Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRAMÓT Árið 2004 hefur verið ár mikillaþjóðfélagsátaka, sem hafarist djúpt í þjóðarsálina. Þar ber hæst þau átök, sem urðu á milli Alþingis og forseta sl. sumar, þegar forseti neitaði að skrifa undir hin svonefndu fjölmiðlalög með tilvísan til 26. greinar stjórnarskrárinnar. Þá þegar varð ljóst, að þingið mundi ekki una því og nú hefur verið lagð- ur grunnur að endurskoðun stjórn- arskrárinnar og má gera ráð fyrir að kosið verði um nýja stjórnarskrá í næstu þingkosningum. Þar koma fleiri atriði til skoðunar en þau ein, sem snúa að 26. greininni. Þó má ætla, að við þá endurskoðun verði tekizt á um það grundvallaratriði, að ákvæði verði í nýrri stjórnarskrá um að þjóðin sjálf og/eða íbúar ein- stakra sveitarfélaga taki ákvörðun um lykilmál í þjóðaratkvæða- greiðslu eða atkvæðagreiðslu innan sveitarfélaga. Ennfremur verður að ætla að inn í endurskoðaða stjórnarskrá verði tekin ákvæði um sameign þjóðarinn- ar á fiskimiðunum. Hvoru tveggja eru mál, sem Morgunblaðið hefur barizt fyrir á allmörgum undanförn- um árum. Fjölmiðlalögin voru annað helzta átakamál í þjóðfélagsumræðum árs- ins, sem er að líða. Nú situr ný fjöl- miðlanefnd að störfum. Á þeim skamma tíma, sem liðinn er frá miklum umræðum um fjölmiðlalög, hafa þær breytingar orðið í fjöl- miðlaheiminum hér að telja verður líklegt að jarðvegur sé að skapast fyrir víðtækri pólitískri samstöðu um nýja löggjöf á þessu sviði. Aug- ljóslega verður hún ekki með ná- kvæmlega sama hætti og þau fjöl- miðlalög, sem Alþingi hafði sett en nam úr gildi á sl. sumri. Hins vegar hafa ýmsar forsendur breytzt og meiri líkur á því en snemma á árinu 2004 að samstaða geti tekizt um ný fjölmiðlalög, sem hafi hagnýta þýð- ingu. Það er augljóslega eftirsókn- arvert að takast megi að tryggja slíka pólitíska samstöðu. Þriðja málið, sem töluvert var rætt um á árinu, sem er að líða, eru umsvif stórra viðskiptasamsteypna, sem hafa sýnt augljósa tilhneigingu til að kaupa upp flest, sem fyrir verður. Gera verður ráð fyrir, ef tekið er mið af yfirlýsingum ráð- herra, að löggjöf um þau efni verði sett á Alþingi fyrir vorið. Útrás íslenzkra stórfyrirtækja inn í viðskiptalíf í nálægum löndum svo sem á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum hefur sett svip sinn á viðskiptalífið á árinu 2004. Þau miklu umsvif eru fagnaðarefni og til marks um stóraukið sjálfstraust forystusveitar íslenzks viðskipta- lífs. En með sama hætti og árið, sem senn er liðið, var ár mikilla fjárfest- inga í útlöndum verður að telja að á nýju ári og næstu misserum verði lögð nokkur áherzla á að tryggja þessa fjárfestingu og treysta rekst- ur þeirra fyrirtækja í útlöndum, sem keypt hafa verið. Eitt er að kaupa fyrirtæki. Annað að reka þau með þeim hætti að þau skili hagnaði. Það verður væntanlega næsta stóra verkefni íslenzkra kaupsýslumanna á erlendri grundu að treysta dag- legan rekstur þeirra fyrirtækja, sem þeir hafa eignazt. Verkfall grunnskólakennara setti töluverðan svip á síðari hluta ársins. Vonandi verður sú erfiða kjaradeila til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir mikilvægi þess að skólarnir hafi yfir að ráða hæfu kennaraliði en það verður ekki gert nema borga kennurum viðunandi laun. Fátt er mikilvægara fyrir framtíð þjóðar- innar en uppeldi og menntun ís- lenzkrar æsku. Tímabært er að við- urkenna mikilvægi bæði leikskóla og grunnskóla í þeim efnum og horf- ast í augu við að gott fólk fæst ekki til starfa á þessum vettvangi nema það sé sæmilega sátt við launakjör sín. Velmegun hefur verið mikil á Ís- landi undanfarin ár. Þess vegna ekki sízt er nauðsynlegt og óhjákvæmi- legt að huga að lífskjörum þeirra þjóðfélagshópa, sem minnst mega sín. Það hefur alltaf verið til fátækt á Íslandi, en hún hefur ekki verið sýnileg. Nú er hún að verða sýnileg. Við getum ekki í ríkidæmi okkar verið þekkt fyrir að horfa aðgerða- laus á, að fátækt breiðist út. Þess vegna ber okkur að gera þær ráð- stafanir, sem þarf til þess að upp- ræta fátækt. Það er hægt og auð- veldara fyrir okkur en marga aðra vegna smæðar samfélagsins. Stríðið í Írak hefur verið töluvert til umræðu á þessu ári og tengjast þær umræður íslenzkum innanrík- ismálum. Við ætlumst til margs af bandalagsþjóðum okkar á alþjóða- vettvangi. Það er nauðsynlegt að átta sig á því, að við getum ekki bú- izt við stuðningi annarra þjóða við óskir okkar og kröfur nema við end- urgjöldum þann stuðning á þeim vígstöðvum, sem þær þurfa á að halda. Í því ljósi á að skoða afstöðu ríkisstjórnarinnar og forystumanna hennar til styrjaldarinnar í Írak. Á árinu sem er að líða hefur af- staða Bandaríkjastjórnar til fram- tíðar varnarstöðvarinnar í Keflavík orðið skýrari en áður. Þótt ekki hafi verið gengið endanlega frá þeim málum má telja víst að Bandaríkin muni áfram sjá um varnir Íslands á þann veg, sem við getum sætt okkur við. Framundan er nýtt ár. Ný átök. Nýjar deilur. Nýir sigrar. Og ósigr- ar á stundum. Ósigrar hafa þrosk- andi áhrif á fólk. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við for- sæti ríkisstjórnar í septembermán- uði sl. og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks, flutti sig yfir í ut- anríkisráðuneytið. Sameiginlega hafa þeir í bráðum tíu ár tryggt landi og þjóð traust og stöðugleika á vettvangi stjórnmálanna. Það er ein af forsendunum fyrir velgengni og velmegun íslenzku þjóðarinnar um langt árabil. Morgunblaðið sendir lesendum sínum og þjóðinni allri áramóta- kveðjur með þakklæti fyrir góð – og stundum sviptingasöm – samskipti á liðnu ári. Á þessum tímamótum horfum við um öxl, og reynum jafnframt að gera að nokkru upp reikninga liðins árs. Engin algild reikningsskilavenja er þó til að styðjast við, og bókhaldið æði persónubundið. Ekki eru öll kurl endilega komin til grafar á gamlársdag. Mörg nótan og fylgi- skjalið mun vísast aldrei skila sér. Fæst af því sem á mína daga dreif á árinu sá ég fyrir við upphaf þess, hvort sem var á persónulegu eða pólitísku almanaki. Þó lá fyrir að ég skyldi láta af embætti forsætisráðherra á tilteknum degi, eftir nokkra viðveru og gekk það allt vel eftir. Ekki er við hæfi að fjalla á þessum vettvangi um persónutengda snún- inga liðins árs. Þar gengur á ýmsu hjá okkur öllum eins og jafnan. Eftir alþingiskosningarnar 2003, sem voru hatrammar, enda ýmsum brögðum beitt umfram það venjulega, varð staðan sú, að stjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta sín- um, svolítið skertum þó, og vildu áframhaldandi samstarf um ríkisstjórn. Var það þó ekki fyrirfram sjálfgefið, en örugglega farsælasta niðurstaðan. Mörgum þótti framandi að teknar voru ákvarðanir um forsvar ríkisstjórnar og aðr- ar mannabreytingar rúmlega ári fyrir fram, enda ekki ver- ið gert áður. Var sú aðferð auðvitað fyrst og fremst til marks um ríkt traust á milli forystumanna flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki farið með utanríkis- ráðuneytið síðan 1987, þótt vart sé deilt um að flokkurinn hafi haft hvað drýgst áhrif á þá utanríkisstefnu sem hér hefur verið fylgt frá því að ákvarðanir um hana komu á ný í íslenskar hendur. Hitt er einnig rétt að hafa í huga að meg- inatriði utanríkisstefnunnar eru ekki mál ráðherrans eins heldur að nokkru ríkisstjórnarinnar sem slíkrar og fer því vel á að samráð utanríkisráðherra og forsætisráðherra sé náið í þeim efnum á hverjum tíma. Íslensk stjórnvöld ákváðu á vormánuðum 2003 að lýsa yfir stuðningi við þá stefnu að ályktunum Sameinuðu þjóðanna varðandi Írak yrði fylgt eftir af festu. Í því fólst að léti einræðisherrann Saddam Hussein ekki segjast yrði staðið við margítrekaða hótun um að hervaldi yrði beitt. Þátttaka á lista hinna stað- föstu þjóða fólst í pólitískri yfirlýsingu og henni fylgdu ekki aðrar skuldbindingar á því stigi. Þær pólitísku yfirlýsingar voru gefnar af réttum aðilum og voru í fullu samræmi við margendurteknar yfirlýsingar forystumanna stjórnar- flokkanna, um að ekki væri hægt að útiloka valdbeitingu í Írak. Ísland hefur mikla sérstöðu hvað hernaðarlegar aðgerð- ir varðar, sem öllum þjóðum eru kunnar. Íslenskir valdhaf- ar geta engan mann sent á svæði, þar sem ófriður geisar, sem ekki vilja fara þangað sjálfir. Í hinum pólitísku yfirlýs- ingum gat því aldrei falist að Ísland væri „þátttakandi í stríði“ eins og hver spekingurinn af öðrum étur upp um þessar mundir. Að því hefur verið fundið að ekki sé til bók- uð samþykkt ríkisstjórnarinnar um efnið. Þetta er á mis- skilningi byggt. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald. Utanríkisráðherra fer, með atbeina forsætisráðherrans, þegar það á við, með ákvörðun af þessu tagi. Enginn ágreiningur var um hana í röðum ráðherra. Hin pólitíska stefnumótun var ákveðin og kynnt mörgum vikum fyrir síðustu kosningar. Auðvitað urðu opinberar umræður um hana. Fullyrðingar talsmanna stjórnarandstöðu um að þær umræður hafi ekki verið nægjanlegar hitta þá eina fyrir. Ruglandin í þessari umræðu hefur verið töluverð, eins og algengt er hér á landi. Nú síðast hafa nokkrir ein- staklingar, sem af lítillæti kalla sig „Þjóðarhreyfingu“, ákveðið að safna fé fyrir auglýsingu í blaði í New York. Virðast þeir telja að sú skoðun sé uppi í heiminum að þeir sjálfir hafi staðið á bak við styrjöldina í Írak. Ég hef að vísu hvergi í ferðum mínum heyrt um þann misskilning, en ef þeir félagar telja að hann sé fyrir hendi og það megi leið- rétta með einni auglýsingu í blaði þar vestra þá er sann- arlega óþarfi að amast við því. Fæðingarhríðir lýðræðis í Írak eru vissulega erfiðar og það eykur vandann að al- þjóðasamfélagið bar ekki gæfu til að standa saman um að- gerðir í upphafi. Það var þó mjög eftirtektarvert og raunar ánægjulegt, að á síðasta utanríkisráðherrafundi NATO var augljóst að samstaða um framtíðaraðgerðir í Írak fer vax- andi og þar gáfu allir utanríkisráðherrar yfirlýsingar um jákvæðar aðgerðir landa sinna í þágu friðar og uppbygg- ingar í Írak undir merkjum bandalagsins. Þar datt engum forystumanni í hug að leggja til að hersveitir bandamanna yrðu á brott úr landinu hið fyrsta. II Eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um varnarmál Ís- lands um nokkurt skeið. Óvissa og öryggi fara illa saman. Í kjölfar ágætra funda minna á árinu með George W. Bush, Bandaríkjaforseta, og Colin Powell, utanríkisráðherra, standa fyrir dyrum viðræður milli landanna um framtíð varnarsamstarfsins. Að ósk forseta Bandaríkjanna verður í þeim rætt um aukna þátttöku Íslendi rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar lensk stjórnvöld reiðubúin enda hefur bo völlinn aukist verulega en hernaðarlegt tel að á æðstu stöðum í Bandaríkjunum vilji til að halda varnarsamstarfinu áfram tilgangi lágmarksviðbúnað í landinu. En enn í höfn og loftvarnir eru sem fyrr fors íslenskra stjórnvalda að varnarsamning ingu og gildi. Að baki þeirrar kröfu e ástæður og eru fyrir loftvörnum í öllum okkar. Í alþjóðlegum öryggismálum hafa Mi ofarlega á baugi í ár eins og oft áður. Þa tíðindi að Yasser Arafat féll frá. Almenn með dauða Arafats hefði loks skapast tæ á skrið friðarviðræðum milli Ísraelsma manna. Hvort tækifærið, sem um ræði ræðst af hvort nýir leiðtogar Palestínum synlegar umbætur á heimastjórninni og og í verki gegn hryðjuverkum. Það er raunverulegar friðarviðræður geti hafi lenskra stjórnvalda við sjálfstætt ríki P eindreginn, en grundvallaratriði, sem ek að öryggi Ísraels verði tryggt. Íslensk stjórnvöld styðja heilshugar meirihluta Íraka um að frelsi og lýðræð og þær hernaðaraðgerðir sem eru og v forsendur þess. Hryðjuverkin í Írak virð ast gegn þeim vonum og reyndar ein frelsis og mannréttinda í þessum heimsh eru jafnframt hluti af stærra stríði, þar myrkraöfl af því tagi sem sýndu klærnar Bandaríkin 11. september 2001 og bera öðrum morðárásum á saklaust fólk. Eng ætla að slíkir aðilar mundu skirrast við a arvopnum kæmu þeir höndum yfir þau. lendingum sameiginleg örlög með vinaþ rétt eins og þegar tekist var á við eyðin kommúnisma á öldinni sem leið. III Óumdeilt er að árið 2004 var okkur Í efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur var umfr kaupmáttur launa hélt áfram að vaxa, Efnahagslífið er nú fjölbreyttara en nok ánægjulegt að erlend matsfyrirtæki sta Ísland er í efsta flokki þeirra ríkja sem n á erlendum lánamörkuðum. Við Íslendingar eigum nú einstakt só nær áratug hefur efnahagslífið eflst mj burðum og nú benda spár til þess að ný sé hafið. Talið er að árlegur hagvöxtur ve ur árum um og yfir fimm prósent og fr verði hann um tvö og hálft prósent. Þjóð ar verði ríflega þúsund milljarðar árið 20 vegin í dollurum á hvern mann sé ljóst a ast jafnt og þétt ofar í hópi ríkustu þjó hafa verið lækkaðir umtalsvert, skuldir r ið greiddar niður í stórum stíl, framlög til lagsmála hafa verið aukin til mikilla mun kerfi landsmanna stendur styrkum fótum er öfundarefni margra þróaðra þjóða. Fr mála og vísindastarfsemi hafa verið auk ákvað ríkisstjórnin að framlag til opin tæknisjóða yrði tvöfaldað á kjörtímabilin viðskiptum hefur leyst úr læðingi gríða leysi er lítið, aflamarkskerfið hefur skapa í sjávarútveginum og sókn íslenskra fyr markaði er snörp. Þessi staða íslenska þ kallað á töluverða athygli. Það kemur þ helstu viðfangsefni okkar um þessar m kvillar. Verkefni íslenskra stjórnvalda e að koma í veg fyrir of hraðan vöxt. Sé lit viðskiptalanda í Evrópu blasa við önnur hagvöxtur, lækkandi fæðingartíðni og y hækkanir, meðal annars vegna innistæ skuldsbindinga, eru efst á borði flestra Fyrir nokkru var kynnt að atvinnuleysi um ESB væri að meðaltali um tuttugu p ungis fjörutíu prósent Evrópubúa á aldr hefðu atvinnu. Sóunin á mannauði er því ur að valda ESB áhyggjum. En þó vel þessar mundir er ekki ástæða til að lá boðaföllin framundan. Skuldir heimilann full ástæða til að vaxandi kaupmáttur v greiða þær niður og skapa þannig vara ingu. Það er svo sem skiljanlegt að þega stofnana opnast í einni svipan, þá leiði skuldasöfnunar. En það er ekki sjálfgef Davíð Oddsson utanríkisráðh VIÐ Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.