24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Norska lögreglan hefur greint frá ránsferðum tveggja ungra Pólverja sem stolið hafa úr bílum í Noregi fyrir tugi milljóna íslenskra króna. Þjófarnir komu með langa pönt- unarlista að heiman. Efst á listun- um voru loftpúðar, staðsetningar- tæki og DVD-skjáir, að því er greint er frá á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Pólverjarnir, sem fóru vítt og breitt um Noreg að næturlagi í október og nóvem- ber, eru nú í gæsluvarðhaldi. Þeir hafa viðurkennt næstum öll 96 innbrotin sem þeir hafa verið kærðir fyrir. Listar frá verkkaupendum Þýfið, sem þeir hafa vísað lög- reglunni á, var falið í skógi. „Þeir vissu nákvæmlega að hverju þeir voru að leita og hafa aðallega stolið úr Audi 3 og VW Passat. Verkkaupendurnir í Pól- landi höfðu sent þá með lista með nákvæmum pöntunum,“ segir Kjell Johan Abrahamsen, fulltrúi lögreglunnar. Hann vill ekki greina frá hvar í Póllandi glæpagengið hefur aðsetur sitt en segir norsku lögregluna vera í samvinnu við lög- regluyfirvöld í Póllandi. Fullir sekkir af farsímum Fjölmennastir útlendinganna í norskum fangelsum eru Litháar. Það eru þeir sem eru helstu selj- endur amfetamíns í Noregi, að því er fréttavefur Aftenposten greinir frá. Litháarnir hafa einkum sérhæft sig í ránum í raftækjaverslunum og fylla heilu sekkina af dýrum far- símum. Norska lögreglan hefur fundið mikið magn þýfis í litháísk- um vöruflutningabílum. Litháarnir skipta með sér verk- um. Fyrst kemur leitarhópur. Næsti hópur stelur því sem hinn var búinn að velja. Þriðji hópurinn skipuleggur flutning á þýfinu úr landi. Flestir frá Kaunas Fjórir af hverjum fimm Litháum sem norska lögreglan handtekur koma frá Kaunas-svæðinu. Lög- reglan telur að þeir standi á bak við 75 prósent allra stulda á bátamót- orum en á undanförnum 5 árum hefur nær 4000 bátamótorum ver- ið stolið í Óslóarfirði. Mafían í háskólabænum Kaunas er sögð hafa marga fyrrverandi starfsmenn rússnesku leyniþjón- ustunnar, KGB, á launaskrá. Tengsl mafíunnar við stjórnmálamenn og lögreglu eru jafnframt sögð góð. Stolnir bílar Lögregla í Alb- aníu skoðar bíla sem stolið var í Vestur-Evrópu. Þjófar með pöntun- arlista að heiman ➤ Á hverju ári hverfa aðminnsta kosti 250 lúxusbílar sporlaust frá Noregi. Trygg- ingafélögin telja að að- almarkaðurinn fyrir þessa bíla sé í Eystrasaltslönd- unum, Póllandi og á Balk- anskaga. ➤ Talið er að 150 til 170 þúsundnotaðir bílar séu seldir á hverju ári á markaði í Kaunas í Litháen. STOLNIR BÍLAR  Pólskir þjófar létu greipar sópa um bíla í Noregi  Loftpúðar og DVD-skjáir eftirsóttir  Litháar fjölmennastir útlendinga í fangelsum í Noregi  Flestir frá Kaunas Charles og Ray Eames hafa skapað sér sess í hönnunar- sögunni fyrir fallegan stíl, frábæra hönnun og þægileg húsgögn. Við bjóðum klassísk Eames húsgögn á lækkuðu verði föstudag og laugardag. Einstakt tækifæri, einstakir hönnunargripir. Á kaffihúsinu sem Te & kaffi starfrækir í Saltfélaginu er ilmandi kaffi á boðstólum alla daga. Opið frá kl. 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga. E N N E M M / S ÍA / N M 3 2 0 5 5 EAMES DAGAR! Talsmaður Hvíta hússins í Washington, Tony Fratto, hefur lýst því yfir að vatnspyntingum verði haldið áfram við yfirheyrslur á föngum. Bandarísk yfirvöld líta svo á að það séu ekki pyntingar þegar fangi er bundinn, klæði sett yfir höfuð hans og vatni hellt yfir munn hans og nef þannig að hon- um finnst hann vera að drukkna. Þess vegna munu yfirvöld nota þessa aðferð, til dæmis þegar þarf að fá al-Quaeda-fanga og aðra sem grunaðir eru um hryðjuverk til að veita upplýsingar. Yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, Michael Hayden, viðurkenndi fyrir nokkrum dögum að vatnspyntingum hefði verið beitt gegn þremur al-Qaeda-föng- um í kjölfar árásanna 11. septem- ber 2001. Vatnspyntingar bandarískra yfirvalda Verður ekki hætt

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.