alþingis- f | hússins í Reykjavík, en hún I = hefur nú fyrir löngu verið f § tekin niður. Skömmu eftir að f 1 myndin var tekin, komu tveir f | sunnlenzkir bændur til höfuð- f | staðarins í kaupstað og eins f I og fleiri í þá daga, þóttust f f þeir ekki geta farið svo um, f f að þeir kæmu ekki í þingið. f f Þegar þeir komu að dyrum | f Alþingishússins, varð öðrum 1 f þeirra litið upp. Hann sá að f f þorskurinn var horfinn og f f hafði orð á því. f — Þeir hafa liklega fleygt i f honum, svaraði hinn, og svo i f var ekki meira um það rætt I f að þessu sinni. En þegar þeir | f höfðu setið um stund á á- f f heyendapöllunum og hlustað f | á þingræðurnar, segir annar f f þeirra stundarhátt: — Nú veit f } ég hvað hefur orðið af þorsk- f | inum. Honum hefur slegið f i inn. 1 ?/j illlllliilMiiiiiiilliillilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiit^ bambusröri. Sé hulstrið utan af eldspýtnastokk notað í stað rörs- ins tala Kínverjar um að „spila á munnhörpu”. En þessar aðferðir nota gamlir heróínneytendur þó ekki; þeim nægir ekkert annað en sprauta. ESPÉGREN starfar þannig, að hann leitar uppi eiturlyfjaneyt- endurna í fátækrahverfunum, talar við þá og ávinnur sér traust þeirra. Bíll hans er alls staðar al- þekktur, og hvar sem hann fer, hópast að honum karlar og konur, fólk, sem eitrið hefur gert að gam- almennum fyrir aldur fram. Hann beitir engan mann hörðu, en hann er alltaí fús til að aðstoða þá, sem vilja sjálfir losna undan ofurvaldi eitursins. Fyrir þessa menn hef- ur Espégren komið upp sjúkra- húsi nokkru utan við‘borgiiia. Espégren er Norðmaður, en for- eldrar hans voru búsettir í Kína. Hann fæddist þó í Noiegi, af því að móðir hans fór heim til að ala barnið, en þegar hann var ársgam- all hvarf hún austur aftur með drenginn. Espégren lærði að tala kínversku áður en hann gat bjarg- að sér á norsku. Hann ólst að öllu leyti upp í Kína, en skólanám stundaði .hann í Noregi og gerðist síðan trúboði — auðvitað í Kína. Fyrst starfaði hann í Nan Yang — 80 þúsund manna bæ, sem hlaut slæma útreið í styrjöld Japana og , Kínverja. Síðan starfaði hann í Vestur-Kína, en eftir að komm- únistar náðu yfirráðum í landinu og bægðu öllum erlendum trúboð- um frá starfi,: settist hann að í Hongkong. Þar fóru afskipti hans af eitur- lyfjavandamálunum stöðugt vax- andi. Ef til vill stafaði það af því, að hann sá, að þar var bölið mest. Ef til vill var örlítið samvizkubit með í spilinu. Þegar hann var drengur, fór leikfélagi hans einn að reykja ópíum, og þrátt fyrir aðvaranir Espégrens, lét hann ekki segjast og áður en varði var hann glataður. Ef til vill fannst Espégren að hann hefði ekki lagt sig nóg fram þá, og því skyldi hann bæta það upp nú með því að bjarga sem flestura frá heróín- dauðanum. ' Sjúkrahús hans er engin skraut* bygging. Þar sjást'engir. hvítmál- aðir veggir, ekki einu sinni-ábúð armiklir hvítklæddir menn. Húsið er lágur skáli og fyrir innan dyrn- ar, sem aldrei er læst, tekur við geimur, sem í eru 24 rúm. ~En á þessum stað eru fleiri byggingar. Norska trúboðið hefur þarna um- fangsmikla starfsemi. Þama eru skólar fyrir börn og ungiinga, ífeð ingarheimili, myndarleg kirkja, og yfir öllu svæðinu blaktir norski fáninn. í sjúkraskýlinu sitja 24 Kínverj- ar og búa til plastblóm. Þetta er vinna til að dreifa hug’anum og auðvelda lækninguna og fyrir þetta fá þeir lika kaup, sem dug- ir fyrir sígarettum og öðru slíku. Sjúkravistin tekur þrjá mánuði, og þá eiga sjúkíingarnir að hafa vanið sig af eitrinu. Fyrstu fjórir dagarnir eru sagðir vera verstir. Heróínneytandi, sem er sviptur eitrinu, liður geysilegar þjáningar, kastar upp án aíláts og verkjar í alla limi. Esþégren gefur nýkomn- um sjúklingum inn seyði af ópíum og alkóhóli, og það linar aðeins kvalirnar. Skammtamir af þessu lyfi eru stöðugt minnkaðir, og eft- ir mánuð er talið áð eiturlöngun- in sé horfin. Því sem er eftir af sjúkravistinni er varið 'til að efla mótstöðuafl líkamans með hollu og næringarríku fæði. Sjúklingarnir hafa aUir setið mörgum sinnum í fangelsi; allir litu þeir út eins og lifandi llk, þegar þeir komu. Espégren er van- ur að ljósmynda alla sjúklingá þrisvar sinnum: þegar þeir koma, þegar sjúkrahúsvistartíminn er hálfnaður og þegar þeir útskrifast. Þessar myndir segja margar hverj- ar meira en orð. Eftir þriggja mánaða hæUsvist hverfa sjúklingarnir aftur út í líf- ið. Margir þeirra taka aftur upp heróínneyzlu, en alltaf eru eiu* hverjir, sem hafa hlotið varanlega lækningu. Espégren gerir ráð fyr- ir, að um helmingur taki aftur upp eiturneyzluna og mörgum þeirra er ekki viðbjargandi framar, en á hinn bóginn er það álitlegur hóp- ur, sem hann hefur komið til bjarg ar, sem hafa lótið af heróíntteyzl- unni og byrjað nýtt og heíllavæn- legra líf fyrir tflstilU hans, 93 SUNííyÐAGSBhAO *| AÞÞÝöyBtAiUa

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.