24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 19
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 19 www.si.is Virkjum kraft kvenna í iðnaði Samtök iðnaðarins bjóða til morgunverðarfundar um stöðu kvenna í iðnaði í Gyllta salnum á Hótel Borg, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 8.00–10.30. Dagskrá 8.00 Morgunverður í boði SI 8.30 Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarmaður í SI Tengsl eru tækifæri Yrsa Sigurðardóttir, tæknistjóri VIJV Að starfa sem kona á virkjanasvæði Gyða Margrét Pétursdóttir, félags- og kynjafræðingur Hugsa út fyrir rammann og reka sig á veggi: Konur í upplýsingatækniiðnaði Auður Hallgrímsdóttir, fjármálastjóri Járnsmiðju Óðins Konur eiga framtíð í iðnaði Helga Braga Jónsdóttir, leikkona 9.45 Pallborðsumræður Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcan, Karen Kristjana Ernstsdóttir, verkfræðingur hjá Ístaki, og Aðalheiður Héðinsdóttir, SI. 10.30 Fundarlok Fundarstjóri og spyrill er Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls Skráning á mottaka@si.is Við eigum 40 ára afmæli Fyrir 40 árum tók Árbæjarútibú Landsbankans til starfa. Við ætlum að fagna þessum tímamótum með afmælisveislu fyrir alla viðskiptavini, gesti og gangandi, í dag 8. febrúar. Fjölbreytt dagskrá og veitingar frá kl. 10 – 17 10.00 Sproti kíkir í heimsókn 13.00 Sproti kíkir í heimsókn 14.00 Landsbankinn veitir styrk til SÍBS 14.30 Fimleikadeild Fylkis sýnir listir sínar 15.00 Söngkvartettinn OPUS 16.00 Birgitta Haukdal, Hreimur og Vignir Snær taka lagið Við hlökkum til að sjá ykkur. Landsbankinn Árbæjarútibú Karl Wernersson, aðaleigandi Milestone, var valinn viðskipta- fræðingur ársins af Félagi við- skiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Milestone er m.a. aðaleig- andi Sjóvár og Askar Capital. Við sama tækifæri var stoðtækja- framleiðandinn Össur valinn þekkingarfyrirtæki ársins. Auk Össurar voru fyrirtækin Norður- ál og Kaffitár tilnefnd til þekking- arverðlaunanna í ár. mbl.is Viðskiptafræðingur ársins Greiningardeild Kaupþings banka spáir lækkandi stýrivöxtum í Hálf- fimmfréttum í gær. Nú sé svigrúm til að lækka vexti, en töf á lækkun muni leiða til þess að lækk- unarferlið verði styttra og lækk- unin þar með brattari. Greiningardeildin spáir því jafn- framt að krónan muni taka að veikjast er lækkunarferlið hefst, en þar sem vaxtamunur sé enn mikill muni áfram vera eftirspurn eftir krónum og gengið nokkuð stöð- ugt. Í kjölfar stýrivaxtalækkunar mun ávöxtunarkrafa skuldabréfa einnig lækka. Þá spáir Kaupþing samdrætti í einkaneyslu um 5% á næstu tveimur árum, en framkvæmdir ríkisins muni að einhverju leyti vega það upp. hos Spá vaxta- og gengislækkun Bankastjórn Englandsbanka ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans um 0,25% og verða þeir eftir breytinguna 5,25%. Er þetta í annað skipti á þrem- ur mánuðum sem Englands- banki lækkar vexti í þeim til- gangi að reyna að auka tiltrú neytenda á efnahagslífið í Bret- landi. Bankastjórn Seðlabanka Evrópu ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 4%. Vextir bankans hafa verið óbreyttir frá því í júní á síðasta ári. mbl.is Vaxtalækkun í Bretlandi en óbreytt í ESB

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.