Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á rið 1904 markaði mikil tímamót í íslenskri stjórnmálasögu; Ís- lendingar fengu þá heimastjórn og eigið þingbundið framkvæmdavald. Hvort afmælisársins hundrað árum síðar verður minnst sem tímamóta- árs er vafasamara. Stólaskiptin 15. sept. sl. marka tímamót þar sem Davíð Oddsson lét af embætti for- sætisráðherra eftir að hafa gegnt því lengur en nokkur annar. Á hinn bóginn er stjórnarstefnan og ríkisstjórnin óbreytt. Að framsókn- armaður fái að sitja við borðsend- ann í umboði og skjóli Sjálfstæð- isflokksins og til að framkvæma stefnu hans eru ekki tímamót held- ur tímaskekkja. Mestu tímamót ársins tengjast hins vegar fjölmiðlamálinu. Þar var ríkisstjórnin gerð afturreka með óvandaðan málatilbúnað og gafst að lokum upp í fullkominni niðurlægingu. Upp úr stendur þó að forseti lýðveldisins beitti mál- skotsréttinum í fyrsta sinn, ákvað að synja máli staðfestingar og vísa því til þjóðarinnar. Sá atburður markar óumdeilanlega kaflaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Frá og með þeim degi, 2. júní sl., breytti málið um eðli og varð í raun að grundvallarmáli sem varðaði stjórnskipun lýðveldisins. Undirrit- aður er jafnsannfærður og áður um að rétt og eðlileg viðbrögð hefðu verið að láta þjóðina skera úr um málið í þjóðaratkvæða- greiðslu í samræmi við ótvíræð ákvæði stjórnarskrárinnar. Nú eru bæði þessi mál, þ.e.a.s. fjölmiðlaheimurinn og ákvæði stjórnarskrárinnar, komin í vinnu- farveg í þverpólitískum nefndum og betur að menn hefðu frá upp- hafi viðhaft slík vinnubrögð. Fúafen Íraksstríðsins Á vettvangi utanríkismála gnæf- ir Íraksstyrjöldin upp úr og hinn misráðni stuðningur íslenskra stjórnvalda við hana. Ólögmætt árásarstríð á upplognum for- sendum hefur kallað miklar hörm- ungar yfir írösku þjóðina og reynst innrásarherjunum botnlaust fúa- fen. Fallið hafa hundruð þúsunda manna. Var þó ekki á þær hörm- ungar bætandi sem viðskiptabann- ið hafði leitt yfir Íraka til viðbótar þeirri harðstjórn sem þjóðin bjó við. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, sem bera ábyrgð á því að nafn Íslands birtist á lista yfir hinar vígfúsu stuðningsþjóðir, fara undan í flæmingi þegar óskað er upplýsinga um aðdraganda ákvörð- unarinnar. Öll sú saga er eitthvert hörmulegasta skólabókardæmi um það hvernig ekki á að vinna að málum og hvernig ekki á að taka mikilsverðar ákvarðanir í opnu lýð- ræðissamfélagi. Ástandið er auðvitað víðar slæmt en í Írak og staða heims- mála víða ótrygg. Enginn endir er á hörmungum í Palestínu og Ísr- aelsmenn halda áfram byggingu hins ólöglega aðskilnaðarmúrs. Í Afríku er víða glímt við miklar hörmungar og mannlega eymd sökum fátæktar, eyðni og ófriðar. Í Afganistan er ástandið afar sérkennilegt. Sæmilegur friður á að heita í höfuðborginni Kabúl en á því eru þó undantekningar eins og íslensku friðargæsluhermenn- irnir fengu að reyna. Utan Kabúl ríkja misfélegir ættbálkahöfðingjar og stríðsherrar sem aldrei fyrr og sumir þeirra í skjóli Bandaríkja- manna. Ópíumframleiðslan hefur náð fyrri hæðum og ekki finnst tangur né tetur af þeim félögum Mullah Omar og Bin Laden. Á heimavettvangi rembist rík- isstjórnin við að halda í óbreytt ástand og fjórar gamlar óvopnaðar F15-þotur í herstöðinni í Keflavík. Talað er um mikilvægi loftvarna í því sambandi. Íslensk stjórnvöld neita að horfast í augu við gjör- breyttar aðstæður, óvissuástandið hangir yfir Suðurnesjum og enginn botn fæst í málin. Íhaldinu allt Á efnahagssviðinu hrannast upp óveðursský sem flestir sjá nema ríkisstjórnin. Gríðarlegur og vax- andi viðskiptahalli, þensla og aukin verðbólga eru fyrirsjáanlegar af- leiðingar af hinni hömlulausu stór- iðjustefnu. Ruðningsáhrif stóriðju- fjárfestinganna koma nú fram í efnahags- og atvinnulífi. Raun- gengi krónunnar er við sögulegt hámark, Seðlabankinn hækkar vexti sem allt leiðir til hraðversn- andi afkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina. Bakreikningurinn er því greiddur af almennu at- vinnulífi, versnandi afkomu og glötuðum tækifærum á þeim vett- vangi. Ríkisstjórnin hellir svo olíu á eldinn með því að lögfesta stór- felldar skattalækkanir langt fram í tímann sem er efnahagslegt glap- ræði við núverandi aðstæður um leið og það veikir undirstöður vel- ferðarsamfélagsins. Skattastefnan sem slík er ómenguð hægristefna og til vitnis um það eru sérstök gleðilæti ultra-hægrimanna við af- greiðslu málsins á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur gert Pétur Blöndal og skoð- anabræður hans að leiðtogum sín- um í skattamálum enda hafa hag- orðir menn umorðað gamalt kjörorð Framsóknar „allt er betra en íhaldið“, það hljómar nú „íhald- inu allt“. Til lengri tíma litið er þó viðskiptahallinn og hinar gríð- arlegu erlendu skuldir þjóðarbús- ins alvarlegastar. Heimili og fyr- irtæki á Íslandi eru með þeim skuldsettustu meðal OECD-ríkja. Sveitarfélögin safna skuldum og þjóðarbúið í heild er skuldugra en nokkru sinni fyrr. Einungis Finn- land og Nýja-Sjáland, grátt leikið af nýfrjálshyggjunni, eru á svip- uðum slóðum hvað hreinar erlend- ar skuldir snertir. Hvers konar samfélag? Í almennri umræðu leynir sér ekki þreytan með ríkisstjórnina, stjórnarstílinn og hvernig núver- andi valdhafar meðhöndla vald sitt. Stjórnarflokkarnir sem í upphafi samstarfs síns höfðu afgerandi meirihluta á þingi og mikinn stuðning með þjóðinni eiga nú á brattann að sækja. Íslendingar hafa nú búið við hægrisinnaðar ríkisstjórnir í um einn og hálfan áratug og þess sér víða merki í samfélaginu. Vissulega hefur Ís- lendingum á ýmsan hátt vegnað vel. Verðmætasköpun hefur aukist talsvert og þó umsvif í hagkerfinu sýnu meir, en á þeirri velgengni eru skuggahliðar. Gríðarlega aukin skuldsetning er vísbending um að við höfum í alltof miklum mæli tekið batnandi lífskjör að láni og stílað þann reikning á framtíðina. Misskipting hefur aukist og á ýms- an hátt hefur Ísland sveigt af leið. Það er því meira en tímabært að staldra við og spyrja grundvall- arspurninga um samfélagsgerðina. Viljum við áfram tilheyra hinni norrænu fjölskyldu samábyrgra velferðarþjóðfélaga, jafnaðar og jafnréttis eða ætlum við að sækja okkur fyrirmyndir annað? Þær víglínur sem kristallast í umræðum um skattamál um þessar mundir eru sláandi. Annars vegar eru lof- orðaflokkarnir og hins vegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem leggur höfuðáherslu á að byggja upp og þróa áfram sam- ábyrgt velferðarsamfélag á Íslandi. Við viljum að ríki og sveitarfélög hafi úr traustum tekjustofnum að spila til að geta veitt mikilvægustu undirstöðuþjónustu án endur- gjalds. Öldin sem leið var Íslendingnum farsæl. Við sóttum fram úr fátækt til lífskjara sem eru sambærileg við það besta sem þekkist. Ým- islegt lagðist með okkur á þeirri vegferð. Í stað þess að gjalda fyrir styrjaldir með efnahagslegum fórnum og eyðileggingu nutu Ís- lendingar góðs af. Ekkert bendir til annars en að 21. öldin geti einn- ig orðið okkur góð ef við spilum vel úr okkar spilum. Við búum í stóru og fallegu landi mikilla nátt- úrugæða. Sú fortakslausa skylda hvílir á okkur að vernda það og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Ein ríkasta þjóð heimsins á upplýsingaöld hefur enga afsökun ef hún vitandi vits veldur stór- felldum óafturhverfum nátt- úruspjöllum. Með slíku bregðumst við gæsluhlutverki okkar og fram- tíðinni og skerðum umhverfisgæði komandi kynslóða. Í siðblindri eig- ingirni fremjum við sögulegt mannorðssjálfsmorð. Á sviði hins mannlega umhverfis er viðfangs- efnið að þróa áfram menningarlegt og mannúðlegt velferðarsamfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Oft er til þess vitnað að íslenska þjóðin sýni aðdáunarverða sam- stöðu þegar á bjátar. Það sem best varðveitir samstöðu og samkennd þjóðarinnar til viðbótar sameig- inlegri sögu, menningu og tungu, er jöfnuður í lífskjörum og að verj- ast stéttskiptingu og lagskiptingu í samfélaginu. Margt í þjóðfélags- gerðinni, eins og hún hefur þróast á síðustu árum, færir þjóðina því miður í sundur. Það er takmörkuð huggun að eignast örfáa vellríka einstaklinga sem komast jafnvel á lista yfir auðugustu menn heimsins ef þeim þúsundum fjölgar sem vart eiga málungi matar mitt í öllu ríkidæminu. Besta aðferðin til að koma þeim til hjálpar er með öfl- ugri velferðarþjónustu án endur- gjalds og tekjujafnandi samneyslu. Þannig tryggjum við jöfnust og mest lífsgæði allra landsmanna. Fyrir hönd Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs þakka ég landsmönnum samfylgdina á árinu og þann stuðning og hljóm- grunn sem málflutningur okkar hefur fengið. Ég óska lesendum og lands- mönnum góðs og gæfuríks kom- andi árs. Tíðindalítið á afmælisári Morgunblaðið/Sverrir Á vettvangi utanríkismála gnæfir Íraksstyrjöldin upp úr og hinn misráðni stuðningur íslenskra stjórnvalda við hana. Ólögmætt árásarstríð á upplognum forsendum hefur kallað miklar hörmungar yfir írösku þjóðina og reynst innrásarherjunum botnlaust fúafen, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Skipholti 29A 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 sími 530 6500 Um leið og við þökkum viðskiptamönnum okkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða, óskum við landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Heimili fasteignasölu Opnum á nýju ári mánudaginn 3. janúar kl. 13 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Anney Bæringsdóttir Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.