24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 6
Stefnt er að því að yfirfærslan á málefnum fatlaðra frá ríki til sveit- arfélaga geti átt sér stað eigi síðar en í ársbyrjun 2011 eftir því sem fram kom í svari Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félags- og tryggingamálaráð- herra, við fyrirspurn Rósu Guð- bjartsdóttur, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi á miðvikudag. Jóhanna sagði ráð fyrir því gert að endanlegt kostnaðarmat vegna flutnings verkefna liggi fyrir eigi síðar en 1. desember 2008 en í kjöl- farið verður gengið frá formlegu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um verkefnaflutning. Hún lagði ríka áherslu á að þau nýju viðhorf sem hafa verið að ryðja sér til rúms í búsetumálum fatlaðra endurspeglist í stefnumótun og starfsemi málaflokksins. Hún sagði afar mikilvægt að endurskoða þessi mál og sagðist hlynnt því að hugað væri sérstaklega að fjölbreytni í þjónustu og rekstrarfyrirkomulagi í þjónustu við fólk sem býr við fötl- un. Þetta þarf þó að taka mið af því fjármagni sem til ráðstöfunar er að hennar mati. fifa@24stundir.is Yfirfærsla málefna fatlaðra til umræðu á þingi Fatlaðir til sveitarfélaga 2011 Árvakur/Ómar Ráðherra Jóhanna segist hlynnt fjölbreytni í þjónustu við fatlaða 6 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Búrfell, góður matur á borð 25% afsláttur Beikon bragðast alltaf vel Gríptu tækifærið og bragðbættu tilveruna með ljúffengu beikoni. Beikon gerir flesta rétti aðeins betri! Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki væri hægt að líta svo á að sjónarmið menntamálaráðherra væru sjónarmið ríkisstjórnar- innar varðandi kjarasamninga sem nú standa fyrir dyrum. Það væri hlutverk fjármálaráðherra að gera samninga við ríkisstarfsmenn. Árni var að svara fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfús- syni, þingmanni VG, sem vísaði í ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á fundi um síðustu helgi. Þar sagði Þorgerður Katrín, að kenn- arar hefðu dregist aftur úr í launum og ef gott fólk ætti að fást í skólana þyrfti að hækka laun þar. Mikilvægt væri að laun kennara hækkuðu. Vildi Steingrímur vita hvort ekki mætti treysta því að ríkisstjórnin væri að undirbúa umtalsverðar kjara- bætur fyrir kennara. Árni sagði að engin leið væri fyrir fjármálaráðherra að segja úr ræðustóli Alþingis hvern- ig kjarasamningar ættu að vera. „Hvað sem líður góðum hug menntamálaráðherra verðum við að gæta að því hvernig við stöndum að okkar samningum og hvernig þeir snúa að öðrum, sem eru að semja. mbl.is Menntamálaráðherra vill hækka laun kennara Ekki sjónarmið ríkisstjórnar Ósammála Ráðherrar eru ekki á sama máli um laun kennara. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Skeljungi, Olís og Keri, um að þeim beri að greiða Reykjavíkurborg rúmar 72 milljónir króna og Strætó bs. tæpar sex milljónir vegna ólög- legs samráðs félaganna í útboði borgarinnar á eldsneyti árið 1996. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félögin til greiðslu sömu upphæðar þann 13. desember 2006, en olíufélögin áfrýjuðu dóm- inum til Hæstaréttar. Játuðu samráð en ekki tjón Aðalbótakrafa borgarinnar hljóðaði upp á 139 milljónir króna í upphafi. Olíufélögin viðurkenndu að hafa haft með sér samráð vegna útboðs- ins en höfnuðu því að borgin hefði orðið fyrir tjóni sökum þess. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur taldist aðalbótakrafa Reykjavíkur- borgar ekki fullsönnuð. Hins vegar þótti sannað að olíufélögin hefðu hagnast um sem nemur skaðabóta- upphæðinni með samráði sínu, en það var varakrafa borgarinnar. Upphæðin verður hærri Hæstiréttur staðfesti upphæðina í gær en lækkaði tildæmda drátt- arvaxtakröfu borgarinnar. Vaxta- lækkunin er umdeilanleg að mati Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lög- manns hjá lögfræðistofunni Lands- lögum, sem rak málið fyrir borg- ina. „Borgin vissi auðvitað ekki af samráði félaganna fyrr en skýrsla samkeppnisyfirvalda kom út og gat þess vegna ekki haft uppi kröfur fyrr. Ég hygg að kostnaður félag- anna verði engu að síður í kringum 125 milljónir króna með vöxtum og málskostnaði,“ segir Vilhjálmur. „Það sem ég tel skipta mestu máli í dóminum er að það telst sannað að tjón hafi orðið vegna samráðsins. Ég man ekki eftir að það hafi gerst áður vegna sam- keppnislagabrots. Þannig tel ég dóminn hafa almenn varnaðará- hrif og að hann gæti komið í veg fyrir svipuð brot í framtíðinni.“ Olíufélögin borgi brúsann  Dómur héraðsdóms yfir olíufélögunum staðfestur í Hæstarétti  Dómurinn hefur almenn varnaðaráhrif, segir lögmaður ➤ Skeljungur hf., Olíuverslun hf.og Ker hf. greiði Reykjavík- urborg sameiginlega 72.733.904 krónur með vöxt- um. ➤ Þá greiði félögin Reykjavík-urborg samtals 5.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti DÓMUR HÆSTARÉTTAR Árvakur/Kristinn Olía í Reykjavík Tjón Reykjavíkurborgar vegna samráðs olíufélaganna þótti sannað fyrir dómi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.