24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 40
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is „Ég var nú ekki með neitt klink á mér og ákvað því bara að létta á mér úti við,“ sagði Árni Sig- urgeirsson, lögfræðinemi á Ak- ureyri, en hann var hluti af stórum hópi háskólanema sem voru á leið í rútu til Reykjavíkur um helgina þegar náttúran kallaði. Kostar fimmtíukall að pissa „Ég man nú ekki eftir að hafa verið rukkaður þarna þegar ég var á eigin vegum, en í þessu tilviki kost- aði 50 krónur að pissa,“ sagði Árni, óviss um hvað kostaði að „gera númer tvö“. „Það reyndi bara ekki á það hjá nein- um held ég. Það fóru flestir út í móa til að gera þarfir sínar, bæði strákar og stelpur, þrátt fyrir að ekki væri besta veðrið til slíkra at- hafna.“ Það tíðkast víða erlendis að rukka fyrir notkun á salern- isaðstöðu og hefur sú hefð einnig hreiðrað um sig hér á landi, þó svo að almenningur eigi enn eftir að venjast þeirri staðreynd. Rukkað er fyrir salernisaðstöðu í miðbænum og víðar, en að sögn Þorvalds Egilssonar, annars eig- anda Hreðavatnsskála, eru stakir vegfarendur ekki rukkaðir á staðnum. „Ég kannast nú ekki við þetta tilfelli, en það er ekki stefna okkar að rukka almennt fyrir sal- ernisaðstöðuna,“ segir Þorvaldur. Og bætir við: „En þegar heilu rút- urnar hafa beðið okkur um að sinna farþegum sínum rukkum við fyrir það. Það myndi enginn græða á því að fá bara fólk á kló- settið til sín, því það fylgir þessu heilmikill rekstrarkostnaður fyrir okkur auðvitað,“ sagði Þorvaldur. Mismunun? Árni telur vissulega um mis- munun að ræða. „Þetta er eins og að leyfa hvítum manni að pissa en ekki svörtum,“ segir Árni, en efast þó um að hann sæki rétt sinn í málinu. „Nei, það tekur því ekki fyrir fimmtíukall.“ Lögfræðinemi segir gestum Hreðavatnsskála mismunað Rukkaður fyrir afnot af salerni Dýr buna Sumir þurfa að punga út 50 krónum fyrir bununa. Myndin er sviðsett. Hreðavatnsskáli rukkaði rútu fulla af háskólanem- um fyrir afnot af klósetti þó svo að það sé ekki í stefnu fyrirtækisins. Mis- munun, segir lögfræði- nemi sem var í spreng. Mismunað Árni pissaði úti í móa 40 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Rapparinn Sean Combs, eða Diddy eins og hann kýs að kalla sig, hefur kunngjört að líklega muni hann leggja skóna á hilluna í tónlistinni. Diddy hyggst nú einbeita sér að leiklistarferli sín- um, en áður hefur hann leikið í Broadway-verkinu A Raisin in the Sun og kvikmyndinni Mon- steŕs Ball, þar sem hann fékk mis- góða dóma gagnrýnenda. hþ Diddy hættir í tónlistinni Í kvöld mun franskættaði plötu- snúðurinn Dj FEX þeyta skífum á skemmtistaðnum Organ. Kapp- inn er í dag fastaplötusnúður á nokkrum stæstu skemmtistöðum Parísarborgar og hefur meðal annars gefið út hjá helstu út- gáfum Evrópu. Gleðin hefst klukkan hálftólf og kostar 1500 krónur inn fyrir klukkan eitt. hþ Dj FEX þeytir skífum á Organ Missy Elliott hefur afráðið að leita á náðir aðdáenda sinna í von um að finna rétta nafnið á næstu plötu sína. Missy mun gefa út sjö- undu plötu sína næsta haust og segist stjarnan vilja að fólkið sem hlustað hafi á sig í gegnum tíðina velji nafnið. Hefur hún því opnað fyrir atkvæðagreiðslu á heima- síðu sinni Missy-elliott.com. hþ Leitar að titli Kvikmyndir traustis@24stundir.is Meistari Tim Burton snýr aft- ur með enn eitt meistarastykkið, í formi söngva- og hryllings- myndarinnar Sweeney Todd: The Demon barber of Fleet street. Benjamin Barker kemur til Lond- on eftir margra ára útlegð, blóð- þyrstur og í hefndarhug. Hefst hann handa við drápin, í skjóli rakarastofurekstursins, þar sem líkin eru notuð í hinar gómsætu bökur fröken Lovett, sem rekur verslun sína á hæðinni fyrir neð- an. Óhefðbundin söngleikjamynd Söngvamyndir eru ekki fyrir alla. Þær eru gjarnan yfirmáta væmnar og sykursætar og höfða helst til söngleikjahomma og táningsstúlkna. Og þótt örlítill kjánahrollur fari um menn í byrjun myndar Burtons sökum þessa venst hún óvenjufljótt. Ekki endilega sökum gæða tón- listarinnar, sem bliknar í sam- anburði við meistaraverk á borð við Jesus Christ Superstar og önnur Andrew Lloyd Webber- stykki, heldur vegna þess að sag- an flýtur svo vel og er aldrei leið- inleg. Eins konar sambland af grískum harmleik, Kill Bill og Sound of Music. Samlíkingin við Kill Bill er sökum stíls morð- anna, sem eru yfirgengilega blóð- ug og allt að því kómísk, þó svo einhverjir óvanir bíógestir fái hugsanlega martraðir þeirra vegna. Áferð myndarinnar er dæmigerð fyrir Burton, dimm og drungaleg, en brotin upp með skemmtilegum útúrdúr af lita- dýrð í anda Söngvaseiðs. Fasta- leikarar Burtons, Johnny Depp og Helena Bonham-Carter, standa sig vel sem ævinlega og Sacha Baron Cohen á góða spretti. Myndin er besta verk Burtons síðan Big Fish og tilvalin skemmtun fyrir alla fjö … full- orðna. Snilld hjá Burton, þrátt fyrir sönginn Rakstur og klipp- ing? Þú færð meira í stólnum hjá Sweeney. Leikstjóri: Tim Burton Leikarar: Johhny Depp, Helene B. Carter Sweeney Todd Þær sögusagnir ganga nú fjöll- unum hærra að söngkonan og ólátabelgurinn Amy Winehouse komi til með að syngja, og jafnvel semja, aðallagið í næstu mynd um James Bond. Heimild- armaður innan veggja framleið- andans sagði á dögunum ljóst að Amy gæti samið lagið, en bætti þó við að varla væri hægt að treysta á stúlkuna nema hún héldi sér edrú. „Hún mun fá að semja lagið fyrir myndina, en ein- göngu ef hún verður án alkóhóls og annarra efna í tvo mánuði. Lagið á að hafa þungan blæ svo að Amy yrði fullkomin í það.“ hþ Syngur í næstu Bond-mynd Samkvæmt nýlegu viðtali við McG, leikstjórann knáa, þykir líklegt að leikarinn Josh Brolin muni leika stórt hlutverk í hinni væntanlegu hasarmynd Term- inator Salvation: The Future Beg- ins. Myndin, sem er fjórða Term- inator-myndin, mun gerast í framtíðinni þegar stríð milli véla og manna hefur lagt jörðina svo gott sem í rúst. Christian Bale mun leika leiðtoga manna, John Connor, en McG lýsti því yfir í viðtalinu að hann vildi gjarnan fá Josh Brolin til að leika hinn morðóða og vélknúna tortímanda sem Schwarzenegger lék svo listilega á sínum tíma. vij Tortímir Brolin mannkyninu? Meðlimir stúlknasveitarinnar Spice Girls hafa sent frá sér til- kynningu þar sem þær blása á allar sögusagnir um að tónleikaferðalag þeirra hafi verið stytt sökum vand- ræða í samskiptum þeirra á milli. Slúðurblöðin ytra hafa undanfarna daga gert því skóna að kastast hafi í kekki milli stúlknanna og þess vegna hafi verið afráðið að hætta við tónleika á ákveðnum stöðum. „Það er ekki vegna rifrildis milli okkar sem við klípum af túrnum,“ segja stelpurnar, sem greinilega vísa öllum kjaftasögum rakleiðis til föðurhúsanna. „Þessar vangaveltur eru algjört bull,“ segir söngkonan Mel C og tekur Victoria Beckham í sama streng. „Staðreyndin er bara sú að við eigum börn og þau verða að komast aftur í skóla. Fjölskyldur okkar eru forgangsatriði hjá okk- ur,“ segir snobbkryddið. Eins og áður hefur komið fram munu fyr- irhugaðir tónleikar sveitarinnar í Toronto, hinn 26. febrúar, verða þeir síðustu. hþ Ekkert rifrildi í gangi Vilja komast heim Stúlkurnar í Spice Girls munu ekki klára túrinn. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég var nú ekki með neitt klink á mér og ákvað því bara að létta á mér úti við. Árvakur/Árni Sæberg

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.