24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 25
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 25 Kannski er það fágaður hreim- urinn og ískalt, yfirvegað augna- ráðið, en Tricia Helfer, eitt helsta kyntákn Kanada, hefur tekið að sér módelmömmuhlutverk Tyru Banks í fyrirsætukeppni sem byggð er á sama grunni og hin vinsæla ANTM-keppni sem hald- in er í Bandaríkjunum. Kyntákn Battleship Galactica Tricia er annars helst þekkt fyrir hlutverk sitt sem Number Six í hinum vinsælu sjónvarps- þáttum, Battlestar Galactica. Tricia ólst upp á kornbúgarði í Donaldo í Alberta-fylki í Kanada. Hún hóf módelstörf 16 ára göm- ul og segir frá því að hún hafi verið uppgötvuð þar sem hún hafi beðið í röð fyrir framan kvikmyndahús. Ferill hennar varð giftu- samlegur og hún vann Super- model of the World-keppnina ár- ið 1992 og fór þá á samning hjá Ford fyrirsætuskrifstofunni. Sat fyrir í Playboy Tricia hætti fyrirsætustörfum og sneri sér að leik í sjónvarpi og kvikmyndum. Árið var 2002 og Tricia fluttist til L.A til að öðlast- frama. Kaldur kanadískur kyn- þokkinn gekk vel í Hollywood og Tricia nældi sér í hlutverk í CSI og Jereimah, áður en hún náði bitastæðu hlutverki sínu sem hin kynþokkafulla Number Six í Battleship Galactica. Hlutverk hennar í KNTM er þó hennar stærsta hlutverk hingað til og frægðarsól hennar mun líklegast halda áfram að rísa hratt. Tricia hefur setið fyrir í Playboy- tímaritinu og lenti á lista yfir 100 kynþokkafyllstu konur heims. Hún hefur setið fyrir í fjöldanum öllum af tískuherferðum, þar á meðal fyrir Ralph Lauren, Cha- nel, og Giorgio Armani. Fyrirsætukeppnin KNTM slær í gegn Tricia Helfer kyntákn Kanada Nordic-Photo/Getty Tricia Helfer Tískuljónið frá Kanada er ekki prúð og hefur meðal annars setið fyrir topplaus í Playboy Betsey Bítnikk er nýjasta við- urnefni Betsey Johnson sem oftast hefur verið kennd við pönk en er hún kynnti nýjustu línu sína voru áhrif bítnikk-tímabilsins augljós. Fyrirsæturnar skrýddust gler- augum eins og þessum flottu rauðu kisugleraugum, sýning- arsvæðið einkenndi myrk klúbb- stemning; á borðum voru Gauloise sígarettur, eintök af On the Road og Chianti flöskur handa gestum. Betsey tekur bítnikksveiflu Á þessum köldustu mánuðum árs- ins er nauðsynlegt að eiga góða hanska eða vettlinga. Best er að eiga nokkur pör, hlýja vettlinga til daglegra nota þegar skafa þarf af bílnum og labba úti í köldu veðri. En eiga síðan líka fína og sparilega hanska til að hafa á djamminu eða til að fara út að borða. Það þurrkar hendur mikið að vera óvarðar út í kulda, svo ekki gleyma hönsk- unum eða vettlingunum. Nauðsynlegur fylgihlutur Það er mjög mikilvægt að reyna að hafa gott skipulag í fataskápnum. Til að mynda er gott að flokka föt- in eftir árstíðum og setja t.d. sum- arfötin til hliðar þegar vetra tekur. Ef sá lúxus er fyrir hendi að nóg pláss sé fyrir öll fötin í íbúðinni þinni, t.d. í aukaskáp eða háalofti, er enn betra að pakka vetrar- eða sumarfötunum lauslega niður og geyma á sérstökum stað þar til þú hefur not fyrir þau á nýjan leik. Föt flokkuð eftir árstíðum S M Á R A L IN D O G K R IN G L U N N I

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.