24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 1
24stundirföstudagur8. febrúar 200827. tölublað 4. árgangur Jón Ólafsson, ásamt Rokksveit sinni og 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfó, fetar í fótspor Bítlanna og flytur Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band í heild sinni í Laugardalshöll í mars. Bítlaveisla nálgast KOLLA»20 Sterkir litir einkenna vor- og sumartískuna. Stutta tískan heldur velli en kjólar með skyr- tusniði verða vinsælir. Tísku- hönnuðir boða spennandi sum- ar í tískuheiminum. Spennandi tíska TÍSKA»22 73,6% munur á kókómjólkinni NEYTENDAVAKTIN »4 2 1 5 4 4 Þegar lögreglan í St. August- ine í Flórída stöðvaði 46 ára gamla konu sem ók á rauðu ljósi sá hún að bjórkassi í bíl konunnar var vandlega spenntur í öryggisbelti. Það var hins vegar ekki barnið í aftursætinu sem var 16 mán- aða gamalt. Konan, sem ekki gat gefið neina skýringu á því hvers vegna bjórinn væri í ör- yggisbelti en ekki barnið, var handtekin. Hún var ekki með ökuskírteini og neitaði að gangast undir áfengispróf. ibs Bjór í belti en ekki barnið GENGI GJALMIÐLA SALA % USD 67,50 +2,06  GBP 131,07 +1,12  DKK 13,14 +0,96  JPY 0,63 +1,29  EUR 97,94 +0,97  GENGISVÍSITALA 128,94 +1,26  ÚRVALSVÍSITALA 5.067,83 -0,68  »14 VEÐRIÐ Í DAG »2 Óvenju þungfært hefur verið á landinu undanfarna daga og margir þurft að skafa af bílunum sínum. Þessi kona dó þó ekki ráðalaus heldur fór út með stærðarinnar kúst og sópaði af bílnum sínum. Þórhallur Óskarsson leigu- bílstjóri hjá BSR segir eftirspurn eftir leigubílum aukast þegar færðin er slæm enda séu margir illa búnir til akst- urs í vetrarfærð. „Ég lenti í dag fyrir aftan við bíl á sumardekkjum sem var fastur á afrein, ég þurfti bara að fá farþegann með mér út að ýta því við komumst hvorki aftur á bak né áfram.“ Vanbúnir bílar í vetrarfærð Árvakur/Árni Sæberg„Ég þurfti bara að fá farþegann með mér út að ýta“ Tryggingafélagið VÍS gafst upp á að tryggja húseiganda á Siglufirði vegna þess hve oft var brotist inn í hús hans. Eigandinn er ósáttur við uppsögnina enda er hún óvenjuleg. Missti tryggingu vegna innbrota »8 Pólskir þjófar koma til Noregs með pöntunarlista að heiman í tilefni ránsferðanna. Efst á listanum er ýmis aukabúnaður í bíla. Glæpa- gengi Litháa í Noregi fylla sekki af farsímum og öðru og flytja úr landi. Glæpagengi frá Austur-Evrópu »12 ÚTSALA Ú TSALA ÚT SALA ÚTS ALA ÚTSA LA ÚTSA 10-70% AFSLÁTTUR Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 I Afgreiðslutími: virka daga: 10-18 og laugard.: 11-15 Heilsudýnur - Rafmagnsrúm - Húsgögn - Sófar - Koddar - Sængur - Rúmföt Rúmteppi - Handklæði - Sloppar - Gjafavara Opið í dag frá kl. 9 til 22 www.europris.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Sunnlenskir bjórunnendur fá ekki tækifæri til að kaupa sunnlenskan bjór, sem kemur á mark- að innan skamms, í sinni heimabyggð fyrr en bjórneytendur í Reykjavík hafa sýnt það í verki að bjórinn standist kröfur þeirra. Sunnlensku bjórtegundirnar sem um ræðir eru tvær. Annars vegar er Skjálfti sem brugg- húsið Ölvisholt í Flóahreppi mun setja á markað í lok mánaðarins og hins vegar er um að ræða Volcano-bjór frá Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að sá bjór komi í búðir í sumar. Furðulegar reglur Reglur ÁTVR kveða á um að nýjar áfengis- tegundir á íslenskum markaði þurfa að fara í reynslusölu í tvo mánuði í Vínbúðinni í Kringl- unni og Heiðrúnu, verslun ÁTVR á Stuðlahálsi. „Þetta er nú bara ein af þeim furðulegu reglum hjá ÁTVR sem gilda varðandi verslun með áfengi,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sigurður Kári lagði fram frumvarp til breytinga á áfengis- lögum sl. haust. „Þetta væri nú ekki vandamál ef búið væri að samþykkja frumvarp mitt um að heimila sölu á þessum vörum í búðum.“ Hann segist hafa fullan skilning á því að Sunnlendingar skuli vera svekktir yfir því að þurfa að bíða eftir því að Reykvíkingar sam- þykki bjór sem framleiddur er í þeirra sveit. Markaðshömlur í kerfinu „Þetta mál er lifandi dæmi um að einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis gerir það að verkum að það eru markaðshömlur í kerfinu sem gera nýj- um framleiðendum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn,“ segir Sigurður Kári. Framleiðendurnir segjast fullvissir um að bjórtegundirnar komi á endanum í verslanir annars staðar á landinu. „Við höfum ekki áhyggjur, enda er þetta úrvalssælkerabjór sem við höfum lagt í allan okkar metnað,“ segir Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts. „Við byrjum í þessum tveimur búðum en gerum ráð fyrir að færa okkur svo út í aðrar verslanir.“ Sunnlenski bjórinn ekki til á Suðurlandi  Samkvæmt vinnureglum ÁTVR þarf sunnlenski bjórinn fyrst að sanna sig í Reykjavík ➤ Nýjar tegundir hjá ÁTVR þurfa til að byrjameð að fara í tveggja mánaða reynslusölu í Kringlunni og Heiðrúnu. ➤ Í lok mánaðarins kemur Skjálfti frá Flóa-hreppi á markað, en í sumar er von á Volc- ano frá Vestmannaeyjum. Í REYNSLUSÖLU Í REYKJAVÍK

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.