Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það er margt sem fylgir ára-mótunum. Góður fé-lagsskapur, flugeldar,áramótaskaup, áramóta-heit og síðast en ekki síst
hljóðið af kampavínstöppum er fjúka
úr flöskum með hvelli þannig að hægt
sé að skála fyrir því að nýtt ár sé nú
gengið í garð.
Margir nota orðið kampavín sem
samheiti yfir freyðandi vín. Það eru
hins vegar alls ekki öll freyðivín
kampavín þótt öll kampavín séu
freyðivín.
Freyðivín eru framleidd í öllum
víngerðarlöndum. Á Ítalíu drekka
menn Spumanti eða freyðandi
Lambrusco. Spánverjar eru með
réttu stoltir af hinum ágætu Cava-
vínum sínum sem framleidd eru í
Katalóníu. Í flestum víngerðarhér-
uðum Þýskalands eru framleidd og
drukkin Sekt-vín, þau bestu úr Ries-
ling-þrúgunni og í Ástralíu drekka
menn gjarnan freyðandi Shiraz-vín
um jólin. Um allt Frakkland má finna
freyðivín og má þar nefna Crémant-
vínin sem framleidd eru í Alsace og
Bourgogne.
Það er hins vegar ekki Crémant
d’Alsace sem er þekktasta freyðivín
Frakklands heldur freyðivínin frá
víngerðarhéraðinu Champagne. Það
er í norðurhluta Frakklands, austur
af París og eru víngerðarsvæðin í
kringum hina sögufrægu borg
Reims. Þar og í nágrannabæjunum
Epernay og Ay eru höfuðstöðvar
flestra kampavínsfyrirtækja og
teygja kjallarar þeirra sig undir
borgina á stóru svæði.
Það hafa margir velt því fyrir sér
hver sé galdurinn á bak við kampavín-
ið. Hvers vegna eru kampavín svona
miklu, miklu betri en önnur freyðandi
vín. Þrátt fyrir að framleiðendur víðs
vegar um heim hafi reynt að nota
sömu vínþrúgur (Chardonnay, Pinot
Noir og Pinot Meunier) og notaðar eru
í Champagne og framleiða freyðivín
sín með sömu aðferðum og notaðar
eru við kampavínsframleiðsluna þá
hafa kampavín ennþá vinninginn.
Vissulega eru ekki öll kampavín betri
en öll freyðivín. Það eru til frábær
freyðivín og léleg kampavín. Frábæru
freyðivínin kosta hins vegar svipað og
kampavín og ef valið er kampavín frá
einhverju af stóru kampavínshúsunum
geta menn gengið að gæðunum vísum.
Þær aðferðir sem notaðar eru við
framleiðsluna tryggja nefnilega að
vínin breytast ekki milli ára.
Kampavín eru nefnilega ekki nema í
undantekningartilvikum árgangsvín.
Það er einungis þegar aðstæður eru
einstaklega góðar að framleiðendur
framleiða vín sem merkt eru sér-
stökum árgangi og eru þetta alla jafna
kampavín sem eru dýrari en hin hefð-
bundnu kampavín sama framleiðanda.
Framleiðsla kampavína byggist á
kampavínsaðferðinni Méthode
Champenoise. Í fyrstu er framleitt
hefðbundið hvítvín – jafnt úr hvítum
sem rauðum þrúgum. Þegar víngerj-
uninni er lokið tekur seinni gerjunin
eða kolsýrugerjunin við. Sykri er
bætt út í flöskurnar og þeim lokað.
Þegar sykurinn gerjast breytist hann
ekki í áfengi heldur í kolsýru. Snilldin
í kampavínsaðferðinni er ekki ein-
ungis að tryggja kolsýrugerjun í
flöskunni heldur jafnframt að finna
leið til að losna við botnfallið sem
óhjákvæmilega fylgir gerjuninni án
þess að glata kolsýrunni.
Úrvalið af kampavíni hefur sjaldan
verið betra hér á landi. Í jafnt vínbúð-
unum sem fríhöfninni í Keflavík má
nálgast tugi tegunda (mesta og besta
úrvalið í vínbúðunum er eins og ávallt
í Heiðrúnu og í Kringlunni) og fleiri
má sérpanta. Þannig er nú hægt að fá
mörg af bestu kampavínum bestu
kampavínshúsanna ef menn bera sig
eftir björginni.
Moët et Chandon er stærsta
kampavínshúsið og var það stofnað
árið 1743 af Claude Moët, sem sagan
segir að hafi verið vinur munksins
Dom Perignon. Sagan segir að munk-
urinn Perignon eigi heiðurinn að
sjálfri kampavínsaðferðinni. Önnur
saga segir að Wagner drekkti sorg-
um sínum í Moët eftir hræðilegar við-
tökur Tannhäuser á frumsýningunni
í París 1861.
Tvö vín frá Moët eru fáanleg í vín-
búðunum þessa stundina. Brut
Impérial er hið hefðbundna vín fyr-
irtækisins, unglegt og frískandi með
eplum og lime-ávexti. Fremur ljóst á
lit, freyðir fallega og fínlega. Alllangt
í munni. 2.690 krónur.
Toppurinn frá Moët og eitt fræg-
asta kampavín allra tíma er lúx-
usvínið Dom Perignon. Vínið er
framleitt úr þrúgum í eigu Hautvil-
liers-klaustursins þar sem Dom Per-
ignon bjó á sínum tíma. Það er kom-
inn smáþroski í nefið, framandi
ávextir áberandi og þarna má einnig
greina möndlur og brioche. Það er
öflugt að upplagi með þurrkuðum
ferskjum í lokin. Það er ekki á hverj-
um degi sem hægt er að ganga að
svona víni í hillum vínbúðanna, en
það er hægt í dag, að minnsta kosti í
Heiðrúnu og Kringlunni. Hreinn lúx-
us. 9.800 krónur.
Jacquesson et Fils er ekki með
stærri húsunum en það er svo sann-
arlega eitt af þeim bestu og líklega
það elsta sem enn er í fjölskyldueigu.
Kampavínin frá Jacquesson eru
hvert öðru betra og ekki spillir fyrir
að flest þeirra eru fáanleg hér á landi
með því að sérpanta þau.
Það þarf hins vegar ekki að gera
með Jacquesson Cuvée 728 sem er
fáanlegt í betri vínbúðum. Ólíkt hefð-
inni hjá flestum kampavínshúsum –
þar sem ekki er gerður greinarmun-
ur á milli árganga – þá auðkennir
Jacquesson nú grunnvínið sitt. Cuvée
728 er þannig byggt á grunni 2000-
árgangsins þótt ekki sé um hreint ár-
gangsvín að ræða (32% vínsins kem-
ur af eldri árgöngum). Þetta er
kampavín með mikla fyllingu, epli og
perur áberandi, eplin græn og nokk-
uð þroskuð, hnetukennt og rjóma-
mjúkt og jafnvel með votti af eik.
Einstaklega margslungið kampavín.
Stórkostlegt fyrir þetta verð. 2.980
kr.
Jacquesson Brut Perfection
Rosé er einstaklega gott rósa-
kampavín sem skilar einkennum Pin-
ot Noir vel. Það hefur ferska angan af
rauðum berjum og plómum og skilar
ávöxturinn sér einnig vel út í bragðið.
Öll uppbygging þess þétt og glæsileg.
Fyrirmyndarvín. 2.990 krónur.
Jacuesson Avize Grand Cru
Blanc de Blancs 1995 er kampavín
sem einvörðungu er framleitt úr
þrúgum af Grand Cru-ekrunum í
bænum Avize. Þetta er hreint Char-
donnay-vín og angan og bragð mer að
mörgu leyti einkenni þroskaðra
Chardonnay-vína. Hnetur, steinefni
og þurrkaðir ávextir í nefi, fínlegt og
tignarlegt með mikilli fágun og
rjómakenndri mýkt í lokin. 5.470
krónur.
Toppurinn frá Jacquesson og jafn-
framt eitt af toppkampavínum ver-
aldar er Grand Vin Signature 1995.
Hér er Pinot Noir ríkjandi (55%) með
Chardonnay í aukahlutverki og þrúg-
urnar koma allar af Grand Cru-
ekrum við Avize, Chouilly, Sillery og
Af. Mögnuð en jafnframt fínleg ang-
an, kexkökur og hnetur, það setur
svip á vínið að hafa verið látið þrosk-
ast á eikartunnum (þó langt í frá nýju
eikinni sem lengi hefur verið í tísku í
hefðbundnum vínum). Það freyðir
nær fullkomlega, fínlega en þó með
afli, lengdin mikil og það læðist að
manni sá grunur að það muni batna
jafnvel enn frekar við lengri geymslu.
Súpervín.7.870 krónur.
Kampavín sem lengi hefur verið á
markaðnum og nýtur þar hvað
mestra vinsælda er gula ekkjan eða
Veuve-Clicquot Ponsardin. Þetta
er sígilt kampavín sem ávallt stenst
tímans tönn. Þægilegur ferskur
ávöxtur og blóm í nefi, þurrt með
þægilegum bólum.
Einstök kampa-
vín um áramót
Morgunblaðið/Árni Torfason
Kampavín á að bera fram
kaldara en hvítvín og er
kjörhitastig kampavíns um 8
gráður. Ekki er ráðlegt að
kæla gott kampavín í frysti,
slíkt sjokk deyfir vínið. Best
er að setja flöskuna í kampa-
vínsfötu með vatni og klaka
og kólnar hún þá að kjör-
hitastigi á um fimmtán mín-
útum. Einnig er hægt að láta
flöskuna í kæli og þarf hún
þá að bíða í um fjórar
klukkustundir til að ná réttu
hitastigi.
Kampavínstappanum á
ekki að skjóta upp í loftið.
Það er ekki einungis hættu-
legt heldur sömuleiðis ekki
við hæfi nema þegar verið er
að fagna sigri í Form-
úlukappakstri. Aðrir Form-
úlusiðir eru heldur ekki til
fyrirmyndar svo sem að
hrista flöskurnar þannig að
allt vínið sprautast út. Best
er að halda þétt utan um
tappann eftir að búið er að
losa vírnetið utan af og snúa
flöskunni hægt réttsælis þar
til tappinn losnar.
Þau glös sem henta
kampavíni best eru ekki flat-
ar kampavínsskálar – sem á
frönsku heita coupe og voru
vinsæl á nítjándu öld – held-
ur há glös á háum stilk – svo-
kölluð flute-glös. Þau við-
halda gosinu betur í glasinu
og þar að auki er lang-
skemmtilegast að fylgjast
með bólunum stíga upp á yf-
irborðið í háum og fallegum
kristalsglösum með túlípana-
laga belg.
Hvað á að bjóða með
kampavíni? Það er mjög vin-
sælt (og svolítið Hollywood-
legt) að bjóða súkku-
laðihúðuð jarðarber. Foie
Gras anda- eða gæsalifr-
arkæfa er einstaklega góð
með litlum baguette-
brauðsneiðum og grænar
ólívur klikka ekki.
Kampavín eru flokkuð eft-
ir sykurmagni. Þau bestu eru
ávallt mjög þurr og auð-
kennd sem Brut. Í topp-
flokknum má jafnvel stund-
um sjá Extra-Brut og
vissulega mætti flokka sum
Brut-vínin sem Extra-Brut,
svona tæknilega séð. Sæt
kampavín eru kölluð Demi-
Sec. Þau eru ætluð með eft-
irréttum en ekki sem for-
drykkur eða vín til að skála í.
Fróðleiks-
molar um
kampavín
NÚ í desember hefur í fyrsta skipti
verið fáanlegt hér á landi svokallað
Muscat de Noel-vín. Þetta er styrkt
vín frá Rivesaltes í suðurhluta
Frakklands, framleitt úr þrúgunni
Muscat. Það er löng hefð fyrir
Muscat de Noel í Frakklandi og þar
er þetta algengur drykkur með
jólakökunum. Best er að drekka
þetta vín vel kælt, þá nýtur fersk-
leiki ávaxtarins, sem er sætur og
aðlaðandi, appelsínur og apríkósur,
sín best.
Vínið Pujol Muscat de Noel 2004
er í sölu til 6. janúar og kostar 1.890
krónur.
Jóla-Muscat