24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Skýrsla starfshóps borgarstjórnar um málefni Reykjavík Energy Invest kemur ekki verulega á óvart. Þar er fátt upplýst, sem ekki var vitað áður, nema kannski að FL Group hafði bein afskipti af samningum Orkuveitu Reykjavíkur og REI, sem hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt. Það kemur heldur ekki á óvart, sem kemur skýrt fram í skýrslunni, að REI-málið var stjórnsýslulegt og pólitískt klúður frá upphafi til enda. Kjörnir fulltrúar voru leyndir upplýsingum, samráð var af skornum skammti, óðagot og leynimakk einkenndi allt ferlið. Það, sem er þó út af fyrir sig nýtt í málinu, er að allir flokkar í borg- arstjórn skuli sameinast um tillögur um breytta stjórnsýslu hjá borginni til að koma í veg fyrir að sambærilegt klúður endurtaki sig. Stýrihópurinn gefur klárlega til kynna að stjórnsýsla borgarinnar sé að mörgu leyti í mol- um. Enginn flokkanna getur firrt sig ábyrgð á því. Þegar álitsgerðir lögmanna, sem fylgja skýrslu stýrihópsins, eru lesnar koma fram mismunandi álit á því hvort gerðir Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, fyrrverandi borgarstjóra, hafi rúmazt innan umboðs hans. Stýri- hópurinn tekur ekki skýra afstöðu til þessa atriðis, heldur segir að það þurfi að „skerpa á þeim skilningi að borgarstjóri Reykjavíkur þurfi fram- vegis skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar við meiriháttar ákvarðanir.“ Þótt Vilhjálmur þurfi þannig ekki að axla ábyrgð á REI-klúðrinu, verður þessi niðurstaða ekki til að styrkja stöðu hans í stjórnmálum. Stýrihópurinn leggur til að REI verði framvegis í 100% eigu Reykjavík- urborgar. Í skýrslunni er fjallað um hina gríðarlegu möguleika, sem liggja í útrás íslenzkra orkufyrirtækja en jafnframt tekið fram að þar sem orkufyr- irtækin séu að mestu í opinberri eigu hljóti útrásin að verða á forsendum og með leikreglum fyrirtækja í almannaeigu. Þetta er misráðið. Opinbert eignarhald á útrásar- fyrirtækjum í orkugeiranum er slæmt, bæði fyrir ríkið og sveitarstjórnir og fyrir orkuútrásina. Einkaaðilar munu halda áfram að banka upp á hjá opinberum aðilum og reyna að fá þá í samstarf og samkrull um orkuútrásina, sem býður upp á mörg ný REI-mál með tilheyrandi áhætturekstri á ábyrgð skattgreiðenda. Og útrás, sem fer fram á forsendum opinberra fyrirtækja, verður hægfara, hikandi og við- bragðssein. En sennilega er REI-klúðrinu meðal annars um að kenna að nú þorir enginn stjórnmálamaður lengur að tala um einkavæðingu í orkugeiranum. REI-skýrslan SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Detta mér nú allar dauðar lýs - ætlar enginn að segja neitt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem ítrekað fór með ósannindi? Eða þurfa sveit- arstjórnarmenn ekki að axla ábyrgð þegar þeir verða uppvísir að vísvitandi blekk- ingum? Og hvað með stjórnir þessara fyrirtækja sem tóku þátt í samsærinu - eða aðra sem þarna spiluðu með? Allir þessir aðilar eru rúnir trausti. Þeir hafa brotið af sér - alvarlega. Mál Árna Johnsens er hátíð miðað við þetta. Hér kemur engin „málamiðlun“ til greina. Ólína Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is BLOGGARINN REI-blekking Hugmyndin með REI var góð og er góð. Þeir sem stjórnuðu batteríinu virðast aftur á móti engan veginn hafa höndlað málið. Virðist það eiga bæði við um fulltrúa Framsóknar en þó ekki síður Sjálfstæð- isflokksins, sem var jú með stjórnarformennskuna í OR og REI og ber því mun meiri ábyrgð. Menn verða að fara rétt að og vinna þannig að allt standist skoðun. Menn skripl- uðu á skötu með þessa kaup- réttarsamninga. Það hefur verið viðurkennt og þeir dregnir til baka … Gestur Guðjónsson gesturgudjonsson.blog.is Hugmyndin góð Merking orðsins Herra hefur skekkzt. Upprunalega var það ekki kyntengt orð eins og í sam- setningunni: „Herrar mínir og frúr“. Áður þýddi það Húsbóndi. Á miðöldum gátu frúr verið herrar, ef þær voru hús- bændur. Herra var orð, sem táknaði stétta- skiptingu, ekki kyn. Aðalsmenn og aðalskonur voru herrar þeirra, sem undir þá og þær voru settir. Því er vel við hæfi, að ráðherrar heiti ráðherrar, hvort sem þeir eru karlar eða konur. Orðið hefur líka þann kost, að það gerir mannamun. Sumir ráðherrar eru jafnari en annað fólk. Jónas Kristjánsson jonas.is Herra húsbóndi Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Í mörg ár hafa borist fréttir af minnk- andi vímuefnaneyslu unglinga hér- lendis. Auðvitað hafa þær niðurstöður verið til- efni til fagnaðar. En til að fá heildarsýn á vandann þarf að skoða allar niðurstöður. Hin hliðin er fámennari hópurinn sem er í neyslu en vísbendingar eru um að neysla hans og vandamál séu meiri en áður Fréttir af ungu fólki sem misst hefur fótanna eru þyngri en tárum taki. Við vitum að í kringum það er hópur vina og ættingja sem hafa fá svör við spurningunni: Af hverju? Og þó svörin liggi ekki fyrir er mikilvægt að reyna að grafast fyrir um þau. Þá verða allir sem koma að hverju barni að líta í eigin barm þar með talið skólinn, sveit- arfélög og aðrar stofnanir. Hver einasta slík frétt ætti að vera okkur öllum lærdómur, reynsla sem ekki má endurtaka. Það þarf þorp til að ala upp barn og það þarf líka þorp til að bregðast við ef vandi kemur upp á. Víða er verið að prófa leiðir og keyra verkefni sem eiga að grípa inn í ef talið er að barn sé í áhættuhópi eða farið að sýna áhættuhegðun. Slík íhlutun getur skipt sköpum fyrir framtíð barns- ins og fjölskyldu þess. Lykillinn er samvinna allra sem koma að lífi barnsins. Það er hins vegar eng- in ástæða til að bíða eftir að annar taki af skarið. En hvað gerist þegar allt er komið í óefni? Sem betur fer eru þá líka ýmis úrræði í boði sem fag- fólk reynir að efla og styrkja. En ekki síður þurfa margir að leggja hönd á plóg. Allir þurfa að axla ábyrgð og gera allt sem hægt er til að forða enn frekari vanda. Við verðum að hafa metnað til að bregðast skjótt við því hver dagur skiptir máli í lífi barna og unglinga. Biðlistar eru í lagi í leikhúsum og á hárgreiðslu- stofum. Við verðum að hlusta vel á hverja frásögn af barni í vanda og læra af henni. Höfundur er formaður sambands for- eldrafélaga og foreldraráða í grunn- skólum Reykjavíkur Hlustum og lærum ÁLIT Hildur Björg Hafstein samfok@samfok.is Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA ATVINNUBLAÐIÐ www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rodalon® – alhliða hreingerning og sótthreinsun • Fyrir baðherbergi og eldhús • Eyðir lykt úr íþróttafatnaði • Vinnur gegn fúkka í vefnaði • Fjarlægir óæskilegan gróður úr gluggum, af steinum o.þ.h. • Eyðir fúkka og vondri lykt af tjöldum, segldúkum o.þ.h. • Má nota á öll efni Fæst í apótekum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.