Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 30

Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á rið 1904 markaði mikil tímamót í íslenskri stjórnmálasögu; Ís- lendingar fengu þá heimastjórn og eigið þingbundið framkvæmdavald. Hvort afmælisársins hundrað árum síðar verður minnst sem tímamóta- árs er vafasamara. Stólaskiptin 15. sept. sl. marka tímamót þar sem Davíð Oddsson lét af embætti for- sætisráðherra eftir að hafa gegnt því lengur en nokkur annar. Á hinn bóginn er stjórnarstefnan og ríkisstjórnin óbreytt. Að framsókn- armaður fái að sitja við borðsend- ann í umboði og skjóli Sjálfstæð- isflokksins og til að framkvæma stefnu hans eru ekki tímamót held- ur tímaskekkja. Mestu tímamót ársins tengjast hins vegar fjölmiðlamálinu. Þar var ríkisstjórnin gerð afturreka með óvandaðan málatilbúnað og gafst að lokum upp í fullkominni niðurlægingu. Upp úr stendur þó að forseti lýðveldisins beitti mál- skotsréttinum í fyrsta sinn, ákvað að synja máli staðfestingar og vísa því til þjóðarinnar. Sá atburður markar óumdeilanlega kaflaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Frá og með þeim degi, 2. júní sl., breytti málið um eðli og varð í raun að grundvallarmáli sem varðaði stjórnskipun lýðveldisins. Undirrit- aður er jafnsannfærður og áður um að rétt og eðlileg viðbrögð hefðu verið að láta þjóðina skera úr um málið í þjóðaratkvæða- greiðslu í samræmi við ótvíræð ákvæði stjórnarskrárinnar. Nú eru bæði þessi mál, þ.e.a.s. fjölmiðlaheimurinn og ákvæði stjórnarskrárinnar, komin í vinnu- farveg í þverpólitískum nefndum og betur að menn hefðu frá upp- hafi viðhaft slík vinnubrögð. Fúafen Íraksstríðsins Á vettvangi utanríkismála gnæf- ir Íraksstyrjöldin upp úr og hinn misráðni stuðningur íslenskra stjórnvalda við hana. Ólögmætt árásarstríð á upplognum for- sendum hefur kallað miklar hörm- ungar yfir írösku þjóðina og reynst innrásarherjunum botnlaust fúa- fen. Fallið hafa hundruð þúsunda manna. Var þó ekki á þær hörm- ungar bætandi sem viðskiptabann- ið hafði leitt yfir Íraka til viðbótar þeirri harðstjórn sem þjóðin bjó við. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, sem bera ábyrgð á því að nafn Íslands birtist á lista yfir hinar vígfúsu stuðningsþjóðir, fara undan í flæmingi þegar óskað er upplýsinga um aðdraganda ákvörð- unarinnar. Öll sú saga er eitthvert hörmulegasta skólabókardæmi um það hvernig ekki á að vinna að málum og hvernig ekki á að taka mikilsverðar ákvarðanir í opnu lýð- ræðissamfélagi. Ástandið er auðvitað víðar slæmt en í Írak og staða heims- mála víða ótrygg. Enginn endir er á hörmungum í Palestínu og Ísr- aelsmenn halda áfram byggingu hins ólöglega aðskilnaðarmúrs. Í Afríku er víða glímt við miklar hörmungar og mannlega eymd sökum fátæktar, eyðni og ófriðar. Í Afganistan er ástandið afar sérkennilegt. Sæmilegur friður á að heita í höfuðborginni Kabúl en á því eru þó undantekningar eins og íslensku friðargæsluhermenn- irnir fengu að reyna. Utan Kabúl ríkja misfélegir ættbálkahöfðingjar og stríðsherrar sem aldrei fyrr og sumir þeirra í skjóli Bandaríkja- manna. Ópíumframleiðslan hefur náð fyrri hæðum og ekki finnst tangur né tetur af þeim félögum Mullah Omar og Bin Laden. Á heimavettvangi rembist rík- isstjórnin við að halda í óbreytt ástand og fjórar gamlar óvopnaðar F15-þotur í herstöðinni í Keflavík. Talað er um mikilvægi loftvarna í því sambandi. Íslensk stjórnvöld neita að horfast í augu við gjör- breyttar aðstæður, óvissuástandið hangir yfir Suðurnesjum og enginn botn fæst í málin. Íhaldinu allt Á efnahagssviðinu hrannast upp óveðursský sem flestir sjá nema ríkisstjórnin. Gríðarlegur og vax- andi viðskiptahalli, þensla og aukin verðbólga eru fyrirsjáanlegar af- leiðingar af hinni hömlulausu stór- iðjustefnu. Ruðningsáhrif stóriðju- fjárfestinganna koma nú fram í efnahags- og atvinnulífi. Raun- gengi krónunnar er við sögulegt hámark, Seðlabankinn hækkar vexti sem allt leiðir til hraðversn- andi afkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina. Bakreikningurinn er því greiddur af almennu at- vinnulífi, versnandi afkomu og glötuðum tækifærum á þeim vett- vangi. Ríkisstjórnin hellir svo olíu á eldinn með því að lögfesta stór- felldar skattalækkanir langt fram í tímann sem er efnahagslegt glap- ræði við núverandi aðstæður um leið og það veikir undirstöður vel- ferðarsamfélagsins. Skattastefnan sem slík er ómenguð hægristefna og til vitnis um það eru sérstök gleðilæti ultra-hægrimanna við af- greiðslu málsins á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur gert Pétur Blöndal og skoð- anabræður hans að leiðtogum sín- um í skattamálum enda hafa hag- orðir menn umorðað gamalt kjörorð Framsóknar „allt er betra en íhaldið“, það hljómar nú „íhald- inu allt“. Til lengri tíma litið er þó viðskiptahallinn og hinar gríð- arlegu erlendu skuldir þjóðarbús- ins alvarlegastar. Heimili og fyr- irtæki á Íslandi eru með þeim skuldsettustu meðal OECD-ríkja. Sveitarfélögin safna skuldum og þjóðarbúið í heild er skuldugra en nokkru sinni fyrr. Einungis Finn- land og Nýja-Sjáland, grátt leikið af nýfrjálshyggjunni, eru á svip- uðum slóðum hvað hreinar erlend- ar skuldir snertir. Hvers konar samfélag? Í almennri umræðu leynir sér ekki þreytan með ríkisstjórnina, stjórnarstílinn og hvernig núver- andi valdhafar meðhöndla vald sitt. Stjórnarflokkarnir sem í upphafi samstarfs síns höfðu afgerandi meirihluta á þingi og mikinn stuðning með þjóðinni eiga nú á brattann að sækja. Íslendingar hafa nú búið við hægrisinnaðar ríkisstjórnir í um einn og hálfan áratug og þess sér víða merki í samfélaginu. Vissulega hefur Ís- lendingum á ýmsan hátt vegnað vel. Verðmætasköpun hefur aukist talsvert og þó umsvif í hagkerfinu sýnu meir, en á þeirri velgengni eru skuggahliðar. Gríðarlega aukin skuldsetning er vísbending um að við höfum í alltof miklum mæli tekið batnandi lífskjör að láni og stílað þann reikning á framtíðina. Misskipting hefur aukist og á ýms- an hátt hefur Ísland sveigt af leið. Það er því meira en tímabært að staldra við og spyrja grundvall- arspurninga um samfélagsgerðina. Viljum við áfram tilheyra hinni norrænu fjölskyldu samábyrgra velferðarþjóðfélaga, jafnaðar og jafnréttis eða ætlum við að sækja okkur fyrirmyndir annað? Þær víglínur sem kristallast í umræðum um skattamál um þessar mundir eru sláandi. Annars vegar eru lof- orðaflokkarnir og hins vegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem leggur höfuðáherslu á að byggja upp og þróa áfram sam- ábyrgt velferðarsamfélag á Íslandi. Við viljum að ríki og sveitarfélög hafi úr traustum tekjustofnum að spila til að geta veitt mikilvægustu undirstöðuþjónustu án endur- gjalds. Öldin sem leið var Íslendingnum farsæl. Við sóttum fram úr fátækt til lífskjara sem eru sambærileg við það besta sem þekkist. Ým- islegt lagðist með okkur á þeirri vegferð. Í stað þess að gjalda fyrir styrjaldir með efnahagslegum fórnum og eyðileggingu nutu Ís- lendingar góðs af. Ekkert bendir til annars en að 21. öldin geti einn- ig orðið okkur góð ef við spilum vel úr okkar spilum. Við búum í stóru og fallegu landi mikilla nátt- úrugæða. Sú fortakslausa skylda hvílir á okkur að vernda það og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Ein ríkasta þjóð heimsins á upplýsingaöld hefur enga afsökun ef hún vitandi vits veldur stór- felldum óafturhverfum nátt- úruspjöllum. Með slíku bregðumst við gæsluhlutverki okkar og fram- tíðinni og skerðum umhverfisgæði komandi kynslóða. Í siðblindri eig- ingirni fremjum við sögulegt mannorðssjálfsmorð. Á sviði hins mannlega umhverfis er viðfangs- efnið að þróa áfram menningarlegt og mannúðlegt velferðarsamfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Oft er til þess vitnað að íslenska þjóðin sýni aðdáunarverða sam- stöðu þegar á bjátar. Það sem best varðveitir samstöðu og samkennd þjóðarinnar til viðbótar sameig- inlegri sögu, menningu og tungu, er jöfnuður í lífskjörum og að verj- ast stéttskiptingu og lagskiptingu í samfélaginu. Margt í þjóðfélags- gerðinni, eins og hún hefur þróast á síðustu árum, færir þjóðina því miður í sundur. Það er takmörkuð huggun að eignast örfáa vellríka einstaklinga sem komast jafnvel á lista yfir auðugustu menn heimsins ef þeim þúsundum fjölgar sem vart eiga málungi matar mitt í öllu ríkidæminu. Besta aðferðin til að koma þeim til hjálpar er með öfl- ugri velferðarþjónustu án endur- gjalds og tekjujafnandi samneyslu. Þannig tryggjum við jöfnust og mest lífsgæði allra landsmanna. Fyrir hönd Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs þakka ég landsmönnum samfylgdina á árinu og þann stuðning og hljóm- grunn sem málflutningur okkar hefur fengið. Ég óska lesendum og lands- mönnum góðs og gæfuríks kom- andi árs. Tíðindalítið á afmælisári Morgunblaðið/Sverrir Á vettvangi utanríkismála gnæfir Íraksstyrjöldin upp úr og hinn misráðni stuðningur íslenskra stjórnvalda við hana. Ólögmætt árásarstríð á upplognum forsendum hefur kallað miklar hörmungar yfir írösku þjóðina og reynst innrásarherjunum botnlaust fúafen, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Skipholti 29A 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 sími 530 6500 Um leið og við þökkum viðskiptamönnum okkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða, óskum við landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Heimili fasteignasölu Opnum á nýju ári mánudaginn 3. janúar kl. 13 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Anney Bæringsdóttir Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.