24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir ríka og djarfa hönnun og bregður hún ekki út af vananum í vorlínu sinni. Blómatíminn hefur verið mörgum hönnuðum innblástur í hönnun sumarlínunnar og afrísk mynstur vöktu einnig mikla at- hygli á pöllunum. Stuttir litríkir kjólar verða vinsælir í sumar en kjólarnir frá Balenciaga eru í sterk- um litum og aðþrengdu sniði. Karlmannleg snið í kvenlegum út- færslum verða vinsæl og áhersla lögð á þægileg og einföld klæði. hilda@24stundir.is Verslanir fara nú óðum að fyllast af vor- og sumarfatnaði og er mik- ið um dýrðir. Það sem helst ber á fyrir vorið eru hlýlegir litir, skemmtileg snið og flottar út- færslur á einföldum klæðnaði. Mjúkir, klassískir litir eru einkenn- andi í hönnun bítladótturinnar Stellu McCartney en hún notar mikið ljósa liti eins og hvítan, ljósbláan og ljósbrúnan. Stuttir kjólar, síðir jakkar og skyrtusnið eru áberandi. Fatahönnuðurinn Betsey Johnson er þekkt fyrir lit- Spennandi en þægileg vor- og sumartíska Stuttir kjólar, síðir jakkar og sterkir litir „Ég var að koma frá New York þar sem ég fór á nokkrar tísku- sýningar,“ segir Harpa Ein- arsdóttir fatahönnuður sem hannar meðal annars undir merkinu Starkiller. „Þar fór ég að sjá Three as Four en þetta var ein besta lína þeirra frá upphafi held ég bara.“ Fjöldi hönnuða í uppáhaldi Harpa segir mikið af góðum hönnuðum í New York og París þessa dagana. „Ég get nefnt svo ótal mörg nöfn sem ég er hrifin af og finnst vert að fylgjast með eins og til dæmis Preen, Henrik Vibskov, Cristjan Wijnants, Jose Castro, Proenza Schouler, Ve- ronique Branquinho, Ohnetitel og Alexandre Herchcovitch. Svo held ég líka upp á Bernhard Willhelm, Peter Som, Ann De- meulemeester, Emma Cook, Eley Kishimoto, Marc Jacobs, Sonia Rykiel, Jens Laugesen, Karen Walker, Marjan Pejoski, Jean- Pierre Braganza, Etro, Thakoon og svona gæti ég lengi talið. Það er alltaf gaman að skoða Comme de Garcon-línurnar og að mínu mati var vor 2008-línan hjá Gi- venchy mjög flott. Eins mæli ég með því að fólk skoði Central Saint Martins-tískusýningarnar en þær er til dæmis hægt að skoða á vefsíðunni Style.com. Annars geta hönnuðir verið mjög mismunandi eftir því hvaða árstíð þeir eru að hanna fyrir, það eru alltaf einhverjir sem standa upp úr í hvert sinn og það eru alls ekki alltaf þeir sömu.“ Harpa Einarsdóttir fatahönnuður er nýkomin frá New York Three as Four með frábæra línu Harpa Einarsdóttir Segir það misjafnt hvaða hönnuðir standa upp úr. Balenciaga Litríkir, stuttir kjólar voru áberandi. Christian Lacroix Undir áhrifum frá Afríku. Jens Laugesen Sýndi stílhreinar flíkur fyrir vorið. Sonia Rykiel Falleg kápa í sterkum sumarlit. Y Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Opið - Mán–fös 11-18 /Lau 11-14 Frábæru mittisstykkin frá Vanity Fair komin aftur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.