Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 53 DAGBÓK ÍSLENDINGAR munu án efa sletta rækilega úr klauf- unum í kvöld og kveðja liðið ár með sprengingum, dansi, söng og tilheyrandi skralli. Um allt land verða áramóta- dansleikir og skemmtanir og flestir af hinum virku skemmtistöðum munu hafa opið, þó nokkur smærri kaffihús loki yfir áramótin og taki sér frí frá kapp- hlaupinu um skemmt- anafúsa gesti. Á flestum stöðum í miðbæ Reykjavíkur verða plötu- snúðar á fullum snúningi, en einnig verða hljómsveitir á stærri skemmtistöðum. Meðal annars verður Sálin með áramótadansleik í Broadway ásamt herskara plötusnúða, en á Gauknum mun Á móti sól leika fyrir gesti. Á Nasa verður hins vegar Páll Óskar Hjálmtýsson í fullu fjöri og rífur upp dans- stemninguna eins og honum einum er lagið. Mun hann leika heitustu danslög ársins í bland við sígild gleðilög þar sem fer mikið fyrir diskói og Eurovisionlögum. Í hita leiksins mun Páll Óskar svo stíga út úr diskóbúrinu syngja sjálfur sín bestu lög. Honum til liðsinnis kemur síðan dúettinn Þú og ég, sem naut mikillar velgengni fyrir aldarfjórðungi og gaf út fjölda skemmtilegra smella sem hafa elst ágætlega að mati poppfróðra. Á Akureyri mun hin fornfræga poppsveit Vinir vors og blóma leika fyrir skemmtanafúsa á Sjallanum en sveitin hefur legið í dvala um árabil. Gamlársskrallið framundan Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Samsýning níu myndlist- arnema úr FB. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk. Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf- ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Listasýning Lumex, Skipholti 37 | Sandra Erlings- dóttir, nýútskrifaður gullsmiður og hönn- uður frá New York, sýnir skartgripi sína og hönnun, sunnudaginn 2. janúar. Skemmtanir Broadway | Áramótaball með Sálinni. Húsið opnað um miðnætti. R&B herbergi og VIP/Sódóma herbergi. Verð 2.500 kr. í forsölu. Miðasala hafin á Broadway og Skífunni. Café Victor | Áramótagleði Café Victors er ógleymanleg því plötusnúður hússins, DJ Gunni, er engum líkur og spilar svaka- lega partítóna fram undir morgun. 100% partístemning. Celtic Cross | Celtic Cross hljómsveitin Póstur & sími leikur og spilar inn nýja ár- ið. Frítt inn og venjulegt verð á veitingum. Gaukur á Stöng | Á móti sól spilar á gamlárs- og nýárskvöld ásamt DJ Þresti 3000. Hvíta Húsið, Selfossi | Bjórbandið mætir ferskt til leiks á heimaslóðum til að leiða Sunnlendinga inn í rokkað nýtt ár. Húsið opnað klukkan 1 á nýju ári. Kaffi Sólon | Kaffi Sólon, svaka stuð alla nóttina, langt fram á nótt, þar sem hús Dj. verða í feikna formi og spila alla bestu dansmúsíkina langt fram á morgun. Kaffi Sólon | Kaffi Sólon, matur – kaffi – djamm – frá hádegi fram á rauðan morg- un, leikir í beinni o.fl. Klúbburinn við Gullinbrú | Nýársdans- leikur með Hljómsveitini Sixties. Nasa | Dj. Páll Óskar verður á Nasa á gamlárskvöld. Sérstakir gestir: Diskódú- ettinn „Þú & ég“. Miðaverð kr. 1000. Hús- ið opnað kl. 01. Prikið | Gullfoss og Geysir með áramóta- djamm. Traffik, Keflavík | Hljómsveitin Sex Volt spilar á gamlársballi. Dans Ásgarður | Harmonikufélag Reykjavíkur heldur nýársdansleik í Glæsibæ og hefst hann kl. 22 að kvöldi 1. janúar. Mannfagnaður Leikskálar | Áramótaball í Leikskálum. Fritz Von Blitz skemmtir. Aðgangseyrir kr. 1.500. 16 ára aldurstakmark. Fréttir Björgunarsveitin Víkverji | Flugeldasala Víkverja verður á gamlársdag kl. 10–14 og flugeldasýning um kvöldið. Lýðháskólanám | Danskur lýðháskóli með áherslu á leiklist, dans og tónlist býður 6 íslenskum ungmennum 400 DKK afslátt á viku, á vorönn 2005. Heimasíða skólans er www.musikogteater.dk þar sem um- sóknareyðublað og allar upplýsingar er að finna. Nánari upplýsingar hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Sími 460 1462. Ráðstefnur Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum verður haldin í tólfta sinn 4. og 5. janúar í Öskju, Háskóla Íslands. Kynntar verða rannsóknir með 135 erindum og ríflega 100 veggspjöldum. Viðfangsefnin sem kynnt verða eru frá grunnvísindum til heilsufarskannana. Nánar á www.laekna- bladid.is/fylgirit. Börn www.menntagatt.is | Fram að áramótum verður opinn jólakortavefur á mennta- gatt.is. Allir nemendur í leik–, grunn– og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Inn- sendar myndir verða sýnilegar á vefnum og er hægt að senda þær sem jólakort til vina og ættingja. Útivist Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (SJÁ) | Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd (SJÁ) heilsa nýju ári með göngu að morgni nýársdags, laugardaginn 1. jan- úar. Farið verður frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd kl. 11 og tekur gangan um 3 klukku- stundir. Nánari uppýsingar á netpósti: sja.is@simnet.is. Talhólf SJÁ er: 881 0551. Ferðafélag Íslands | Nýársganga 2. jan- úar kl. 15. Mæting er við Mörkina 6, þaðan er ekið að Úlfarsfelli, þar sem gengið verður á fellið, kveikt á blysum og skotið upp flugeldum á toppnum, sungið og dansað undir lifandi tónlist. Ókeypis er í nýársgöngu. Mætið með kyndla og af- gangs flugelda. Fararstjóri Sigrún Val- bergsdóttir. Sunnudagsgleði FÍ fellur nið- ur. Staður og stund http://www.mbl.is/sos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.