Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fréttir á mbl.is 20042005 Morgunblaðið óskar landsmönnum farsældar á nýju ári Morgunblaðið/RAX MÁL sem varða ráðn- ingu starfsmanna í stjórnunarstöður í Ís- landsbanka eru ótví- rætt á verksviði for- stjóra og hann ber einn ábyrgð gagnvart bankaráðinu í þeim efnum. Þetta var niðurstað- an á aukafundi banka- ráðs Íslandsbanka í kjölfar brottreksturs Jóns Þórissonar, að- stoðarforstjóra bank- ans og staðgengils forstjóra. „Það er eindregin niðurstaða bankaráðs Íslands- banka að Bjarni [Ármannsson for- stjóri] nýtur fyllsta trausts henn- ar,“ segir Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka. Hann segir að Bjarni hafi gert bankaráðinu grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að víkja Jóni Þór- issyni og í framhaldi af því hafi málið verið rætt. „Eins og gefur að skilja geta verið skiptar skoðanir í sjö manna hópi en niðurstaðan er sú að Bjarni nýtur fyllsta trausts okkar.“ Einar segir mannráðningar vera á ábyrgð forstjóra og hann svari fyrir það gagnvart bankaráði. Önnur sé aðkoma þess að málinu í sjálfu sér ekki. „Hins vegar er eðlilegt þegar svona hátt settum manni er sagt upp að forstjóri hafi látið mig og varaformanninn vita og fylgjast með því máli.“ Spurður um einhug í banka- ráðinu segir Einar að menn hafi ekki greint á um það að forstjór- inn hafi þetta vald í hendi sér. „Síðan geta menn haft skoðanir á því hvort ákvörðunin hafi verið rétt. Ég held að það liggi í hlutarins eðli að menn geti haft á því mis- munandi skoðanir.“ Einar segist ekki sjá ástæðu til þess að tjá sig sérstaklega um ummæli Jóns í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Þar segir Jón m.a. ljóst að ummæli hans um frekari sam- einingu á fjármála- markaðinum hafi vakið „ólund“ hjá bæði forstjóra og stjórnarfor- manni. Einar segir þetta undar- lega tekið til orða. „Menn verða að geta átt skoðanaskipti án þess að kalla það einhverja ólund í mönn- um.“ Spurður um meintan ágreining um stefnu milli forstjóra og að- stoðarforstjóra segir Einar: „Það er alveg ljóst að þegar menn eru að leiða stórfyrirtæki, eins og Ís- landsbanki óneitanlega er, með mikinn og flókinn rekstur, þá verða náttúrlega æðstu stjórnend- ur að vera í takt saman og þeir verða að geta átt samstarf saman, annars gengur þetta ekki upp. Það er auðvitað á ábyrgð forstjórans að manna þær stöður í bankanum með þeim hætti sem hann telur líklegast til þess að ná þeim ár- angri sem að er stefnt. Annað- hvort gengur það eða það gengur ekki og fyrir það þarf hann að svara gagnvart bankaráði.“ Stjórnarformaður bankaráðs Íslandsbanka Einar Sveinsson „Bjarni nýtur fyllsta trausts okkar“ ÞAÐ ER algerlega óviðunandi hvernig staðið var að brottvikningu Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka, og forkastanlegt að bankaráð skyldi ekki hafa verið kallað saman áður en ákveðið var að segja upp næstæðsta manni Ís- landsbanka. Bankaráðið staðfesti ráðningu beggja aðstoðarforstjóra Íslandsbanka í mars í vor og sam- þykkti að Jón Þórisson skyldi vera staðgengill forstjóra og því hefði bankaráð átt að fjalla um brott- vikningu hans áður en til hennar kom. Þetta segir Helgi Magnússon, bankaráðsmaður í Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Helgi ekki einn um þá skoðun að kalla hefði átt bankaráð- ið saman áður en Jóni var vikið úr starfi. Vanhugsuð aðgerð Helgi segir brottvikninguna hugsanlega vera ólögmæta vegna þess að það hafi ekki verið á for- svari forstjóra Íslandsbanka að víkja Jóni úr starfi. „Ég er engan veginn sammála þessari ráðstöfun og ég legg áherslu á það að ég ber enga ábyrgð á brottrekstri Jóns Þór- issonar. Ég vil ekki bera ábyrgð á því enda tel ég að um vanhugsaða aðgerð hafi verið að ræða. Ég hef ekki komið auga á neina ástæðu fyrir því að víkja Jóni Þórissyni úr starfi. Hann er að mínu mati einn af hæf- ustu og frambærileg- ustu bankamönnum landsins og mikill missir fyrir Íslands- banka að þessi maður skuli fara,“ segir Helgi. Hann segir aðferð- ina við brottvikningu Jóns engan veginn standast. „Mér finnst það alveg forkastanlegt að bankaráðið skyldi ekki vera kallað saman fyrst áður en það hvarflaði að mönnum að segja upp næstæðsta manni bank- ans. Bankaráðið staðfesti ráðningu aðstoðarforstjóranna tveggja á fundi sínum 23. mars síðastliðinn og samþykkti hann [Jón Þórisson] sem staðgengil forstjóra. Þannig að ef það átti að víkja honum úr starfi þá varð það ferli að byrja hjá bankaráðinu. Það átti að halda bankaráðsfund á undan en ekki eft- ir. Þegar það hvarflar að mönnum að víkja úr starfi næstæðsta manni í stórfyrirtæki eins og Íslandsbanka þar sem starfa 1.100 manns, þá er það mjög stórt mál og það er sannarlega mál af þeirri stærð- argráðu að stjórn fyr- irtækisins eigi að koma að því.“ Helgi segist ekki skilja hvert eigi að vera hlutverk banka- ráðs ef það eigi ekki að koma að slíkri ákvörðun. „Þetta var gert án þess að bankaráðsfundur væri boðaður. Það var ekki haft samband við mig á undan og ég vissi ekki um þetta fyrr en þetta gerðist og ég tel það algerlega óviðunandi vinubrögð. Það hafa komið upp raddir um það frá lög- fræðingum, hæstaréttarlögmönn- um, að uppsögnin kunni að vera ólögmæt vegna þess að það hafi ekki verið á forsvari forstjórans að víkja Jóni úr starfi, ákvörðunin hefði orðið að koma frá banka- ráðinu sem staðfesti ráðninguna og valdi hann sem staðgengil for- stjóra. Það er lögfróðra manna að svara því hvort þessi uppsögn er lögmæt eða ólögmæt,“ segir Helgi. Bankaráð Íslandsbanka ekki einhuga um uppsögn Jóns Helgi Magnússon „Forkastanlegt að bankaráðið skyldi ekki vera kallað saman“ EKKI verður af því að Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, taki við stöðu útibússtjóra Ís- landsbanka í Lækjargötu. Staðan var aug- lýst nýlega og valdi Jón Þór- isson, fyrrver- andi aðstoð- arforstjóri Íslandsbanka, sem Bjarni Ár- mannsson forstjóri vék frá störfum í vikunni, Svein úr hópi 60 um- sækjenda og átti hann að hefja störf eftir áramótin. Í framhaldi af aukafundi í bankaráði Íslandsbanka í gær- morgun varð hins vegar sam- komulag um það að Sveinn taki ekki við stöðunni. „Það er sam- komulag um það að það verður ekki og eiginlega ekkert meira um það að segja. Menn eru sáttir þeg- ar þeir gera samkomulag,“ segir Sveinn Hannesson. Spurður hvort þessi niðurstaða feli ekki í sér heldur kaldar kveðj- ur til iðnfyrirtækjanna í landinu segist Sveinn ekki geta tjáð sig um það. Fremstur meðal umsækjenda Fram kom í viðtali Morgunblaðs- ins við Jón Þórisson, að hann hefði ekki borið ráðningu Sveins undir Bjarna Ármannsson forstjóra, enda hafi hann ekki talið sig bera skyldu til þess. Jón sagðist sér hafa fundist blasa við að Sveinn væri fremstur umsækjendanna, „… það væri sér- kennileg ráðstöfun af hálfu Ís- landsbanka að ætla að senda öllu því fólki sem treysti honum [Sveini] til trúnaðarstarfa um langt árabil kaldar kveðjur með því að vinda ofan af minni ákvörð- un,“ sagði Jón í viðtalinu. Sveinn Hannesson Hætt við ráðningu Sveins Hannessonar NÚ þegar inflúensufaraldur gengur yfir er reynsla undanfar- inna ára að sýklalyf eru mikið notuð, oft að gagnslausu en stundum til að meðhöndla hugs- anlegar bakteríu-fylgisýkingar svo sem lungnabólgu, skúta- bólgu og eyrnabólgu. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir. „Óhófleg notkun sýklalyfja er mjög varhugaverð í þjóðheilsu- legu tilliti vegna ónæmisþróunar sýkla fyrir helstu sýklalyfja- flokkum,“ segir Vilhjálmur í til- kynningu. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem sýklalyfja- notkunin er mikil og meiri en á hinum Norðurlöndunum. Rann- sóknir sem meðal annars Vil- hjálmur hefur staðið að með fleirum sl. 10 ár hafa sýnt að hjá börnum er 5-föld hætta á að smitast af lungnabólgubakteríu (pneumókokk) með minnkuðu næmi fyrir penicillíni og fleiri sýklalyfjum eftir sýklalyfjagjöf. Fyrstu 2 mánuði eftir hvern sýklalyfjakúr má ætla að um 25% barna smitist af þessum ónæmu bakteríum úr umhverf- inu. „Skilningur almennings er ekki síður mikilvægur en ábyrg stefna í ávísanavenjum lækna í þessu tilliti eins og rannsóknir okkar á undanförnum árum sýna einnig,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt er að hans sögn að greina sýkingar eins vel og örugglega og hægt er áður en ákveðið er að grípa til sýkla- lyfja. Einkenni inflúensu á fyrsta sólarhring er fyrst og fremst skyndilegur hiti, bein- og vöðva- verkir og særindi í hálsi. Sumir, sérstaklega börn, eru oft með magaóþægindi og flökurleika. Sýklalyf virka ekki á kvef og flensu Óhófleg notkun sýklalyfja varasöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.