Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 37
arguðsþjónusta kl. 14. Sólveig Halla Krist-
jánsdóttir cand. theol. prédikar. Kirkjukaffi
á prestssetrinu. Organisti Helga Bryndís
Magnúsdóttir og prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir.
STAÐARBAKKAKIRKJA: Nýársdagur: Há-
tíðarmessa kl. 16.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Hólakirkja.
Gamlársdagur: Messa kl. 13.30.
AKUREYRARKIRKJA: Gamlársdagur: Aft-
ansöngur kl. 18. Prestur sr. Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Nýársdagur:
Hátíðarmessa kl. 14. Prestur sr. Svavar A.
Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur. Vil-
hjálmur Sigurðarson leikur á trompet. Org-
anisti: Eyþór Ingi Jónsson. 2. jan.: Æðru-
leysismessa kl. 20.30. Prestur sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Inga Eydal, Eiríkur
Bóasson og Stefán Ingólfsson sjá um tón-
listina. Hafdís Þorbjörnsdóttir syngur ein-
söng. Mikill almennur söngur. Kaffi í safn-
aðarsal eftir messu.
GLERÁRKIRKJA: Gamlársdagur: Aftan-
söngur kl. 18. Prestur: Sr. Arnaldur Bárð-
arson. Einsöngur: Sigrún Arna Arngríms-
dóttir, messósópran. Félagar úr Kór
Glerárkirkju syngja. Organisti: Hjörtur Stein-
bergsson. Nýársdagur: Messa kl. 14.
Prestar: Sr. Arnaldur Bárðarson og sr.
Gunnlaugur Garðarsson. Pétur Björgvin Þor-
steinsson djákni boðinn velkominn til
starfa. Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir,
sópran. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja.
Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Kaffiveit-
ingar í safnaðarsal, allir velkomnir
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Nýárs-
dagur: Hátíðarsamkoma kl. 17. Majór Mir-
iam Óskarsdóttir talar. 6. jan.: Kl. 18 Þrett-
ándagleði fyrir heimilasamband,
hjálparflokk, herfólk og fjölskyldur. Skrán-
ing fyrir 4. jan í síma 462 4406. 500 kr. á
mann. Allir velkomnir.
KFUM og KFUK, Sunnuhlíð 19, Akureyri:
Nýársdagur: Hátíðarsamkoma kl. 20.30.
Ræðumaður er Albert E. Bergsteinsson. All-
ir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Gamlársdagur: Aft-
ansöngur kl. 18. Organisti Torvald Gjerde,
einsöngur Guðrún Sóley Guðmundsdóttir.
Sóknarprestur.
NORÐFJARÐARKIRKJA: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 17.30. Ath. tímann. Tromp-
ettleikur: Bjarni Freyr Ágústsson.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Gamlárs-
dagur: Messa kl. 16. Kór Odda- og Þykkva-
bæjarkirkna leiðir sönginn. Organisti Nína
María Morávek.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: 2. jan.: Messa
kl. 11. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA: Nýársdagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Skál-
holtskórnum syngja. Sóknarprestur.
MARTEINSTUNGUKIRKJA: Gamlársdagur:
Messa kl. 14. Sameiginleg fyrir allt Fells-
múlaprestakall. Sóknarprestur.
ÁSÓLFSSKÁLAKIRKJA: Gamlársdagur:
Guðsþjónusta kl. 14.
VOÐMÚLASTAÐAKAPELLA: Nýársdagur:
Guðsþjónusta kl. 15.
STÓRÓLFSSTAÐARKIRKJA: Gamlársdag-
ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.
SELFOSSKIRKJA: Gamlársdagur: Guðs-
þjónusta á Ljósheimum kl. 17. Aftansöngur
í Selfosskirkju kl. 18. Hátíðarsöngvar síra
Bjarna Þorsteinssonar. 2. jan.: Messa kl.
11. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili
eftir athöfn. Sr. Gunnar Björnsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Nýársdagur:
Guðsþjónusta kl. 14.
EYRARBAKKAKIRKJA: Gamlársdagur: Aft-
ansöngur kl. 18.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: 2. jan: Guðs-
þjónusta kl. 14.
HVERAGERÐISKIRKJA: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 18.
ÞINGVALLAKIRKJA: Nýársdagur: Messa
kl. 14. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.
Prestur Kristján Valur Ingólfsson.
Morgunblaðið/GolliFríkirkjan í Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 37
ÁRAMÓTAMESSUR
ar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvogskirkju syngur. Ein-
söngvari er Sigurður Skagfjörð.
Organisti er Hörður Bragason.
Sunnudaginn 2. janúar 2005
verður svo sameiginleg barna-
og fjölskylduguðþjónusta í Graf-
arvogskirkju kl. 11.00. Stopp-
leikhópurinn sýnir jólaleikritið
„Síðasta stráið“ (The last straw)
eftir Fredrik Thury en sagan
byggist á jólaguðspjallinu. Tón-
listin er eftir Valgeir Skagfjörð.
Friður jólanna hvílir yfir þessu
leikriti. Umsjón hafa Hjörtur og
Rúna. Allir velkomnir.
Strengjasveit á
nýársnótt í
Kópavogskirkju
EINS og mörg undanfarin ár
verður tónlistar- og helgistund í
kirkjunni á nýársnótt. Hún hefst
kl. 00.30.
Stundirnar á nýársnótt hafa
mælst vel fyrir og verið vel sótt-
ar. Greinilegt er að mörgum
þykir gott að eiga þess kost að
eiga stund í kirkju á þeim miklu
tímamótum þegar gamalt ár hef-
ur kvatt og nýtt heilsað.
Eins og áður verður lögð
áhersla á góða og uppbyggilega
stund þar sem tónlist skipar
verðugan sess. Strengjasveit
ungra hljóðfæraleikara, fyrrum
kórbarna úr Kársneskórunum,
annast tónlistarflutning.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Sameiginleg ára-
mótaguðsþjónusta
eldri borgara
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
Ellimálaráð Reykjavíkurpró-
fastsdæma og kirkjurnar í pró-
fastsdæmunum staðið fyrir sam-
eiginlegri áramótaguðsþjónustu
sem er sérstaklega ætluð eldri
borgurum.
Að þessu sinni verður ára-
mótaguðsþjónustan í Neskirkju
þriðjudaginn 4. janúar kl. 14.00.
Sr. Örn Bárður Jónsson sókn-
arprestur predikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Kristínu
Pálsdóttur prests aldraðra. Litli
kór Neskirkju syngur og leiðir
almennan söng undir stjórn Ingu
J. Backman. Organisti: Sigrún
M. Þórsteinsdóttir.
Eftir guðsþjónustuna eru
kaffiveitingar í boði sókn-
arnefndar Neskirkju. Allir eru
velkomnir og eru eldri borgarar
sérstaklega hvattir til að taka
þátt í guðsþjónustunni þennan
dag.
Guðsþjónustuhald
Árbæjarsafnaðar
Á GAMLÁRSDAG verður hátíð-
arguðsþjónusta kl.18.00. Kirkju-
kórinn leiðir hátíðarsöng undir
stjórn Krisztinar Kalló Szklenár.
Einsöngur Steinarr Magnússon.
Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur þjónar fyrir alt-
ari.
Á nýársdag er guðsþjónusta
kl.14.00. Kirkjukórinn leiðir al-
mennan safnaðarsöng undir
stjórn organista kirkjunnar
Krisztinar Kallo Szklenár. Stein-
ar Matthías Kristinsson leikur á
trompet. Sr. Þór Hauksson þjón-
ar fyrir altari.
Messur um áramót
í Grafarvogskirkju
Í DAG, gamlársdag, verður aft-
ansöngur í Grafarvogskirkju kl.
18.00. Tónlistarflutningur verð-
ur frá kl. 17.30. Séra Bjarni Þór
Bjarnason predikar og þjónar
fyrir altari. Páll Óskar Hjálmtýs-
son syngur einsöng og Monika
Abendroth spilar undir á hörpu.
Organisti er Hörður Bragason.
Á nýársdag verður hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.00. Séra
Lena Rós Matthíasdóttir predik-
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú stórkostlega verðlækkun á flugi til Alic-
ante fyrir sumarið 2005 og lægstu verð sem hafa nokkru sinni
sést í sólina. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef
þú bókar strax, því einungis takmarkað sætaframboð er á
lægstu fargjöldunum.
36%
verðlækkun til
Alicante
í sumar
Bókaðu á vefnum
og tryggðu þér lægsta verðið
frá kr. 9.990
með Heimsferðum í sumar
Verð kr. 9.990
Fargjald aðra leiðina 31.mars.
Skattar kr. 2.390
M.v. netbókun á www.heimsferdir.is
Bókunargjald á skrifstofu
eða í síma er kr. 1.500 pr. mann.
Verð kr. 14.800
Fargjald báðar leiðir. Skattar kr. 4.190.
M.v. netbókun á www.heimsferdir.is
Bókunargjald á skrifstofu
eða í síma er kr. 1.500 pr. mann.
Fyrstu sætin - Lægsta verðið
Dagsetningar í sumar
• 18. mars
• 31. mars
• 21. apríl
• 18. maí
• 25. maí
• 1. júní
• 8. júní
• 15. júní
• 22. júní
• 29. júní
• 6. júlí
• 13. júlí
• 20. júlí
• 27. júlí
• 3. ágúst
• 10. ágúst
• 17. ágúst
• 24. ágúst
• 31. ágúst
• 7. sept.
• 14. sept.
• 21. sept.
• 28. sept.
• 5. okt.
• 12. okt.
• 19. okt.
Notaðu Mastercard ávísun
og VR ávísun til að lækka
ferðakostnaðinn enn frekar.
Sæti verður að staðfesta við bókun
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Það segir í laginu að þaðrigni aldrei í Suður-Kaliforníu. En það erekki rétt. Það gekk líkaá með skúrum hér upp
úr fyrstu helginni í desember.
En milli skúra skein sólin. Veðr-
ið var svalt og kyrrt, loftið óvenju
tært, svo sá til fjallanna í San
Bernardino og langt út á hafið bláa
sem aðeins er kyrrt að nafninu til.
Og á einum svona degi sá Ric-
ardo Peralta,
sem er fjórtán
ára, hræðileg-
ustu bifreið
heimsins renna
upp að lágreistu
húsi fjölskyld-
unnar í einu af hverfum mexí-
kanskra innflytjenda í San Diego.
Hann vissi strax að væntanleg jóla-
heimsókn Rafaels stóra bróður
yrði öðruvísi en ætlað var.
Það sem var hræðilegt við þessa
bifreið var ekki það að hún var
merkt landgönguliðinu, heldur að í
henni sátu tveir landgönguliðar í
hátíðabúningi. Eins og öll skyld-
menni bandarískra landgönguliða
vissi Ricardo upp á hár hvert erindi
mannanna var og hringdi um leið í
mömmu sína í vinnuna og sagði
henni að koma heim eins og skot.
Landgönguliðarnir uppáklæddu
fluttu þau tíðindi að Rafael Peralta
liðþjálfi hefði fallið í bardaga við
uppreisnarmenn í Fallujah. Þeir
afhentu móður hans einnig hetju-
orðuna sem kennd er við purp-
urahjarta. Þessum tuttugu og
fimm ára syni hennar hafði hlotn-
ast hún eftir dauðann.
Hetjudáð Rafaels, sem hafði öðl-
ast bandarískan ríkisborgararétt
skömmu eftir að hann gekk í raðir
landgönguliða, fólst í því að bjarga
lífi fimm félaga sinna, fimm ann-
arra ungra manna sem nú eru
komnir heim til fjölskyldna sinna í
jólaleyfi.
Það sem gerðist þennan ör-
lagaríka dag í Fallujah var þetta:
Peralta liðþjálfi ákvað að láta ekki
við það sitja að gæta öryggis í
kringum sjálft átakasvæðið, sem
þó var meginverkefni sveitarinnar.
Hann fór því fyrir mönnum sínum
inn í hús þar sem grunur lék á að
uppreisnarmenn hefðu hreiðrað
um sig.
Húsið virtist yfirgefið, er inn var
komið, en þegar Rafael opnaði
dyr inn í annað herbergi voru
þrír uppreisnarmenn þar fyrir
og dældu í hann skotum. Hann
féll, með skotsár á höfði og
brjósti. Landgönguliðarnir
töldu hann af og svöruðu and-
stæðingunum í sömu mynt.
Uppreisnarmennirnir köst-
uðu handsprengju er lenti rétt
fyrir framan landgönguliðana.
Öllum til ómældrar furðu var
Rafael Peralta ekki látinn og
neytti síðustu kraftanna til að
teygja sig í sprengjuna og
draga hana þétt upp að sér.
Þar sprakk hún og skaðaði
engan hinna.
Rafael Peralta sneri aftur
úr stríðinu, sem hrúga af
óþekkjanlegum líkamsleifum,
fyrir utan húðflúrið á vinstri
öxlinni.
Icela, systir hans og næst-
um jafnaldri, er reið út í hann fyrir
að hafa verið í hetjuleik. Mamma
hans segist stolt en þó enn frekar
döpur. Ricardo segir að Rafael hafi
verið hetja, ekki hræddur við neinn
eða neitt.
Þegar blaðamaður spurði Karen,
litlu systur, sem er þrettán, hvort
það væri auðveldara að sætta sig
við að Rafel bróðir væri dáinn
vegna þess að hann var hetja svar-
aði hún seint og lágt: „Nei.“
Það rignir stundum í hinni sól-
bökuðu Suður-Kaliforníu. En milli
skúra er veðrið svalt og kyrrt, loft-
ið óvenju tært, svo sér til fjallanna í
San Bernardino og langt út á hafið
bláa sem aðeins er kyrrt að nafninu
til.
Jólaleyfi Rafaels Peralta liðþjálfa
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson: