Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miklar breytingarverða á raforku-töxtum orkufyr- irtækjanna um áramót, en þá taka gildi ný raforku- lög. Lögin kveða á um að skil verða að vera milli dreifingar raforkunnar, orkuvinnslu og sölu. Þetta þýðir m.a. að ekki verður lengur heimilt að láta hagnað af virkjun greiða niður kostnað við dreif- ingu orkunnar. Þá verður hver og einn viðskiptavin- ur að greiða fyrir orkuna í samræmi við kostnað, en það þýðir að orkufyrir- tækjunum verður óheimilt að vera með millifærslu milli þétt- býlis og dreifbýlis. Um áramót tekur nýtt fyrir- tæki, Landsnet, að sér flutning á raforku. Inn í þetta fyrirtæki fara flutningslínur Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Rekstur á flutningslínum RARIK og Orkubús Vestfjarða er tiltölu- lega dýr vegna þess að línurnar eru langar og viðskiptavinirnir dreifðir um stórt svæði. Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að þessi breyting leiði til þess að kostnaður sem landsbyggðarveit- urnar hafi borið af dreifikerfinu verði jafnaður yfir á alla, þar á meðal á þá sem búa í þéttbýli. OR breytir gjaldskrá í janúar Öll orkufyrirtækin munu breyta gjaldskrám sínum. Orku- veita Reykjavíkur hefur ekki tek- ið ákvörðun um hækkanir en Guð- mundur segir að þær verði tilkynntar fljótlega eftir áramót. Hann segir að lagabreytingin kalli á breytingar á töxtum og þær verða aðallega til hækkunar. Hitaveita Suðurnesja hækkar almennt raforkuverð á flestum veitusvæðum um 4,86% en verðið lækkar í Vestmannaeyjum og Ár- borg um 3,58%. Hins vegar hækk- ar fastagjald rafmagnsreikninga um 300 krónur á öllum veitusvæð- um Hitaveitu Suðurnesja. Tryggvi Þór Haraldsson, raf- veitustjóri RARIK, segir að mikl- ar og talsvert flóknar breytingar verði á taxta RARIK. „Meðal- hækkun hjá okkur um áramótin er 3,5%. Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun í þéttbýli, en 7,9% hækkun í dreifbýli. Almennt má segja að gjald til rafhitanotenda muni hækka, en önnur gjöld munu í flestum tilvikum lækka. Lækkun hjá stórnotendum er á bilinu 5– 20%. Gjald til heimilisnotenda í þéttbýli lækkar að meðaltali um 8% og gjald til heimilisnotenda í dreifbýli lækkar um 2%. Gjald til rafhitanotenda bæði í dreifbýli og þéttbýli hækkar hins vegar á bilinu 15–20%.“ Tryggvi Þór sagði að taxti til þeirra sem hita hús sín með raf- magni hafi verið haldið niðri á síð- ustu árum á kostnað annarra. Í þessu nýja umhverfi verði þetta ekki hægt lengur. Fram að þessu hafi orkufyrirtækin verðlagt raf- hitun sérstaklega en nú komi það orkufyrirtækjunum ekki lengur við hvað kaupendur geri við orkuna. Ný gjaldskrá Orkubús Vest- fjarða verður ekki tilbúin fyrr en í næstu viku. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að ekki sé reiknað með að raforkuverð í þétt- býli hækki, en gert sé ráð fyrir hækkunum í dreifbýli, en þær verði líklega innan við 10%. Krist- ján bendir á að um áramót falli niður afsláttur sem Landsvirkjun var með vegna sölu til rafhitunar. Þann tekjumissi verði Orkubú Vestfjarða að bæta sér með því að hækka verð til notenda. Hann reiknar ekki með að fyrir- tækið nýti sér að fullu þær heim- ildir sem það hafi til að hækka verð vegna dreifingar orkunnar. Franz Árnason, forstjóri Norð- urorku á Akureyri, segir að fasta- gjaldið hjá Norðurorku muni hækka um 225 krónur á mánuði. Það jafngildi 4–7% hækkun eftir því hvað notkunin er mikil. Verð á kílówattstund hækkar hins vegar ekki. Ástæða hækkunarinnar sé fyrst og fremst hærri flutnings- kostnaður samfara lagabreyting- unni. Landsvirkjun hækkar ekki umfram „raungildi“ Stjórnvöld ákváðu að verja 230 milljónum á næsta ári til niður- greiðslu á raforkuverði í dreifbýli. Sú upphæð rennur öll til notenda á svæði RARIK og Orkubús Vest- fjarða. Forstjórar beggja fyrir- tækjanna segja að þessi upphæð sé ekki nægilega há og þess vegna sé óhjákvæmilegt að hækka taxta til notenda í dreifbýli. Landsvirkjun þarf einnig að endurskoða gjaldskrá sína í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nýju lagaumhverfi. Niður- staða af þeirri vinnu liggur ekki enn fyrir, en Friðrik Sophusson forstjóri sagði í bréfi til Neyt- endasamtakanna fyrr í vikunni að ekki sé gert ráð fyrir að „heild- söluverð raforku frá fyrirtækinu hækki að raungildi á næsta ári“. Almennt má segja um þær verðbreytingar sem þegar hafa verið tilkynntar leiði til þess að raforkuverð til þeirra sem búa í þéttbýli á landsbyggðinni lækki en verð til íbúa í dreifbýli hækki. Fréttaskýring | Miklar breytingar á raforkuverði um áramót Rafhitun hækk- ar um 15–20% 230 milljónum verður varið til niður- greiðslu á raforkuverði í dreifbýli Landsnet tekur yfir rekstur dreifikerfisins. RARIK lækkar almennt orkuverð í þéttbýli um 8%  Öll orkufyrirtækin breyta gjaldskrám fyrir raforku um þessi áramót. Breytingarnar eru bæði til hækkunar og lækkunar en þó mest til hækkunar. Mest er hækkunin á rafhitun hjá RARIK sem hækkar um 15–20% um ára- mót. Forstjórar RARIK og Orku- bús Vestfjarða segja að 230 millj- óna króna niðurgreiðsla ríkis- sjóðs á raforkuverði í dreifbýli sé ekki nægilega mikil. Heimilis- notkun í þéttbýli hjá RARIK lækkar um 8% og meira hjá stór- notendum. egol@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.