Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 4
húsakost en þeir hafa nokkurn tímann kynnzt í heimalandi sínu. En mannleg sjálfsvirðing og á- nægja mælist ekki í ytri aðbúnaði einum saman. ÍTALSKUR blaðamaður við íhalds blaðið Corriere della Sera, Gio- vanni Russo, hefur fjallað ítar- lega um málið í blaðagreinum og bókum. Hann hefur nýlega sent frá sér bók um málið, og þar birt- ir hann viðtöl og upplýsingar, sem liann safnaði saman á ferðalögum tii ítölsku skálahverfanna um- hverfis stórverksmiðjur Mið-Evr- ópu. Sú mynd, sem hann dregur upp, er ekki sú fallega glans- mynd, sem sumir kappsfullir stjórnmálamenn hafa stundum viljað gera úr óhreinum skálum aðkomuverkamannanna. Hún lík- ist heldiu- ekki annarri mynd, sem stundum er notuð: evrópskir frum herjar, sem halda í norður, alveg eins og þeir amerísku, sem héldu í vestur á sínum tíma. ítalskir verkamenn í útlegð eru engir frumherjar; þeir eru ekki vongóðir; þeir horfa ekki fram, heldur aftur. Þeim finnst ekki, að þeir hafa farið af fúsum vilja að heiman til að freista gæfunnar í ókunnum löndum. Þeim finnst þeir vera í sjálfheldu; um annað en þetta er éícki að rae'ða, hema hungrið og atvinnuleysið heima fyrir. Bejskja þeirra skiptist milli heimalandsins, sem hefur neitað þeim um atvinnu, og dvalarlands- ins, sem þeim finnst notfæra sér þá og fyrirlíta. Beiskjan er svo mikil, að þegar kosningar fara fram í Ítalíu, koma þeir í löngum, drungalegum og troðnum aukalest- um yfir þvera álfuna, tveggja til þriggja daga járnbrautarferð, til þess að komast 'heim í þorpið sitt til að kjósa. Þeir eru ólæsir og menntun þeirra er miklu minni en íbúa dvalarlandsins, en pólitískur áhugi þeirra er meiri, og Evrópa getur ekki endurgjaldslaust hunz- að lengur vaxandi skilning þeirra á eigin hlutverki í samfélaginu. Við fyrstu sýn er ekki að sjá, að aðkomuverkamennirnir séu beitt- ir neinu efnahagslegu misrétti. Þeir fá sömu laun og verkamenn heimalandsins, stundum meiri, a£ því að þeir taka að sér ákvæðis- vinnu og eftirvinnu. Þetta síðar- nefnda á þátt í því, að verkamenn heimalandsins líta þá hornauga. En raunverulega eru þeir miklu verr settir en heimamenn. Þeir verða ekki aðnjótandi margra gæða þess þjóðfélags, sem þeir auðga með vinnu sinni, en þau gæði eru laun þegnanna ekki síð- ur en beint kaup í peningum. Auk þess þurfa fullorðnir ítalir að jafnaði að sjá fyrir fjölekyldu, sem í eru ekki aðeins kona og börn, heldur einnig hópur vanda- manna (foreldrar, tengdaforeldrar, afi og amma, ógiftar frænkur og systur o. s. frv.) Það, sem hann hefur sjálfur eftir, þegar búið er að senda launin til Suður-Ítalíu, nægir ekki fyrir öðru en brýnustu nauðþurftum. Þegar við þetta bæt ist, að aðkomuverkamennimir vinna yfirleitt verst borguðu störfin, verður auðskilið, að þeim finnst, að þeir njóti ekki efnahags legs jafnréttis. Útlendu verka- mennirnir hafa minnsta kunnáttu, og þess vegna er það auðvitað ekkert misrétti að þeir sitji uppi með verstu störfin, en þessi skipt- ing að viðbættum þeim mun, sem er á tungumáli, trú og menningu, á mikinn þátt í þvi misrétti, sem raunverulega er fyrir hendi. UM ALLT Þýzkaland, þar sem ítalir. starfa, má sjá skylti á velt- ingastöðum og danshúsum, þar sem stendur: „ítölum bannaður aðgangur”. í Sviss er oft tekið fram í auglýsingum um húsnæði: „ítal- ir koma ekki til greina”. í Sviss er meira að segja starfandi stjóm- málahreyfing, sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að losna við ítalina í Sviss er um hálf milljón ítala, en Sviss hefur næst Frakklandi tekið við mestu vinnuafli frá Suð- ur-ítaliu. (Þegar talað er um ítali í þessu sambandi er átt við Suður- ítali, sem eru eins ólíkir hinum ítölskumælandi íbúum Sviss og þeim þýzkumælandi og reyndar gjöróiíkir Norður-ítölum lfka. Mörkin milli Suður- og Norður- 84 6UNNUBAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Evrópu í þessu tilliti liggja um miðja Ítalíu). Sviss fer verst allra landa með ítalska aðkomuverkamenn. Og ítalska stjórnin hefur til þessa látið kjör þeirra sem vind um eyru þjóta, en nú mun þó í upp- siglingu samningur um bætt kjör, þótt mikið vanti á, að þau verði góð. Það, sem flestum hefur þótt sár- ast, er að löggjöf kemur f veg fyrir, að verkamennirnir taki fjöl- skyldur sínar með sér til Sviss. Og ef ítali í Sviss vill giftast ítalskri stúlku, sem lika vinnur þar, geta þau fengið leyfi til þess, en þau mega ekki vinna í sömu kantónu og geta því að sjálfsögðu ekki búið saman. Ef þau eignast barn, fá þau ekki að vera með það í Sviss, nema þau hafi fengið „fjölskyldudvalarleyfi”, en slfkt leyfi fæst ekki fyrr en eftir mörg ár og þá aðeins fyrir eitt ár í einu. Úr þessu og ýmsu öðru verður bætt með samnlngum milli Italíu og Sviss, en stefna löggjafarvalds- ins svissneska verður þó áfram hin sama. Svisslendingar vilja koma í veg fyrir, að aðkomumennirnir lagi sig að háttum dvalarlands- ins, og þeir vilja tryggja, að þeir geti vísað þeim úr landi strax og ekki verður lengur þörf fyrir vinnu þeirra. AÐ SJÁLFSÖGBU eru ekki til neinar töfralausnir á vandamálum þessa flökkuvinnuafls, en á því máli eru fleiri hliðar en hér hefur verlð unnt að nefna. En ein megin regla virðlst þó auðsæ: ef sam- vinnu Evrópulandanna á að vera eitthvað meira en orðln tóm, verða Norður-Evrópumenn að hætta að líta á aðkomuverkamennina sem óvelkomna gesti og fara að líta á þá sem evrópska meðbræður sína og samlanda. (Aktuelt). *

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.