24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam 8 Ankara 7 Barcelona 16 Berlín 7 Chicago -4 Dublin 14 Frankfurt 9 Glasgow 14 Halifax -1 Hamborg 7 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 7 London 11 Madrid 17 Mílanó 14 Montreal -10 München 4 New York 5 Nuuk -23 Orlando 20 Osló 3 Palma 23 París 10 Prag 7 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 6 Suðaustan 20-28 m/s síðdegis og í kvöld, fyrst suðvestantil. Talsverð rigning eða slydda á sunnan- og vestanverðu landinu, annars úr- komulítið. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis. VEÐRIÐ Í DAG 2 1 5 4 4 Rigning eða slydda Hvöss suðvestanátt og él, en þurrt að mestu norðaustantil á landinu. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur og úrkomuminna á sunnudag. VEÐRIÐ Á MORGUN 2 1 5 4 4 Hvöss suðvestanátt „Ég held það hafi allt verið lokað sem getur verið lokað,“ segir starfs- maður hjá Vegagerðinni þegar 24 stundir höfðu samband í gær til að grennslast fyrir um færð á vegum. Hann bjóst þó við því að flestir vegir yrðu opnir fram eftir degi í dag. „En svo á allt að verða snarvit- laust aftur seinnipartinn,“ segir hann. Sérleyfisbílar Keflavíkur hættu akstri strætisvagna fyrir klukkan 18 í gærkvöldi vegna ófærðar. Var þeim tilmælum beint til foreldra að huga að því hvort börnin þeirra væru að bíða eftir strætisvögnum. Þrátt fyrir ófærð á Suðurnesjum gekk þó allt slysalaust í umferðinni, að sögn lögreglunnar. Allar björg- unarsveitir voru að störfum í gær en fjölmargir ökumenn festu bíla sína út og suður. Ekki varð úr því að Reykjanesbrautinni yrði lokað eins og til greina kom vegna um- ferðartafa. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu gekk umferð um svæðið stóráfallalaust. Hún sagði þæfing í Reykjavík en enga stóró- færð. Vegagerðin vill minna vegfar- endur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sér- staklega biður hún fólk að fara var- lega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Veg- farendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir. aak Ófært um allt land í gær en þæfingsfærð í Reykjavík Allt lokað sem gat verið lokað Ég er á kafi Þessi þarf að kafa snjóinn til að komast leiðar sinnar. Búast má við að útflutningsverð- mæti áls aukist úr rúmum 80 millj- örðum króna í um 135 á þessu ári og fari í um 140 milljarða á næsta ári. Samorka segir frá og vísar til greiningardeildar Kaupþings. Þar er spáð að útflutningsverðmæti áls fari í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar fram úr útflutningi á sjávarafurð- um. Niðurskurður aflaheimilda í þorski um 33 prósent dragi úr vægi útflutnings á fiski næstu árin. Framkvæmdir í Helguvík nái há- marki á næsta ári. Að því gefnu að þær hefjist aukist fjárfestingar en á þessu ári verði aftur á móti sam- dráttur í fjárfestingu. Loks vísar Samorka til spár um að kröfur um álver á Bakka verði háværar undir lok núverandi hagsveiflu. beva Kaupþing spáir fjárfestingu í fleiri álverum Álið fer fram úr fiski að verðmæti Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest (REI) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var kynnt í borgarráði í gær. Í álitsgerð Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns sem fylgir skýrslunni kemur skýrt fram að Vil- hjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri hafi ekki haft umboð til að taka þær ákvarðanir sem hann tók á eigenda- fundi OR þann 3. október. Í áliti Andra kemur einnig fram að hann telji að væntingar Geysis Green Energy um bætur frá OR vegna þess að hætt var við samruna REI og GGE séu ekki réttmætar. Í skýrslunni sjálfri segir að far- sælla hefði verið að borgarstjóri hefði sótt sér umboð borgarráðs, og þurfi að „skerpa á þeim skilningi að borgarstjóri Reykjavíkur þurfi framvegis skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar við meiriháttar ákvarðanir.“ Ákvarðanir án umræðu Stýrihópurinn gagnrýnir að stór- ar ákvarðanir hafi verið teknar án umræðu kjörinna fulltrúa og telur að leita hefði átt samþykkis í sveit- arstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eru eigendur OR. Þá er gerð athuga- semd við að Hjörleifur Kvaran, þá starfandi forstjóri OR, hafi undirrit- að hluthafasamkomulag í REI við innkomu Bjarna Ármannssonar sem nýs hluthafa án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar OR um um- boð hans. Óeðlileg afskipti FL Group Í skýrslunni kemur fram að FL Group hafði bein áhrif á gerð á þjónustusamningsins á milli OR og REI. Þetta telur stýrihópurinn óeðlilegt enda hafi FL Group ekki haft neina formlega stöðu gagnvart fyrirtækjunum og hafi auk þess haft mikla fjárhagslega hagsmuni af samningnum. Stýrihópurinn telur að REI eigi áfram að sinna þróunar- og fjárfest- ingarverkefnum erlendis og skuli vera alfarið í eigu OR. Þá er lögð á það áhersla að fyrirtæki í opinberri eigu eigi að lúta reglum um opin- bera stjórnsýslu. Borgarstjóri þarf skýrara umboð  Borgarstjóri fór út fyrir umboð að mati lögmanns  Stýrihópur vill að REI starfi áfram við þróunar- og fjárfestingarverkefni erlendis Með umboð? Vilhjálmur Vilhjálmsson í ræðustól borgarstjórnar. ➤ Stýrihópurinn kynnti tillögurog niðurstöður fyrir borg- arráði þann 1. nóvember. ➤ Áformum um samruna REI ogGGE var hafnað. ➤ Þjónustusamningi á milli ORog REI var einnig hafnað. ➤ Lagt var til að gerð yrðistjórnsýsluúttekt á OR. TILLÖGUR 1. NÓVEMBER Árvakur/Brynjar Gauti STUTT ● Á flugi Sumarbústaður á Borgarfirði eystri tókst á loft í miklu hvassviðri um miðjan daginn og fauk fram í fjöru þar sem hann er orðinn að spýtnabraki einu saman. Bú- staðurinn stóð inni í þorpinu og frammi á bakka nærri sjó. Salernið er eitt salerni. mbl.is ● Gallað hús Byggingarfyr- irtækið Formaco var dæmt í héraðsdómi til að greiða kaupendum húss, sem það byggði, á þrettándu milljón króna í bætur vegna marg- víslegra galla. Byggingafyr- irtækið ber ábyrgð á frá- gangi. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. „Ég mjög ánægð að þessu sé lokið og finnst það í rauninni alveg stórkostlegt að okkur skuli hafa tekist að ljúka þessu verkefni á þennan hátt. Þetta hefur ekki verið einfalt verkefni að halda utan um þennan hóp með allar sínar ólíku skoðanir og sjón- armið og að komast að sameig- inlegri niðurstöðu,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður stýrihóps borgarráðs um REI-málið. „Það er líka frábært að Reykjavík- urborg skuli ryðja braut fyrir vinnubrögð af þessu tagi vegna þess að það hefur ekki verið gert áður að setja alvarleg ágreinings- mál í svona farveg.“ Hún segir að öllum steinum hafi verið velt við og að engu hafi ver- ið haldið til hlés. „Það eina er að menn taka misdjúpt í árinni með ályktanir,“ segir Svandís. Aðspurð segir hún að það hafi aldrei verið hlutverk stýrihópsins að draga menn til ábyrgðar. „Það stóð aldrei til, það eru verkefni þeirra hópa sem hafa með þau mál að gera, stjórnar Orkuveit- unnar og borgarráðs,“ segir Svandís. Hún segir að á þeim mörgu lögfræðiálitum sem fram eru komin sé ljóst að mjög mikil áhöld eru um það hvort borg- arstjóri hafi haft umboð til að taka ákvarðanir í REI-málinu. „Mér finnst að umboð borg- arstjóra eigi að vera hafið yfir vafa og við eigum ekki að þurfa að kalla eftir mörgum álitum til að vita hvað borgarstjóri má og hvað ekki.“ Svandís Svavarsdóttir Umboð verði hafið yfir vafa „Það var samstaða um niðurstöð- una og það vekur mjög mikla at- hygli vegna þess hvernig þetta mál er vaxið,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, fyrrver- andi borg- arstjóri. „Það eru allir sammála um það að þarna voru óverjandi vinnubrögð. Það eru allir sam- mála um að borgarstjóri hafi far- ið langt út fyrir umboð sitt – þó að orðavali sé stillt í hóf þá held ég að það sé almennt góð regla þegar verið er að fjalla um mik- ilvæga hluti,“ bætir hann við. Dagur segir það ekki vera sitt svara því hvort Vilhjálmi sé stætt að verða aftur borgarstjóri. „Það er málefni Sjáflstæðisflokksins og þessa nýja meirihluta. Þeir verða að eiga það við sig, sína samvisku og borgarbúa.“ Spurður hvort hann muni styðja það að hann verði aftur borg- arstjóri svarar hann: „Ég hef aldr- ei stutt hann.“ ejg Dagur B. Eggertsson Óverjandi vinnubrögð Auglýsingasíminn er 510 3744 Þeir borgarfulltrúar sem 24 stundir reyndu að ná í í gær til þess að fá álit þeirra á nið- urstöðum REI-skýrslunnar létu annaðhvort ekki ná í sig eða vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Undantekningin á þessu eru þau Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir. ejg Tjá sig ekki að svo stöddu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.