Morgunblaðið - 31.12.2004, Page 18
10 DAGA PÁSKAFERÐ
TIL CRANS MONTANA Í SVISS
18. TIL 27. MARS
Borgartúni 34 - sími 511 1515
outgoing@gjtravel.is - www.gjtravel.is
Guðmundur Jónasson ehf.
Ferðaskrifstofa
Flogið verður til Genfar og ekið þaðan á eitt besta
skíðasvæði Alpanna, Crans Montana. Þar er að finna allt
sem prýðir góða skíðabæi, stórvirkar lyftur,
fjölbreyttar skíðabrekkur o.fl.
Verð á mann 119.700,- krónur með morgunverði.
Verð á mann 127.800,- krónur með morgun- og kvöldverði.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur milli Genfar og Crans Montana við
komu og brottför, gisting í 9 nætur í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn.
Í Crans Montana verður gist á Grand Hotel du Parc,
sem er fjögurra stjörnu hótel og farþegum okkar vel kunnugt
fyrir góða þjónustu.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fimmtán þúsund myndir | Ljós-
myndasafn Akraness er tveggja ára um
þessar mundir. Safnið er að byggja upp ljós-
myndavef og eru þangað komnar samtals
fimmtán þúsund myndir. Fimm þúsund
bættust við á þessu ári. Á vef Akranesbæjar
kemur fram að það segi þó ekki alla söguna
því safnið varðveitir tugi þúsunda mynda á
pappír og filmum sem bíða vinnslu og munu
vonandi birtast á næstu árum. Auk þess ber-
ast safninu nýjar stafrænar myndir nánast í
viku hverri sem gjarnan tengjast helstu við-
burðum líðandi stundar. Skagamenn um all-
ar jarðir eru sem fyrr duglegir að senda upp-
lýsingar sem er safninu ómetanlegt.
Úr
bæjarlífinu
Sögulegt lágmark | Tekist hefur að selja
allar gærur sem féllu til hjá Norðlenska í
nýliðinni sláturtíð. „Eins og margoft hefur
komið fram hefur reynst mjög erfitt að selja
gærur og er verðið afar lágt, reyndar í sögu-
legu lágmarki,“ segir í frétt á vef Norð-
lenska og það tekið fram að óhjákvæmilegt
hafi verið að lækka verð til bænda frá fyrra
ári. Hefur verið ákveðið að greiða 55 krónur
fyrir lambagæru, en ekkert fæst fyrir ær-
gærur í ár.
Gærur verða afreiknaðar hjá Norðlenska
á næstu dögum og verða þær greiddar út til
bænda 7. febrúar.
Íþróttahátíð ÍRB | Íþróttamaður Reykja-
nesbæjar 2004 verður útnefndur við athöfn
sem fram fer í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
kl. 13 í dag, gamlársdag. Við sama tækifæri
verður öllum Íslandsmeisturum innan
íþróttafélaga innan ÍRB árið 2004 veitt við-
urkenning. Tekið er fram í fréttatilkynn-
ingu að hátíðin er opin öllum bæjarbúum.
Kómedíuleikhúsið áÍsafirði mun setja á
svið einleik byggðan á
Gísla sögu Súrssonar. Elf-
ar Logi Hannesson flytur
einleikinn en leikstjóri er
Jón Stefán Kristjánsson.
Fram kemur í frétt á vef
Bæjarins besta á Ísafirði
að þeir félagarnir vinna
nú að handriti og stefnt er
að frumsýningu í febrúar.
Frumsýnt verður á
söguslóðum Gísla sögu
Súrssonar, á Þingeyri.
Einnig verður sýnt á Flat-
eyri, Suðureyri, í Súðavík,
Bolungarvík og á Ísafirði.
Þá er fyrirhugað að þýða
verkið á ensku og flytja
fyrir ferðamenn sem
sækja Vestfirði heim í
sumar.
Kómedíuleikhúsið mun
halda einleikjahátíð í lok
júní sem ber yfirskriftina
ACT ALONE. Stefnt er
að því að hafa þrjá ís-
lenska einliki, einn er-
lendan, fyrirlestur og
fleira.
Einleikur
Börnin í Ólafsvík voruklædd í sitt fínasta
púss fyrir jólatréshátíð-
ina sem haldin var í fé-
lagsheimilinu í fyrradag.
Þau virtust skemmta sér
vel, voru dugleg að
ganga í kringum jólatréð
og syngja jólalög en að
sjálfsögðu var mesti
spenningurinn þegar
jólasveinar komu fær-
andi hendi. Mikill gaura-
gangur var í jólasvein-
unum, ekki síst þegar
þeir voru að koma sér
upp á sviðið sem gekk
brösuglega, en það tókst
þó að lokum með hjálp
barnanna.
Morgunblaðið/Alfons
Hjálpa jólasveinunum
Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd orti
um jólin:
Jólin björt og blessuð skína,
björt er kristin sigurlína.
Gaf þar alla ævi sína
Ólafur sem fór til Kína
Nú er annar andi á ferðum,
enginn kross á fórnarherðum.
Flest á tálsins tilboðsverðum,
trúboð margt í hálfum gerð-
um!
Rúnar lagði líka út af
nýlegum fréttum um
tæknifrjóvgun og sæð-
isgjafa:
Gróðamálið margur sér,
magnast víða spenna.
Senn mun einhver opna hér
Eggjasölu kvenna!
Rúnar Kristjánsson
segir að sumir virðist
helst vilja spila með
röngum hætti:
Þeir sem hafa í taki tvo
tígulkónga í spilum,
samvisku og þanka þvo
þrátt með kattarskilum!
Með tvo
tígulkónga
pebl@mbl.is
Blönduós | Krakkarnir í 10.
bekk Húnavallaskóla í Austur-
Húnavatnssýslu gerðu sér lítið
fyrir og fluttu söngleikinn Fame
(Frægð) í félagsheimilinu á
Blönduósi fyrir fullu húsi síðast-
liðið þriðjudagskvöld. Á annan
tug leikara kom fram í sýning-
unni. Þennan þekkta söngleik
höfðu krakkarnir flutt á árshá-
tíð Húnavallaskóla fyrr í vetur.
Til að hita upp fyrir söngleikinn
lék skólalúðrasveit A-Húnvetn-
inga nokkur vel valin lög, dans-
hópurinn Superstar sýndi fum-
saminn dans og hljómsveitin
Mömmustrákar léku nokkur
lög. Er nánast óþarfi að segja
frá því að undirrtektir voru
mjög góðar. Leikstjóri þessarar
uppfærslu á Fame var María
Heba Þorkelsdóttir. Í stuttu
máli sagt tókst þessi uppákoma
krakkanna á Húnavöllum í fé-
lagsheimilinu á Blönduósi afar
vel og héldu gestir að skemmt-
un lokinni glaðir í bragði út í
húnvetnskt kvöldið, sáttir við
krakkana og tilbúnir að glíma
við hálku hversdagsins.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Frægð í Húnavallaskóla
Söngleikur
Grindavík | Bæjarráð Grindavíkur mun
leita allra leiða til að koma í veg fyrir að
ólæti verði aðfaranótt annars í jólum að ári
en þar urðu átök á jóladagskvöld, eins og
undanfarin ár, vegna áhuga hóps ungs
fólks á að kveikja eld í svokölluðu sólarvéi.
Núna var kveikt í áramótabálkestinum.
„Bæjarráð harmar þá atburði sem urðu í
bænum að kvöldi jóladags. Grindavíkur-
bær mun í samráði við hlutaðeigandi aðila
leita allra leiða til að koma í veg fyrir að at-
burðir af þessu tagi endurtaki sig og leita
leiða til að draga þá menn til ábyrgðar sem
að þessu stóðu. Bæjarráð skorar á alla
Grindvíkinga að standa saman í þessu máli
og tryggja að slíkir hlutir gerist ekki aft-
ur,“ segir í bókun sem gerð var á fundi
bæjarráðs í fyrrakvöld.
Hörður Guðbrandsson, forseti bæjar-
stjórnar, reiknar með að forystumenn bæj-
arins muni setjast niður með öllum aðilum
málsins, lögreglunni og hugsanlega einnig
einhverjum af þeim sem voru í hópnum á
jóladagskvöld. Hann segir að menn hafi
góðan tíma til að fara yfir málið og fullyrðir
að þetta muni ekki koma fyrir aftur.
Spurður að því hvers vegna ekki hafi
verið farið í þessa vinnu fyrir jólin í ljósi
þess að atvik af þessu tagi hafi komið upp
árlega segir Hörður að menn hafi ekki átt-
að sig á þessu í tíma. Greinilegt sé að vinna
þurfi í málinu.
Verið er að safna í nýja áramótabrennu í
Grindavík, í stað þeirrar sem brann of
snemma, og verður kveikt í henni í kvöld.
Hörður segir að ágætt efni verði í brenn-
unni, eins og þeirri fyrri.
Munu koma í
veg fyrir
ólæti að ári
Blönduós | Eigendur flutningafyrirtæk-
isins Tvistsins á Blönduósi hafa ákveðið
að selja fyrirtækið til Vörumiðlunar á
Sauðárkróki. Kemur það fram á vef
Húnahornsins á Blönduósi. Tvisturinn er
annað flutningafyrirtækið sem Vörumiðl-
un kaupir á skömmum tíma en áður
keypti það flutningafyrirtækið Húnaleið á
Skagaströnd. Vörumiðlun varð til með
samruna flutningadeildar Kaupfélags
Skagfirðinga og Vöruflutninga Magnúsar
E. Svavarssonar.
Vörumiðlun
kaupir Tvist
♦♦♦
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Ódýrar bækur | Nú stendur yfir bóka-
markaður í Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorláks-
höfn og hefur þar verið mikil ös frá fyrsta
degi markaðar. Yfir 180 manns komu á bóka-
safnið á mánudeginum og seldust þá yfir sjö-
tíu bækur. Hringt var úr næstu sýslum til að
spyrja um markaðinn og því ljóst að margir
eru í bókahugleiðingum þessa daga. Á mark-
aðnum er að finna allskonar bækur, bæði
gamlar og nýlegar og gamla árganga af
tímaritum. Innbundnar bækur eru seldar á
100 krónur en kiljur á 50 krónur.