Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 51 DAGBÓK Styrkjum hjálparstarfið íAsíu ÉG vil koma á framfæri þeirri hug- mynd að fólk láti hluta af þeirri fjár- hæð, sem það ætlar að eyða í flug- elda, renna til hjálparstarfsins vegna hamfaranna í Asíu. Ása. Fánar Íslands ÞAÐ sem knýr mig til að drepa nið- ur penna er hvað mér finnst mikið um að fáninn sé rangt notaður, og það jafnvel á opinberum stöðum, í móttökum, ræðuhöldum ýmiss kon- ar og útinotkun margs konar. Eins og flestir vita voru árið 1991 gefin út af forsætisráðuneytinu lög og reglugerðir um notkun fána okk- ar sem einnig er að finna á vef ráðu- neytisins. Þar er mjög vel farið yfir hvernig á að nota fánana og kemur þar fram tilsögn um flöggun við margs konar viðburði. Mér finnst hart að sjá myndir frá viðburðum þar sem ekki eru virtar þessar reglur og nefni ég nú nokkur dæmi: Nýársávörp forseta Íslands, svo og fleiri athafnir frá Bessastöð- um. Við móttöku norska krónprins- ins væri hægt að lesa úr flaggaröð- uninni að krónprinsinn væri gestgjafinn! Kirkjuþing. Þjóðfánar með fyrirtækjafánum. Það þarf að fá fólk til að tileinka sér reglurnar, meta það sem vel er gert, virða stolt okkar Íslendinga, því greinilega er ekki vanþörf á því gagnvart fánunum. Fólk er flestallt með hjartað vinstra megin og er auðvelt að sjá hvort rétt er flaggað með því að horfa beint á ræðumann og er þá fáninn sem næst hjarta áhorfandans. Að lokum er það mín skoðun að nota ætti forsetafánann mun oftar en gert er, jafnvel við alla staði þar sem móttökur eru og þjóðhöfðingj- inn er viðstaddur. Með vinsemd og virðingu. Pétur Kristjánsson rafeindavirki. Frímerki óskast ÓSKA eftir notuðum frímerkjum. Þeir sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að senda þau á: Finnbogi Hallgrímsson, Nýbýlavegi 104, 200 Kópavogur. Milli ára BLAÐAMENN segja oft frá atburð- um sem verða á milli ára, t.d. „Verð- bólga hefur aukist milli ára.“ Ég hef nú aldrei skilið hvaða tímabil þetta er sem verður á milli ára. Nú eru áramót framundan og væri það kjör- ið að athuga hvað langur tími líður á milli ára og láta svo okkur lesendur vita. Ingvar. Armbandsúr í óskilum ARMBANDSÚR fannst í Ljós- heimum. Uppl. í síma 847 7337. Eyrnalokkur í óskilum EYRNALOKKUR með steini fannst við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Upplýsingar í síma 562 3684. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttir á SMS 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. 0-0 Bg7 7. h3 0-0 8. Be3 Bd7 9. Ba4 De8 10. Rbd2 Rh5 11. g4 Rf6 12. Rh2 Rd8 13. Bb3 Re6 14. d4 De7 15. Bc2 h5 16. Rdf3 hxg4 17. hxg4 exd4 18. cxd4 d5 19. e5 Re4 20. Bb3 c6 21. Rd2 c5 22. f4 cxd4 23. Rxe4 dxe3 24. Dxd5 e2 25. Hf2 Bc6 26. Dc4 Staðan kom upp á minn- ingarmóti Carlosar Torre sem lauk fyrir skömmu í Yuc- atan í Mexíkó. Fyrst var haldið opið mót þar sem efstu menn komust í útslátt- arkeppni en Vassily Ívant- sjúk (2.705) slóst með þeim þar í för. Ofurstórmeistarinn frá Úkraínu sýndi hvers hann er megnugur og vann mótið örugglega. Hér hafði hann svart gegn kúbverska alþjóðlega meistaranum Yuniesky Quezada (2.513). 26. – Rxf4! 27. Hxf4 Bxe5 28. g5? 28. Hf2 hefði verið svar- að með 28. – Bxe4 og biskupinn væri friðhelgur útaf skákinni á h2. Engu að síður var það skárra en textaleikurinn þar eð eftir 28. – Bxf4 29. Rf6+ Dxf6! gafst hvítur upp enda yrði hann mát- aður á óvenjulegan hátt eftir 30. gxf6 Be3#. Skákhornið óskar skákunn- endum nær og fjær gleðilegs árs. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. TÓNLIST, leikur og gleði verð- ur í fyrirrúmi í leikritinu Klauf- ar og kóngsdætur, sem fer á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu í mars. Fyrsta æfing á þessu nýja verki Ármanns Guðmunds- sonar, Sævars Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar fór fram í Þjóðleikhúsinu á dög- unum, en leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir. Verkið byggist á ævintýraheimi H.C. Andersen, en nú eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Í því býður Þjóðleikhúsið leikhúsgestum á öllum aldri upp á ævintýra- glaðning fyrir alla fjölskylduna, þar sem komið verður víða við í ævintýrum hins ástsæla skálds. Tónlist, leikur og gleði verða í fyrirrúmi. Leikendur í Klaufum og kóngsdætrum eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Randver Þorláksson, Sig- urður Skúlason, Þórunn Lárusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Örn Árnason. Æfingar hefjast á Klaufum og kóngsdætrum Morgunblaðið/Árni Sæberg • Fjármálastjóri/meðeigandi óskast að góðu verktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil verkefni. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Leiðandi sérverslun í góðum vexti. Ársvelta 420 m. kr. • Vel staðsett hótel í austurhluta Reykjavíkur. • Traust iðnfyrirtæki með 200 m. kr. ársveltu. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 m. kr. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan. • Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð afkoma. • Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr. • Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin hús- næði á góðum stað. • Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling, sem vill hefja eigin atvinnurekstur. • Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings. • Lítil tískuvöruverslun í Kringlunni. Auðveld kaup. • Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. . • Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur. • Salon Nes. Góð hárgreiðslustofa á Seltjarnarnesi. • Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjölskyldu. • Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni. • Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueldhús. Mikil föst við- skipti. • Glæsileg ísbúð, vídeó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitinga- sala og góð framlegð. • Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur. • Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eiginn innflutningur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir tvær smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur. • Falleg lítil blómabúð í miðbænum. • Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tækifæri fyrir duglegt fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila. • Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði. • Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup. • Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur. • Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki. • Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir. • Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári. • Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til sameiningar. • Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalin til sameiningar. Meðeign kemur til greina. • Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd byggingariðaði. Gagnlegur fróðleikur sjá: www.kontakt.is Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 10. janúar Framhaldstímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og miðvikud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Uppl. og skráning í símum 565 9722 og 893 9723. Anna Ingólfsdóttir • MORGUN þrið. og fimmt. 7:15 - 8:15 • HÁDEGI þrið. og fimmt.12:10 - 13:00 • SÍÐDEGI mán. og mið. 17:20 - 18:35 mán. og mið. 18:45 - 20:00 föst. 17:30 - 18:45 NÝTT BYRJENDANÁMSKEIÐ hefst 10.janúar 5 vikur mán. og mið. kl. 20:15 - 21:45 Ásta Arnardóttir 862 6098 astaarn@mi.is Allir velkomnir fríir prufutímar w w w . l o t u s j o g a s e t u r . i s B o r g a r t ú n i 2 0 G l e ð i l e g t n ý t t á r j ó g a t í m a r b y r j a 3 . j a n ú a r ÓGA Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Reynir Björnsson lögg. fasteignasali elías haraldsson sölustjóri Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Starfsfólk Húsavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.