Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 18
KVÖLDVERÐARBOÐIÐ reyndist vera hreinasta veizla. Byrrhaena var mesta veizlukonan í Hypata, og þarna voru allir, sem eitthvað áttu undir sér. Borðin voru úr fægðum sítrusviði og öll lögð fíla- beini, púðarnir voru gullofnir. Vínbikararnir stóru voru hver með sínu lagi, en allir voru þeir meis.taravérk, hvort sem þeir voru úr gleri og settir gimstein- um-eða úr krisfalli eða úr gljá- fægð.u. jSÍlfri eða úr- gulli eða úr útskornu rafi eða gerðir af cin- hverjum- eðalsteini. Þarna voru allir þeír ótrúlegustú bikarar, sem hægt er að hugsa sér. Hópur einkennisklæddra þjóna gengu hæversklega um og sáu.til þess, að mat skorti ekki á borð- in, og fallegir hrokkinhærðir ung- lingar í snotrum fötum hlupu fram . og aftur og helltu gömlu þrúguvini á skálarnar. Það. var farið að dimma og Ijós höfðu yerið borin inn, og það var farið að lifna yfir samræðun- um. Byrrhaena sneri sér að mér og spurði: „Jæja, frændi, hvernig géðjast þér nú að okkar ástkæra landi, Þessaliu? Áð því er ég bezt veit stöndum við langtum framar öllum öðrum löndum í heimi ef miðað.er við hof, baðhús og önnur opinber hús, og einkahúsin okkar eru miklu betui- búin. Auk þess geta ■ allir, • sem heimsækja borg- ina okk.ar, lifað eihs og þá lystir. Þeir, sem koma í viðskiptaerind- um, geta notið ekki minni hávaða í kauphöllinni okkar en i sjálfri Rómabórg, óg þeir, sem vilja njóta algerrar hvíldar, geta fundið hús, sem eru eíns kyrrlát og sýeita- setur. Hypata er orðin einhver helzti ferðamannabærinn í hér- aðinu”. Ég tók hjartanlega undir. „Hvergi á ferðum mínum hef ég unað mér betur en hér. Þó vil ég ekki leyna því, að ég er hræddur við fjölkynngi galdranornanna ykkar, sem engin leið virðist vera þekkt til að verja sig gegn. Mér er sagt, að þær sýni ekki einu sinni þeim dauðu virðingu, að þær fari í grafir og brunaösku i leit að beinum og skeri holdbita af óbrunnum líkum til að nota til að koma nágrönnum sínum fyrir kattarnef. Og ég hef líka heyrt, að þegar sumar þessar nornir finni andlát einhvers á sér, þá hlaupi þær eins og fætur toga og mis- þyrmi likinu áður en syrgjend- urnir koma”. ,,,Þetta er allt satt og rétt”, sagði maður við sama borð og ég. „og það sem meira er, þær hlífa ekki heldur þeim lifandi. Ekki alls fyrir löngu var maður einn, sem ég þarf ekki að nefna, bitinn illa i andlitið af þessum djöfuls nprnum”. Óstöðvandi hláturkast fylgdi þessum orðum, og allir sneru sér við og horfðu á gest ,sem lá við eitt hornborðið og lítið fór fyrir. Hláturinn hélt lengi áfram og maðurinn, sem likaði þetta ekki og var farinn að tauta eitthvað með reiðihreim, var á leið að fara út, þegar Byrrhaea gaf honum bend- ingu um að vera kyrr. „Nei, nei, kæri Þélyfrón”, and- mælti hún. „Þú mátt ekki þjóta svona i burtu. Vertu kátur eilis og venjulega og segðu okkur enn einu sinni, livað kom fyrir þig- Ég vil endilega, að Lúsíus frændi minn, sem mér þykir eins vænt um og ef hann væri sonur minn, I fái þá ánægju að heyx-a þig sjálfan segja söguna. Það er stórkostleg saga”. Hann svaraði og var enn ekki runnin reiðin: „Mín kæra frú Byrrhaena, þú ert alltaf fullkom- inn gestgjafi og góðsemi hjarla þins bregzt aldrei. En ósvífni sam- gesta minna er óþolandi”. Byrrhaena sagði honum hreint út, að henni myndi mislíka mjög, ef hann færi að óvilja hennar, hvort sem honum líkaði betur eða verr það hlutverk, sem hún hafði lagt fyrir hann. Hann braut því saman teppið á bekknum, sem hann lá á, og dro sig upp á það með vinsti-i handleggnum; með hægri hendinni kvaddi hann sér bljóðs að hætti ræðumanna: rétti baugfingur og vísifingur fram, benti beint upp i loftið mcð þum- alfingrinum en kreppti hina tvo fingurna til heilla sér Sagan, sem hann sagði, var a þessa leið: „Þegar ég var háskólastúdent í Miletos, fór ég eitt sinn til OlymP' un til að fai-a um norðui-hluta liuleikjanna. Þá fékk ég mikla löng Grikklands og ferðaðist þá u111 mestalla Þessaliu. Á óheilladegi kom ég til Larissa og hafði þá eytt nær þvi öllum þeim peningum. sem ég hafði tekiö með mér. Ég rápaði fram og aftur um göturnar og velti þvi fyrir mér hvernig ég gæti fyllt pyngjuna aftur. Þá sa ég hávaxinn gamlan mann standa á steini á miðju markaðstorginu. Hann var að birta tilkynningu Hárri raustu og bauð háa borgun þeim sem vildi vaka yfir líki Þ3 um nóttina. . Ég spurði þann, sem næstur mér stóð: „Hvað á þetta að þýða? Eru líkin í Larissa vön að hlaupast a brott?” „Uss, dreiigur minn” svaraðx hánn. „Ég sé, að þú ert ókunnug- Kafli ur Asna Apuleiusar —4—— j|»' rj.iÉ|i ■ > i i| ■ '■ ■ n| . n n 11-1111 a ■■Aontn >1 i.ia. í ». gg SUVWDAÚSBLiS w ALífÝteuBLACIB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.