24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 48
24stundir TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.isTM Ánægja ÍS L E N S K A S IA .I S / T M I 41 00 0 02 /0 8 Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu af viðskiptavinum tryggingafélaga. „Ekkert röfl og ekkert vesen. Ef svo illa vildi til að ég yrði fyrir tjóni aftur þá þyrfti ég greinilega engu að kvíða með það. Takk fyrir mjög góða þjónustu.“ Bestu kveðjur, Guðrún Jónsdóttir og Ludwig H. Gunnarsson „…sem sagt fljót og góð þjónusta!“ Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja mest um þjónustu tryggingafélaga. % 63 62 64 65 66 67 68 69 70 Ánægjuvog tryggingafélaga 2007 TM SJÓVÁ VÍS VÖRÐUR ? Það er óneitanlega sérkennilegt aðheyra á einum og sama degi fréttir afmilljarðahagnaði fjármálastofnana ogfrétt um að félagsmálaráðherra hafiákveðið að skipa nefnd til að vinna að-gerðaáætlun gegn fátækt. Það er sorglegtað einhverjir þurfi að búa við fátækt hérá landi á meðan hagnaður annarra virð- ist meiri en nægur. En kannski er lausnin einmitt falin í þessum fréttum. Getur þetta tvennt ekki átt samleið? Ef við skoðum nokkuð einfalda út- reikninga þá sjáum við að það ætti að vera auðvelt að aðstoða þá sem skil- greinast fátækir hér á landi. Ríkissjóður fékk 23,7 milljarða króna í fjármagns- tekjuskatt árið 2006. Samkvæmt skýrslu um fátækt barna sem unnin var fyrir Al- þingi sama ár bjuggu 6,3% barna lands- ins við fátækt. Árið 2006 voru Íslend- ingar 307.261 talsins. Ef við gerum ráð fyrir sama hlutfalli fátækra meðal full- orðinna og barna, þ.e. 6,3%, lifa hér 19.357 manns undir fátæktarmörkum. Meðalfjölskylda á Íslandi er samkvæmt rannsókn á útgjöldum heimila 2,47 ein- staklingar. Samkvæmt því má áætla að 7.837 fjölskyldur búi við fátækt. Ef við látum 10% af fjármagnstekjuskatti renna til fátækra fjölskyldna þá eru það 2,37 milljarðar króna. Deilum þeim jafnt til 7.837 fjölskyldna og hver þeirra fær 302.412 krónur, skattfrjálsar! Ef við kjós- um að deila upphæðinni til einstaklinga fengi hver þeirra 122.436 kr. Það er ekki lítið fé þegar lágmarkslaun í landinu eru samkvæmt upplýsingum frá Starfs- greinasambandinu 125.000 krónur. Tökum upp tíund á ný Þóra Þórarinsdóttir Styður skjótar lausnir YFIR STRIKIÐ Viljum við útrýma fátækt? 24 LÍFIÐ Nemar telja að þeim hafi verið mismunað þegar þeir voru rukk- aðir um 50 krónur fyrir að nota salerni. Sár vegna rukkunar fyrir afnot af salerni »40 Alma í Nylon er að fara af stað með sjálfstyrkingarnámskeið. Hún hefur fengið til liðs við sig heilsugúrúið Sollu. Solla græna og Alma í Nylon vinna saman »46 Our Lives heldur til Kanada á næstunni til að taka upp hjá upp- tökustjóra sem vann með Muse og Tool. Íslensk hljómsveit í fótspor Muse »46 ● Í fötin „Nú fer ég að vinna með föt í stað þess að vinna með fólk,“ segir Svanur Val- geirsson, starfs- mannastjóri hjá Bónus til 8 ára, sem er að skipta um starfsvettvang og taka við sem rekstrarstjóri Debenhams. „Það er alltaf verið að breyta og nú á að leggja áherslu á svokallaða búð í búð með því að taka inn ný merki eins og t.d. Sand og Boss,“ segir Svanur sem langaði til að breyta um starfsvettvang. Hagar sem rek- ur Debenhams eru með samning um reksturinn til ársins 2015. ● Til Afganistans Einnar konu her- inn Herdís Sig- urgrímsdóttir var sem kunnugt er kölluð heim frá Írak í byrjun sept- ember á síðasta ári en hún gegndi þar starfi upplýsingafulltrúa NATO á vegum íslensku friðargæslunnar. Hún er nú aftur á leið af landi brott á vegum friðargæslunnar en hún flýgur á þriðjudag áleiðis til Afganistans. Heimför Herdísar frá Írak vakti mikla athygli vestanhafs, sér- staklega eftir að spéfuglinn og sjónvarpsgosinn Jason Jones reyndi að fá hana þangað á ný. ● Flott karnival „Það var búið að segja okkur að þetta væri næst- flottasta karnival í heimi á eftir Ríó- karnivalinu og þetta reyndist ótrúlega flott, mikil búninga- og skrautsýning,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem eyddi sprengi- degi á mikilli karnivalhátíð í Santa Cruz, höfuðborg Tenerife, og við- urkenndi að hann hefði aldrei séð neitt jafnflott á ævi sinni. „Þarna var fólk á öllum aldri, allt frá börn- um upp í gamalmenni.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.