Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Sverrir Mikil nálykt er í Khao Lak á suðurströnd Taílands vegna rotnandi líkamsleifa fólks sem liggur undir braki og rústum. STJÓRN Alþjóðabankans hefur heit- ið 250 milljónum dollara, ríflega 15 milljörðum íslenskra króna, til neyð- araðstoðar á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu en í gær var tala látinna af völdum flóðbylgjunnar sl. sunnu- dag komin í 119.000, þar af um 80.000 í Indónesíu einni og sér. Stjórnvöld í hinum ýmsu löndum hafa heitið mikl- um fjármunum og þá hefur safnast gríðarlega mikið fé meðal óbreyttra borgara víða um heim. Stóð upphæð fjárheita vegna neyðaraðstoðar í tæp- lega 35 milljörðum íslenskra króna í gærkvöldi. Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær- kvöldi að þau hefðu ákveðið að hækka framlag sitt úr 35 milljónum punda í fimmtíu, þ.e. í um 6 milljarða ís- lenskra króna. Svíar höfðu áður heitið mestu fé, 4,6 milljörðum íslenskra króna, en af einstökum vestrænum ríkjum virðist nú sem Svíþjóð hafi mátt þola mest mannfallið í náttúru- hamförunum. Margir sænskir ferða- menn voru staddir á þeim stöðum þar sem hörmungarnar eru hvað mestar og allt að 4.000 Svía er enn saknað. Frakkar hafa heitið fjórum millj- örðum íslenskra króna, Bandaríkin 2,1 milljarði, Evrópusambandið 2,7 milljörðum og Kanada, Japan og Ástralía næstum jafnmiklu fé. Þá sögðu hjálparsamtök í Bretlandi og Ítalíu, sem staðið hafa fyrir fjársöfn- unum meðal almennings að viðbrögð- in hefðu verið „framúrskarandi“. Fimmtíu milljónir króna höfðu í gær safnast í söfnun Rauða kross Ís- lands fyrir fórnarlömb hamfaranna. Aldrei hefur áður safnast svo há upp- hæð hér á landi til alþjóðlegs hjálp- arstarfs Rauða krossins á svo skömmum tíma. Nærri 20 þúsund manns hafa hringt í söfnunarsímann 907 2020 og gefið þannig 1.000 kr. Súmatra varð verst úti Hjálpargögn hafa verið að berast á hamfarasvæðin, m.a. matur og ferskt vatn. Erfiðlega hefur þó gengið að koma gögnunum til afskekktustu svæða, t.a.m. Súmötru í Indónesíu, sem hvað verst urðu úti í hörmung- unum. Staðfest er að 79.940 dóu í Indónesíu, 24.743 á Sri Lanka og 7.330 á Indlandi. Þá er vitað að a.m.k. 2.394 dóu í Taílandi, margir þeirra er- lendir ferðamenn. Ekkert er vitað um ferðir þúsunda manna til viðbótar. Tugum milljarða heit- ið til neyðaraðstoðar Tala látinna í hamförunum í Asíu var í gær komin í 119.000  Sjá bls. 6/14 STOFNAÐ 1913 356. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Gamlársdagur 2004 Straumar og stefnur  Fólk og fréttir ársins  Hvað segja þau um áramót?  Áramótagetraunir  Krossgáta  Bestu plötur og kvikmyndir ársins  Áramótabrennur  Ávörp formanna stjórnmálaflokkanna  Stjörnuspá 2005 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt nýár! ENN liggur ekki fyrir hversu margra Norðurlandabúa er saknað á hamfarasvæðinu við Indlandshaf. Ljóst er þó að þar kann að vera um að ræða þúsundir manna. Göran Persson, forsætisráðherra Svía, sagði í gær að vera kynni að fleiri en 1.000 sænskir ríkisborg- arar hefðu týnt lífi í náttúruham- förunum. Nöfnum á lista yfir þá sem saknað væri hefði verið fækk- að um 2.000 en enn væru „skelfi- lega margir“ ófundnir. Göteborgs- posten sagði að enn hefðu 4.000 Svíar í Taílandi ekki haft samband við ferðaskrifstofur þær sem sáu um ferðir þeirra til landsins. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sagði að 430 Norðmanna væri saknað. Óttast er að 200 finnskir ferðamenn hafi týnt lífi í Taílandi. Alls 419 Dana er saknað. „Skelfilega margir enn ófundnir“ HALLDÓR Ásgrímsson for- sætisráðherra hefur boðið fram aðstoð Íslendinga við að koma slösuðum Norðmönnum og Sví- um frá Asíu og á heimaslóðir, eða á sjúkrahús á Íslandi. Hef- ur í því skyni m.a. verið tryggð flugvél frá Icelandair. Að sögn Björns Inga Hrafns- sonar, aðstoðarmanns Hall- dórs, mun ríkisstjórnin leggja fram mun meira fé til hjálpar- starfsins og mun ákvörðun um það liggja fyrir á næstu dögum. Aðstoð Ís- lands aukin  Einkar bjart/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.