Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR ÞAÐ AÐ ÞAÐ SÉ PÍTSUSNEIÐ FÖST Í LOFTINU... EN MÉR SÝNIST HÚN VERA AÐ LOSNA ÞAÐ ÞARF AÐ ÞRÝFA HÚSIÐ ÉG SÉ UM ÞAÐ HELDURÐU AÐ ÉG VERÐI EINHVERN TÍMAN ÞROSKAÐUR FYRIR SVONA SPURNINGU VIL ÉG FÁ GREITT FYRIRFRAM FYRIRFRAM? AF HVERJU? ÉG HELD AÐ ÞÉR EIGI EKKI EFTIR AÐ LÍKA SVARIÐ! ÉG NENNI EKKI Í SKÓLANN! ÉG HATA SKÓLANN! ÉG VÆRI TIL Í AÐ GERA HVAÐ SEM ER ANNAÐ EN AÐ FARA Í SKÓLANN! EKKERT MÁL, ÉG SKAL FARA FYRIR ÞIG OG ÞÚ FÆRÐ ÞÉR VINNU... SÍÐAN GETURÐU KOMIÐ HEIM ÞAR SEM ENGINN BER VIRÐINGU FYRIR ÞVÍ SEM ÞÚ GERIR OG HLUSTAÐ Á KRAKKAN ÞINN VÆLA YFIR ÞVÍ HVAÐ LÍFIÐ ER ERFITT GAMAN AÐ VITA AÐ ÞAÐ ER SVONA MIKIÐ SEM HÆGT ER AÐ HLAKKA TIL SEINNA Á ÆVINNI Risaeðlugrín NEI SKO ... GÖNGUR RISASNIGLANNA VIRÐAST VERA BYRJAÐAR ... © DARGAUD Dagbók Í dag er föstudagur 31. desember, 366. dagur ársins 2004 Víkverji fór í kirkju ádögunum. Aldrei þessu vant sat hann ekki innarlega, heldur á einum af öftustu bekkjunum. Sessu- nautar hans þar voru börn, sem eiga að fermast í vor og eru fyrir vikið skyldug að sækja messu í vetur. Strax undir forspili organistans fór Vík- verji að heyra sér- kennilega smelli og píp í kringum sig. Þegar hann litaðist um, kom í ljós að ferming- arbörnin sátu hér um bil öll með farsímana sína í messunni og kepptust við að senda vinum sín- um – kannski bara hvert öðru – SMS- skilaboð. Víkverji hvíslaði að þremur stífmáluðum stúlkubörnum, sem næst honum sátu að þær hlytu nú að geta látið þetta vera þangað til eftir messu. Sú athugasemd var tekin til greina – í svo sem eins og tíu mínútur. x x x Víkverja rekur minni til að áhugi áinnihaldi messunnar var mis- munandi hjá honum og félögum hans þegar hann var sjálfur í ferming- arundirbúningi fyrir margt löngu. En varla var þó áhugaleys- ið svona gersamlega ódulbúið. Víkverji efast um að í þá tíð hefðu menn látið sér detta í hug að sitja t.d. og lesa bók eða blað í miðri messu – nema þá sálmabókina. x x x Víkverja finnst aðþrennt sé hægt að gera í málinu. Í fyrsta lagi að mælast til þess við alla gesti í kirkjum landsins að þeir slökkvi á farsímunum sínum. Slík apparöt eiga bara ekki heima í messu. Í öðru lagi finnst Víkverja liggja í augum uppi að for- eldrar fermingarbarna eiga að fara með þeim í messu til að hjálpa þeim að öðlast áhuga á því, sem þar fer fram – og geyma kannski fyrir þau símann á meðan. Í þriðja lagi ættu prestarnir kannski að skoða þann möguleika að senda fermingarbörn- unum nokkrar spurningar úr prédik- uninni í SMS. x x x Víkverji þakkar lesendum ánægju-lega samfylgd á árinu og óskar þeim gleðilegs árs. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Hallgrímskirkja | Hefð hefur skapast fyrir því undanfarin ár að síðustu tón- leikar ársins á Íslandi séu haldnir í Hallgrímskirkju á gamlársdag. Í dag kl. 17 kveðja þeir félagar, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík- ur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson, gamla árið og fagna því nýja með viðeigandi lúðraþyt og orgelleik. Á efnisskrá tónleikanna við þessi áramót eru verk eftir Pezel, Vivaldi, Holloway, Bach og Albinoni/Giazotto. Þeir félagar renndu í verkin í gærmorgun og undirbjuggu að blása árið á braut með fögrum tónum. Morgunblaðið/Kristinn Líðandi ár blásið á brott MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. (Sálm. 84, 5.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.