24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 29
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 29 MENNING menning@24stundir.is a Það er náttúrlega svolítið svakalegt að vera til en hafa engan tilgang lengur. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Ég vinn með litla plasthluti sem höfðu í upphafi merkilegt hlutverk en hafa nú misst tilgang sinn,“ seg- ir myndlistarkonan Hildigunnur Birgisdóttir sem opnar sýninguna Um tilgangsleysi allra hluta í Ný- listasafninu í dag. „Ég valdi 16 hluti og vann úr þeim myndir í grafík og skúlptúra úr postulíni, en hvort tveggja hefur orðið útundan í listheiminum og telst gjarnan frekar til handverks en samtíma- myndlistar og því þótti mér upp- lagt að vinna verkin á þennan hátt.“ Ekki allt þekkjanlegt Á sýningunni veltir Hildigunnur fyrir sér neyslusamfélaginu og hvað verður um hluti sem tapa notagildi sínu. „Það er náttúrlega svolítið svakalegt að vera til en hafa engan tilgang lengur. Slíkir hlutir heilla mig mikið, enda er ég hálfgerður safnari í mér. Þetta eru ekki allt hlutir sem fólk þekkir við fyrstu sýn, enda er til dæmis einn af þeim tappi í slöngu sem pípu- lagningamenn nota mjög mikið. Þannig myndu aðrir en pípulagn- ingamenn sjálfir ekki bera kennsl á þá, en svo kannski sjá þeir hluta af plastdóti sem þeir léku sér með í æsku sem aðrir þekkja ekki. Þann- ig fer það eftir reynsluheimi hvers og eins hversu marga hluti hann kannast við,“ segir hún. En það eru ekki bara hlutirnir sjálfir sem listakonan spáir í heldur einnig í listina sjálfa og hvernig hlutir breytast í listaverk. „Oft er hægt að taka afganga eða úrgang og breyta því í listaverk og það er mjög for- vitnilegt ferli. Svo er líka oft eins og hinn efnislegi heimur sé í blúss- andi harmoníu og hringrás, en svo verða alltaf einhverjar eftirstöðvar af okkar samfélagskerfi og efnis- hyggju Vesturlanda og mín verk snúast einmitt um það sem verður afgangs og útundan.“ Plasthaugur á sjónum Hildigunnur rifjar upp ferðalag sem hún fór í til Júgóslavíu á sín- um tíma. „Þar sá ég markað þar sem fólk var meðal annars að selja varahluti í rafmagnsklær. Það fannst mér mjög athyglisvert af því að við erum svo vön því hér að henda bara því sem er orðið bilað í stað þess að endurnýta það eða laga,“ bendir hún á. En þó svo að hún velti upp spurningum í sýn- ingunni um hvað verður um hluti sem tapa tilgangi sínum er ekki þar með sagt að hún fái aldrei svör við þeim. „Um daginn var fjallað um það í fréttum að stærsti rusla- haugur mannkyns flyti á Kyrrahaf- inu og stækkaði jafnt og þétt. Mest af ruslinu er plast, sem brotnar mjög hægt niður, og sumt af því er talið vera allt að hálfrar aldar gam- alt. Þetta frétti ég þegar ég var búin að vinna verkin á sýningunni, en það virðist oft vera þannig að um leið og maður er búinn að velta einhverju fyrir sér fær maður óvænt svar,“ segir hún að lokum. Sýning á verkum Hildigunnar Birgisdóttur opnuð í Nýlistasafninu í dag Úreltir hlutir úr plasti verða að listaverkum Í neyslusamfélögum nú- tímans eru hlutir fljótir að missa tilgang sinn og enda margir þeirra á ruslahaugum, hvort sem það er á landi eða í sjó. Á sýningunni Um tilgangs- leysi allra hluta gefur Hildigunnur Birgisdóttir þessum hlutum nýtt hlut- verk. Safnari Hildigunnur gerir úreltum plasthlutum skil. ➤ Útskrifaðist frá ListaháskólaÍslands árið 2003 og hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar og meðal annars stýrt Grasrótarsýningu Ný- listasafnsins og setið í rit- stjórn myndlistarritsins Últramegatúrbó. HILDIGUNNUR Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt leikrit, Baðstofuna, eftir Hugleik Dags- son á morgun. Verkið er sýnt í Kassanum, en Hugleikur heldur þar áfram að kanna ástand íslensku þjóðarinnar. Baðstofan fullkomnar þríleik höfundarins sem krufði samtímann í leikritinu Forðist okkur og spáði í framtíðina í söngleiknum Legi. Baðstofan fjallar um fortíð- ina og gerist árið sautján hundruð og súrkál. Þríleikurinn fullkomnaður Elín Anna Þórisdóttir opnar sýn- ingu í nýju húsnæði Anima gall- erís að Freyjugötu 27 í dag klukk- an 17. Á sýningunni eru málverk og skúlptúrar unnir með bland- aðri tækni. Efniviðurinn í verkin er meðal annars tré, svampur, málning, sprey og snúðar. Þetta er fjórða einkasýning El- ínar, sem útskrifaðist með BA- gráðu frá Listaháskóla Íslands ár- ið 2004, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem erlendis. Galleríið er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga klukkan 13 til 17 og stendur sýningin til 23. febrúar. Anima gallerí í nýju húsnæði Bókaútgáfan Salka gaf á síð- asta ári út daga- talsbók 2008 sem ber heitið Konur eiga orðið. Um er að ræða hefð- bundna dagatals- bók með hugleið- ingum eftir konur héðan og þaðan úr þjóðfélaginu í byrjun hverrar viku og mánaðar. Bókin hefur selst vel og er upplagið nú á þrotum, en hluti ágóða af sölunni rennur til rannsókna á þunglyndi kvenna og er notaður til að styrkja samband þunglyndra mæðra við börnin sín. Konur eiga orðið Opið hús á Safnanótt 8. febrúar klukkan 19–01 Draugadagskrá Kynngimagnað kvöld í Þjóðminjasafni Íslands Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Nýjar sýningar: Til gagns og til fegurðar Sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði á Íslandi 1860–1960 Sýningarhöfundur: Æsa Sigurjónsdóttir Tvö-þúsund-og-átta Ljósmyndari: Vera Pálsdóttir Aðalfundur félagsins verður miðvikudaginn 27. febrúar 2008. Fundurinn er haldinn í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 19:00. Vakin er athygli á því að reglulegur félagsfundur hefst síðan á vegum félagsins kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. AÐALFUNDUR SAMFYLKINGARFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK Allir félagsmenn velkomnir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.