24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar fullvíst var að Sirk- us ætti að loka,“ segir Vera. „Við vorum nokkur sem ákváðum að gera eitthvað í kveðjuskyni sem fangaði ævintýralegan andann á þessum stað. Eitthvað ógleym- anlegt til minningar, eitthvað já- kvætt og frábært sem lýsir anda Sirkusfólksins og úr því varð þessi ævintýralegi myndaþáttur. Mikinn heiður af myndaþættinum á Ag- niezka Baronowska, vinkona mín frá Póllandi.“ Engir dópistaaumingjar „Auðvitað er glatað að loka þessum stað. Hann er eitt af kenni- leitum Reykjavíkur og gefur borg- inni svip. Fólkið sem sækir staðinn er mér að skapi. Fólkið sem kemur hingað er engir dópistaaumingjar og iðjuleysingjar eins og margir virðast halda. Þetta er róttækt, lit- ríkt og skapandi fólk með hjartað á réttum stað. Það er frjálslynt og opið í hugsun. Ég var hér síðasta kvöldið og þrátt fyrir að ég hafi al- ið manninn í París undanfarin ár og megi ef til vill ekki kalla mig fastagest þá hef ég alltaf vitað af þessum stað og þegar ég kom hing- að til lands kíkti ég alltaf á Sirkus.“ Fastagestir í ástríkri uppreisn „Allir sem að verkefninu komu eru fastagestir á Sirkus,“ nefnir Vera. „Agniezka átti að sjálfsögðu heiðurinn af þessu, stíliseraði og sat fyrir ásamt Önnu Kristínu Baldvinsdóttur. Ási sá um hár, búninga og hatta, Magnea El- ínardóttir sá um förðun ásamt El- ísabetu Ölmu Svendsen sem að- stoðaði okkur líka við alla umgjörð myndaþáttarins. Við gerðum þetta allt saman með jákvæðu hugarfari og af virðingu fyrir staðnum. Svo- lítið kannski eins og að kveðja kær- an vin.“ Ekki heim í svörtum ruslapoka Vera bjó í París í mörg ár þar sem hún lærði og starfaði við ljós- myndun. „Ég starfaði sem aðstoð- armaður í fyrstu og lærði mikið af góðum ljósmyndurum, til að mynda Newton, Craig McDean, Mynd/Vera Pálsdóttir Sýningin Tvö-þúsund-og-átta á Veggnum í Þjóðminjasafninu kl. 20.00 Sögulegur Sirkus Vera Pálsdóttir, fyrrum Parísarbúi og ljósmynd- ari, hefur unnið með ýms- um þekktum ljósmynd- urum víða um heim í á annan áratug. Ljós- myndir hennar hafa birst í virtum tímaritum. Hún hefur nú unnið sér- stæðan myndaþátt á hin- um sögulega skemmti- stað Sirkus, sem stendur til að rífa niður. Ævintýraleg Sirk- usstemning Agniezka stílisti sest á bak. Vera á bak við vélina. Lifandi miðbær Menning og líf áttu heima í portinu við Sirkus. Undirskriftir afhentar Borgarstjóri tek- ur á móti óskum um að Sirkus fái frið. Biðraðir Langar biðraðir mynduðust um helgar. Færri komust að en vildu. Látíð í bæ Síðustu kvöldstundirnar á Sirkus. Satoshi, Serge Lutens og fleirum. „Ég sagði alltaf að ég myndi ekki koma heim nema í svörtum rusla- poka! En ég kom hingað engu að síður með dóttur minni og hér bú- um við og höfum það gott. Ég hef annað sjónarhorn á hlutina með hana í för.“ Vera segist auðvitað sakna Par- ísar enda lífleg borg. „Ég sakna kaffihúsanna og skemmtilegra búða, götumarkaða og veit- ingastaða og vina minna að sjálf- sögðu.“ Spurð um muninn á Par- ísarbúum og Sirkusfólki segir hún Íslendinga eiga sér kröftuga hlið. „Frakkar eru voða penir og prúðir, Íslendingar eru meira eins og Lundúnabúar, það er meira pönk í þeim og þeir eru frjálsari og óhefð- bundnari en Frakkar.“ Einstakar húð- og hárvörur unnar úr ekta ólífuolíu beint frá Grikklandi Olivia því þú átt það besta skilið Vörurnar fást í verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaup og Samkaup - Úrval um allt land

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.